Bréfdúfur mæla umferðarmengun í London Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2016 09:25 Bréfdúfa með mengunarmæli á bakinu. Mengun af völdum bílaumferðar í London er mikil og borgaryfirvöld þar taka henni alvarlega, enda veldur hún ótímabærum dauða og veikindum margra íbúa. Til að stemma stigu við þessari mengun hyggst borgarstjóri London, Boris Johnson gera miðborgina svo til bíllausa árið 2020. Til að mæla mengunarástandið betur hefur London nú tekið í sýna þjónustu brédúfur til að mæla mengun í borginni. Þær mælingar sem hingað til hefur verið stuðst við eru staðbundnar og gefa ekki nægilega rétta mynd af ástandinu og því eru bréfdúfur látnar fljúga eftir ákveðnum leiðum með mælitæki á bakinu og með því mæla ástandið með nákvæmari hætti en áður. Mælibúnaðurinn sem bréfdúfurnar bera á bakinu mæla NOx mengun sem stafar að mestu frá dísilbílum, óson og önnur hættuleg efnasambönd. Íbúar borgarinnar eru hvattir til að stingu uppá stöðum sem vert er að mæla og eru dúfurnar látnar fljúga um þau svæði og með því eru borgarbúar gerðir virkir í að bæta loftumhverfi sitt og verða því meðvitaðri um mikilvægi þess. Afar vel er hugsað um þessar bréfdúfur sem gjarnan ná 20 ára aldri. Einnig stendur til að bjóða íbúum uppá að ganga eða hjóla með mengunarmæla til að virkja þá enn frekar og fá fram nákvæmari mælingar sem bregðast má við. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent
Mengun af völdum bílaumferðar í London er mikil og borgaryfirvöld þar taka henni alvarlega, enda veldur hún ótímabærum dauða og veikindum margra íbúa. Til að stemma stigu við þessari mengun hyggst borgarstjóri London, Boris Johnson gera miðborgina svo til bíllausa árið 2020. Til að mæla mengunarástandið betur hefur London nú tekið í sýna þjónustu brédúfur til að mæla mengun í borginni. Þær mælingar sem hingað til hefur verið stuðst við eru staðbundnar og gefa ekki nægilega rétta mynd af ástandinu og því eru bréfdúfur látnar fljúga eftir ákveðnum leiðum með mælitæki á bakinu og með því mæla ástandið með nákvæmari hætti en áður. Mælibúnaðurinn sem bréfdúfurnar bera á bakinu mæla NOx mengun sem stafar að mestu frá dísilbílum, óson og önnur hættuleg efnasambönd. Íbúar borgarinnar eru hvattir til að stingu uppá stöðum sem vert er að mæla og eru dúfurnar látnar fljúga um þau svæði og með því eru borgarbúar gerðir virkir í að bæta loftumhverfi sitt og verða því meðvitaðri um mikilvægi þess. Afar vel er hugsað um þessar bréfdúfur sem gjarnan ná 20 ára aldri. Einnig stendur til að bjóða íbúum uppá að ganga eða hjóla með mengunarmæla til að virkja þá enn frekar og fá fram nákvæmari mælingar sem bregðast má við.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent