Manngæska og fjármagn Guðrún Alda Harðardóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Þegar ég horfi upp á hvernig börnum og öldruðum er iðulega sýnt virðingarleysi í samfélagi okkar, þá velti ég fyrir mér hvar vandinn liggur. Er það fjármagnsleysi? Ef til vill. En fjármagn skapar ekki endilega virðingu og manngæska krefst ekki endilega fjármagns. Ég segi hér stutta sögu sem gefur örlitla innsýn í það hvernig ástandið er í heilbrigðiskerfinu okkar sem stjórnvöld segja að sé eitt það besta í heiminum. Hún er því miður ekkert einsdæmi, og þess vegna segi ég hana. Kona sem barist hefur alla sína tíð fyrir þá sem minna mega sín í íslensku samfélagi er orðin öldruð, veikburða, lögblind og hreyfigetan lítil, með kvíða og mikla innilokunarkennd. Hugurinn er hins vegar fullfrískur, en þar sem hún þarf aðstoð við persónulegar þarfir þá er hún vistuð á stofnun í dag. Og á þessari stofnun hefur hún mátt þola ýmislegt ofan á það sem áður er nefnt, meðal annars gleymst inni á salerni án neyðarbjöllu. Þá þótti ekki ástæða til að læknir skoðaði hana þegar hún fékk flensu þrátt fyrir að aðstandendur konunnar hefðu lýst áhyggjum sínum við starfsfólk stofnunarinnar yfir auknum slappleika konunnar. Starfsfólkið virtist ekki hafa miklar áhyggjur og svaraði því til að hún væri orðin öldruð og eflaust væri um ellihrörnun að ræða. Konan hafði verið veik í um tvær vikur þegar aðstandendur hringdu í stofnunina og fóru fram á að læknir skoðaði hana. Þar sem vitað var að læknir kæmi vanalega í húsið upp úr hádegi, þá mættu þeir auk þess þangað á sama tíma. Konan var jafn slöpp og áður og sagðist hafa hringt neyðarbjöllunni látlaust þá um nóttina en enginn hefði komið. Í ljós kom að bjallan virkaði ekki sem skyldi. Þetta var um klukkan 13.30 og þótt konan hefði tjáð starfsfólkinu strax um morguninn að hún hefði hringt bjöllunni um nóttina en enginn komið, sá ekkert af starfsfólkinu ástæðu til að kanna hvort bjallan væri í lagi. Og meðan aðstandendurnir voru á staðnum sjá þeir mann með hlustunarpípu í vasa ganga framhjá sjúkrastofunni og segist hann aðspurður vera læknir. Þeir lýsa áhyggjum sínum yfir ástandi móðurinnar og biðja hann að hlusta hana, þótt ekki væri meira. Hann gerði það og í ljós kom að konan var með vökva í báðum lungum! Og hafði eflaust verið með það um nokkurt skeið. Ef þessi kona hefði verið í heimahúsi, hefði hún einfaldlega farið á læknavaktina eða fengið lækni heim, eins og gengur og gerist. En þar sem hún var stödd á stofnun þar sem læknar og annað hjúkrunarfólk starfar, hefði mátt búast við að hún ætti greiðari aðgang að heilbrigðisþjónustu en þeir sem heima eru. Þar ríkti hins vegar sinnuleysi gagnvart ástandi konunnar, eins og áður er lýst. Rétt er að taka fram að ekki var hægt að greina að mannekla hrjáði stofnunina. Lesandi góður, þetta er raunsönn saga af aðstæðum sem enginn myndi vilja lenda í sjálfur en því miður er þetta ekki einsdæmi um það ófremdarástand sem ríkir víða í heilbrigðiskerfinu hér á landi. Gamla fólkið okkar á betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Þegar ég horfi upp á hvernig börnum og öldruðum er iðulega sýnt virðingarleysi í samfélagi okkar, þá velti ég fyrir mér hvar vandinn liggur. Er það fjármagnsleysi? Ef til vill. En fjármagn skapar ekki endilega virðingu og manngæska krefst ekki endilega fjármagns. Ég segi hér stutta sögu sem gefur örlitla innsýn í það hvernig ástandið er í heilbrigðiskerfinu okkar sem stjórnvöld segja að sé eitt það besta í heiminum. Hún er því miður ekkert einsdæmi, og þess vegna segi ég hana. Kona sem barist hefur alla sína tíð fyrir þá sem minna mega sín í íslensku samfélagi er orðin öldruð, veikburða, lögblind og hreyfigetan lítil, með kvíða og mikla innilokunarkennd. Hugurinn er hins vegar fullfrískur, en þar sem hún þarf aðstoð við persónulegar þarfir þá er hún vistuð á stofnun í dag. Og á þessari stofnun hefur hún mátt þola ýmislegt ofan á það sem áður er nefnt, meðal annars gleymst inni á salerni án neyðarbjöllu. Þá þótti ekki ástæða til að læknir skoðaði hana þegar hún fékk flensu þrátt fyrir að aðstandendur konunnar hefðu lýst áhyggjum sínum við starfsfólk stofnunarinnar yfir auknum slappleika konunnar. Starfsfólkið virtist ekki hafa miklar áhyggjur og svaraði því til að hún væri orðin öldruð og eflaust væri um ellihrörnun að ræða. Konan hafði verið veik í um tvær vikur þegar aðstandendur hringdu í stofnunina og fóru fram á að læknir skoðaði hana. Þar sem vitað var að læknir kæmi vanalega í húsið upp úr hádegi, þá mættu þeir auk þess þangað á sama tíma. Konan var jafn slöpp og áður og sagðist hafa hringt neyðarbjöllunni látlaust þá um nóttina en enginn hefði komið. Í ljós kom að bjallan virkaði ekki sem skyldi. Þetta var um klukkan 13.30 og þótt konan hefði tjáð starfsfólkinu strax um morguninn að hún hefði hringt bjöllunni um nóttina en enginn komið, sá ekkert af starfsfólkinu ástæðu til að kanna hvort bjallan væri í lagi. Og meðan aðstandendurnir voru á staðnum sjá þeir mann með hlustunarpípu í vasa ganga framhjá sjúkrastofunni og segist hann aðspurður vera læknir. Þeir lýsa áhyggjum sínum yfir ástandi móðurinnar og biðja hann að hlusta hana, þótt ekki væri meira. Hann gerði það og í ljós kom að konan var með vökva í báðum lungum! Og hafði eflaust verið með það um nokkurt skeið. Ef þessi kona hefði verið í heimahúsi, hefði hún einfaldlega farið á læknavaktina eða fengið lækni heim, eins og gengur og gerist. En þar sem hún var stödd á stofnun þar sem læknar og annað hjúkrunarfólk starfar, hefði mátt búast við að hún ætti greiðari aðgang að heilbrigðisþjónustu en þeir sem heima eru. Þar ríkti hins vegar sinnuleysi gagnvart ástandi konunnar, eins og áður er lýst. Rétt er að taka fram að ekki var hægt að greina að mannekla hrjáði stofnunina. Lesandi góður, þetta er raunsönn saga af aðstæðum sem enginn myndi vilja lenda í sjálfur en því miður er þetta ekki einsdæmi um það ófremdarástand sem ríkir víða í heilbrigðiskerfinu hér á landi. Gamla fólkið okkar á betra skilið.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun