Tíminn og sagan Guttormur Helgi Jóhannesson skrifar 28. október 2016 10:06 Íslenskt þjóðfélag stendur á krossgötum. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, sem komst til valda vorið 2013 og er nú að renna sitt skeið, hefur með aðgerðum sínum valdið alvarlegri spennu milli þjóðfélagshópa og ójafnvægi sem ógnar sjálfum grunnstoðum þjóðfélagsins. Heilbrigðiskerfið er í molum, innviðir grotna niður – þ.m.t. vegakerfi landsins sem þola hefur mátt ágang milljóna ferðamanna síðustu ár – og sjálft lýðræðið hefur sætt fordæmalausum árásum frá þeim sem áttu að hlúa að því. Misskipting fer vaxandi enda hefur fráfarandi ríkisstjórn hlaðið undir þá ríkustu með því að ganga erinda sérhagsmunaafla í íslensku þjóðfélagi. Arðurinn af þjóðarauðlindunum safnast á hendur fárra en eftir situr almenningur með sárt ennið og heimtar eðlilega að ný stjórnarskrá taki gildi svo að tryggja megi að auðlindaarðurinn renni til þeirra sem eiga – já eiga - auðlindirnar. Og réttmætur eigandi þeirra er fólkið í landinu – við öll – kt. 170644-xxx9. Hætturnar gera vart við sig Húsnæðismarkaðurinn er aftur kominn í uppnám, hækkanir fasteigna- og leiguverðs, einkum á höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa, orðnar svo miklar að minnir á árin fyrir hrun. Erfiðust er staða leigjenda, þeirra sem enga fasteign eiga og búa við mikið húsnæðisóöryggi. Hin svonefnda „Leiðrétting“, þar sem tugþúsundum milljóna króna var veitt úr ríkissjóði til fasteignaeigenda og þ.m.t. stóreignafólks, hefur vafalítið átt sinn þátt í því að keyra upp fasteigna- og leiguverð á þeim svæðum sem máttu síst við slíku – Reykjavík og nágrenni. Ungt fólk situr í hrönnum fast í foreldrahúsum og hefur hvorki efni á að kaupa né leigja, leigjendur sitja líka margir hverjir fastir í dýru og óhentugu leiguhúsnæði og hafa engin tök á því að leggja fyrir. Leigjendur á Íslandi eru einn þessara gleymdu, jaðarsettu þjóðfélagshópa sem fengu ekki krónu út úr „Leiðréttingunni“ – var mismunað - en hafa þvert á móti mátt sæta síhækkandi húsnæðisverði og tilheyrandi fátækt. Ekki bætti hækkun matarskatts á kjörtímabilinu úr 7 í 11 % úr skák, viðkvæmir lágtekjuhópar urðu sérlega illa fyrir barðinu á þeirri vanhugsuðu aðgerð. Dýr var maturinn fyrir.Öfgar, vanræksla og valdníðsla Vanrækt fólk, vanrækt vega- og heilbrigðiskerfi, vanræktar spítalabyggingar að hruni komnar. Sjúklingar liggjandi á göngum spítala eins og hráviði. Og samt mælist hagvöxtur yfir 4 %. En hagvöxtur er lítils virði þegar gæðunum er gróflega misskipt og almenningi misboðið með gerræðislegum vinnubrögðum. Öfgar eru ávallt hættulegar. Tíðar og langvinnar vinnudeilur síðustu mánaða og missera eru afleiðingar þessa, ein birtingarmynd reiðinnar. Að ógleymdum svikunum illræmdu, hinum torkennilega „ómöguleika“ ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að leiða aðildarviðræðurnar við Evrópubandalagið til lykta á lýðræðislegan hátt. Það var enginn „ómöguleiki“ þar á ferð heldur ótti ríkisstjórnarinnar við þjóðaratkvæði og getuleysi hennar til heilbrigðra starfshátta. Hvers vegna var maður sem hafði enga reynslu af utanríkismálum gerður að utanríkisráðherra? Það varð eitt fyrsta verk hans í embætti (sumarið 2013) að leysa upp reynslumikla samninganefndina við ESB – sem hann hafði enga heimild til – og til að kóróna skömmina rauk hann í mars 2015 með illa samið „uppsagnarbréf“ til fundar við fulltrúa Evrópusambandsins og afhenti. Þessi uppákoma var dæmigerð fyrir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu, fúsk og valdníðsla – vond stjórnsýsla. Enda hafði umrætt bréf ekkert lagalegt gildi.Til móts við framtíðina – Nýja Ísland Það er ekki ofsagt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi á árunum 2009-13 reist landið úr rústum hins óhefta kapítalisma og þeirrar öfga- og græðgisvæðingar sem gat af sér bankahrunið 2008, eitt mesta fjármálahrun mannkynssögunnar. Það átti rætur að rekja til siðlausrar einka(vina)væðingar ríkisbankanna upp úr síðustu aldamótum og var hún skilgetið afkvæmi tveggja spilltra flokka, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. En í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu voru mörg þrekvirki unnin og hagvöxtur kominn yfir 4 % við lok kjörtímabilsins, vorið 2013, og atvinnuleysi hafði snarminnkað. Jafnvægi var komið á, nær samfelldur friður hafði ríkt á vinnumarkaði og jöfnuður stóraukist á tímabilinu en íslenskir kjósendur sýndu ekki næga þolinmæði og létu glepjast af gylliboðunum sem dundu yfir í aðdraganda kosninganna 2013. Öfgaöfl til hægri og vinstri reyndu að gera verk ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, sem stóð í miðju björgunarstarfinu eftir hrunið, tortryggileg. Hvað var til dæmis athugavert við það að sækja um aðild að öflugasta neytenda- og mannréttindabandalagi allra tíma, er hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2012 fyrir afrek sín, skipað fornum vinaþjóðum í okkar heimsálfu? Landsmenn mega heldur ekki gleyma að efnahagsbati síðustu 3ja ára grundvallast á þessu björgunarstarfi. En jafnaðarmenn verða nú að þétta raðirnar eigi ekki illa að fara. Það er gríðarlega mikilvægt að allt það fólk, sem lætur sér annt um náungann og þá sem minna mega sín sendi skýr skilaboð til stjórnmálamanna og umheimsins með atkvæði sínu þ. 29. október: að almannahagur, mannúð og jöfn skipting þjóðarauðlinda vegi þyngra en þjónkun við sérhagsmuni, auðmenn og stórfyrirtæki. Allt snýst þetta einfaldlega um rétta forgangsröðun. Sá flokkur sem verður að teljast burðarás jafnaðarmanna, Samfylking, er með þessa forgangsröðun á hreinu enda skipaður réttsýnu og reyndu fólki sem kann til verka og getur verið stolt af endurreisnarstarfi sínu. Upp með heilindi, fagmennsku og gagnsæi, niður með valdníðslu, blekkingar og Panama-leynimakk! Eigi það Nýja Ísland að raungerast, sem umbótastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gaf fyrirheit um, verður burðarás jafnaðarmanna að vera styrkur og dugar þá vart minna en 15% fylgi. Sá sem þetta ritar treystir Oddnýju G. Harðardóttur til að leiða landið inn í framfarasinnað og heilbrigt samfélag án öfga og misskiptingar – Nýja Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt þjóðfélag stendur á krossgötum. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, sem komst til valda vorið 2013 og er nú að renna sitt skeið, hefur með aðgerðum sínum valdið alvarlegri spennu milli þjóðfélagshópa og ójafnvægi sem ógnar sjálfum grunnstoðum þjóðfélagsins. Heilbrigðiskerfið er í molum, innviðir grotna niður – þ.m.t. vegakerfi landsins sem þola hefur mátt ágang milljóna ferðamanna síðustu ár – og sjálft lýðræðið hefur sætt fordæmalausum árásum frá þeim sem áttu að hlúa að því. Misskipting fer vaxandi enda hefur fráfarandi ríkisstjórn hlaðið undir þá ríkustu með því að ganga erinda sérhagsmunaafla í íslensku þjóðfélagi. Arðurinn af þjóðarauðlindunum safnast á hendur fárra en eftir situr almenningur með sárt ennið og heimtar eðlilega að ný stjórnarskrá taki gildi svo að tryggja megi að auðlindaarðurinn renni til þeirra sem eiga – já eiga - auðlindirnar. Og réttmætur eigandi þeirra er fólkið í landinu – við öll – kt. 170644-xxx9. Hætturnar gera vart við sig Húsnæðismarkaðurinn er aftur kominn í uppnám, hækkanir fasteigna- og leiguverðs, einkum á höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa, orðnar svo miklar að minnir á árin fyrir hrun. Erfiðust er staða leigjenda, þeirra sem enga fasteign eiga og búa við mikið húsnæðisóöryggi. Hin svonefnda „Leiðrétting“, þar sem tugþúsundum milljóna króna var veitt úr ríkissjóði til fasteignaeigenda og þ.m.t. stóreignafólks, hefur vafalítið átt sinn þátt í því að keyra upp fasteigna- og leiguverð á þeim svæðum sem máttu síst við slíku – Reykjavík og nágrenni. Ungt fólk situr í hrönnum fast í foreldrahúsum og hefur hvorki efni á að kaupa né leigja, leigjendur sitja líka margir hverjir fastir í dýru og óhentugu leiguhúsnæði og hafa engin tök á því að leggja fyrir. Leigjendur á Íslandi eru einn þessara gleymdu, jaðarsettu þjóðfélagshópa sem fengu ekki krónu út úr „Leiðréttingunni“ – var mismunað - en hafa þvert á móti mátt sæta síhækkandi húsnæðisverði og tilheyrandi fátækt. Ekki bætti hækkun matarskatts á kjörtímabilinu úr 7 í 11 % úr skák, viðkvæmir lágtekjuhópar urðu sérlega illa fyrir barðinu á þeirri vanhugsuðu aðgerð. Dýr var maturinn fyrir.Öfgar, vanræksla og valdníðsla Vanrækt fólk, vanrækt vega- og heilbrigðiskerfi, vanræktar spítalabyggingar að hruni komnar. Sjúklingar liggjandi á göngum spítala eins og hráviði. Og samt mælist hagvöxtur yfir 4 %. En hagvöxtur er lítils virði þegar gæðunum er gróflega misskipt og almenningi misboðið með gerræðislegum vinnubrögðum. Öfgar eru ávallt hættulegar. Tíðar og langvinnar vinnudeilur síðustu mánaða og missera eru afleiðingar þessa, ein birtingarmynd reiðinnar. Að ógleymdum svikunum illræmdu, hinum torkennilega „ómöguleika“ ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að leiða aðildarviðræðurnar við Evrópubandalagið til lykta á lýðræðislegan hátt. Það var enginn „ómöguleiki“ þar á ferð heldur ótti ríkisstjórnarinnar við þjóðaratkvæði og getuleysi hennar til heilbrigðra starfshátta. Hvers vegna var maður sem hafði enga reynslu af utanríkismálum gerður að utanríkisráðherra? Það varð eitt fyrsta verk hans í embætti (sumarið 2013) að leysa upp reynslumikla samninganefndina við ESB – sem hann hafði enga heimild til – og til að kóróna skömmina rauk hann í mars 2015 með illa samið „uppsagnarbréf“ til fundar við fulltrúa Evrópusambandsins og afhenti. Þessi uppákoma var dæmigerð fyrir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu, fúsk og valdníðsla – vond stjórnsýsla. Enda hafði umrætt bréf ekkert lagalegt gildi.Til móts við framtíðina – Nýja Ísland Það er ekki ofsagt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi á árunum 2009-13 reist landið úr rústum hins óhefta kapítalisma og þeirrar öfga- og græðgisvæðingar sem gat af sér bankahrunið 2008, eitt mesta fjármálahrun mannkynssögunnar. Það átti rætur að rekja til siðlausrar einka(vina)væðingar ríkisbankanna upp úr síðustu aldamótum og var hún skilgetið afkvæmi tveggja spilltra flokka, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. En í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu voru mörg þrekvirki unnin og hagvöxtur kominn yfir 4 % við lok kjörtímabilsins, vorið 2013, og atvinnuleysi hafði snarminnkað. Jafnvægi var komið á, nær samfelldur friður hafði ríkt á vinnumarkaði og jöfnuður stóraukist á tímabilinu en íslenskir kjósendur sýndu ekki næga þolinmæði og létu glepjast af gylliboðunum sem dundu yfir í aðdraganda kosninganna 2013. Öfgaöfl til hægri og vinstri reyndu að gera verk ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, sem stóð í miðju björgunarstarfinu eftir hrunið, tortryggileg. Hvað var til dæmis athugavert við það að sækja um aðild að öflugasta neytenda- og mannréttindabandalagi allra tíma, er hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2012 fyrir afrek sín, skipað fornum vinaþjóðum í okkar heimsálfu? Landsmenn mega heldur ekki gleyma að efnahagsbati síðustu 3ja ára grundvallast á þessu björgunarstarfi. En jafnaðarmenn verða nú að þétta raðirnar eigi ekki illa að fara. Það er gríðarlega mikilvægt að allt það fólk, sem lætur sér annt um náungann og þá sem minna mega sín sendi skýr skilaboð til stjórnmálamanna og umheimsins með atkvæði sínu þ. 29. október: að almannahagur, mannúð og jöfn skipting þjóðarauðlinda vegi þyngra en þjónkun við sérhagsmuni, auðmenn og stórfyrirtæki. Allt snýst þetta einfaldlega um rétta forgangsröðun. Sá flokkur sem verður að teljast burðarás jafnaðarmanna, Samfylking, er með þessa forgangsröðun á hreinu enda skipaður réttsýnu og reyndu fólki sem kann til verka og getur verið stolt af endurreisnarstarfi sínu. Upp með heilindi, fagmennsku og gagnsæi, niður með valdníðslu, blekkingar og Panama-leynimakk! Eigi það Nýja Ísland að raungerast, sem umbótastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gaf fyrirheit um, verður burðarás jafnaðarmanna að vera styrkur og dugar þá vart minna en 15% fylgi. Sá sem þetta ritar treystir Oddnýju G. Harðardóttur til að leiða landið inn í framfarasinnað og heilbrigt samfélag án öfga og misskiptingar – Nýja Ísland.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar