Fjármálaeftirlitið (FME) telur verklag Landsbankans við sölu á 31,2 prósenta eignarhlut hans í Borgun hafi ekki að öllu leyti samræmst eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum á fjármálamarkaði samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
Þá telur FME að verklagi Landsbankans við söluna hafi verið áfátt og það heilt á litið ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FME.
FME telur að gera verði sérstaklega ríka kröfu til fagmennsku og vandvirkni í vinnubrögðum þegar verið er að selja eignir í eigu viðskiptabanka að stærstum hluta í eigu ríkisins, ekki í opnu söluferli og með einn tilboðsgjafa. „Í því felst m.a. að leggja sérstakt mat á orðsporsáhættu sem getur fylgt því að hafa söluferlið ekki opið og kanna hvort sérfræðiaðstoð þriðja aðila og/eða sjálfstæð áreiðanleikakönnun sé til þess fallin að veita bankanum aukinn aðgang að gögnum og upplýsingum um félagið í söluferlinu,“ segir FME.
FME telur Landsbankann hafa brugðist við
Þá hefur Landsbankinn tilkynnt um að hann hafi komið á fót aðgerðaáætlun til að efla stjórnarhætti bankans varðandi sölu eigna til að koma í veg fyrir sambærileg álitamál komi upp og við söluna á eignarhlutnum í Borgun. Þar kemur meðal annars fram að meginreglan sé að söluferli sé opið. Frávik frá þeirri meginreglu verður að vera rökstutt, skráð og háð samþykki bankaráðs.
FME segir að þar sem bankinn hefur að eigin frumkvæði tilkynnt stofnuninni að hann hafi í hyggju að grípa til aðgerða, í því skyni að taka þá þætti í starfsemi sinni er málið varðar til endurskoðunar, telur stofnunin ekki tilefni til frekari aðgerða að svo stöddu en óskar þó eftir að vera upplýst um framgang endurskoðunar á verklagi.
FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti
ingvar haraldsson skrifar

Mest lesið

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent



Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag
Viðskipti innlent

Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent

Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent

Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum
Viðskipti innlent