Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins ingvar haraldsson skrifar 16. mars 2016 15:12 Steinþór Pálsson er forstjóri Landsbankans. Landsbankinn hefur falið lögmönnum að undirbúa málsókn vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014 til þess að endurheimta þá fjármuni sem bankinn fór á mis við í viðskiptunum.Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans.Á mánudaginn lýsti Bankasýsla ríkisins að allar skýringar bankaráðs Landsbankans á því hvers vegna 31,2 prósenta eignarhlutur Landsbankans í Borgun hefði í nóvember árið 2014 ekki verið seldur í opnu útboði hefði verið ófullnægjandi. Bankaráðinu voru gefnar tvær vikur til að bregðast við. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans sagði við RÚV í febrúar að bankinn myndi leita réttar sín ef kæmi í ljós að upplýsingum hafi verið haldið frá Landsbankanum í söluferlinu á hlut bankans í Borgun. Landsbankinn seldi hlut sinn í Borgun til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar. Landsbankinn seldi þá 25 prósenta hlut til Eignarhaldsfélagsins Borgunar á 1.751 milljón króna og 6,2 prósenta hlut til BPS, félags stjórnenda Borgunar, á 433 milljónir króna. Landsbankinn hefur lýst því yfir að hann hafi ekki hafa verið upplýstan um að Borgun ætti rétt á greiðslum myndi Visa Inc. nýta sér valrétt til að kaupa Visa Europe. Visa Inc. nýtti sér valréttinni í nóvember á síðasta ári og fær Borgun 6,5 milljarða greidda vegna þeirra viðskipta. Þá seldi hópur stjórnenda Borgunar þriðjung þess hlutar sem þeir keyptu af Landsbankanum í Borgun á 57 prósent hærra verði en bankinn seldi þeim. Söluverðið miðaðist við að heildarvirði Borgunar væri 11 milljarðar króna. Söluverð Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun, í nóvember 2014 átta mánuðum áður, miðaði við að Borgun væri metin á 7 milljarða króna.Þá var Borgun metin á 19 til 26 milljarða króna í verðmati sem fór fram fyrir áramót.Hvorki Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans né Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðs Landsbankans, vildu tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn ekki seldur á næstu mánuðum "Ég er mjög sáttur við að Bankasýslan bregðist við erindi mínu með þessum hætti. Þeir hafa tekið undir það að þetta mál hefur valdið bankanum vissu tjóni,‟ segir Bjarni Benediktsson, 15. mars 2016 08:00 Telja óeðlilegt að stjórnendur hafi verið í hópi einu fjárfestanna í Borgun Bankasýsla ríkisins telur að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. 14. mars 2016 10:33 Höskuldur vill að Bankasýslan hafi forgöngu um málsókn til að endurheimta Borgunarhlutinn „Hinir raunverulegu hagsmunir málsins eru þeir að almenningur tapaði ekki bara verulegum fjármunum heldur ótrúlega miklum fjármunum sem hlaupa á milljörðum króna,“ sagði Höskuldur Þórhallsson. 15. mars 2016 13:55 Treystir að Landsbankinn grípi ráðstafana til að auka traust á bankanum Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir að aðferðin við sölu á hlut Landsbankans í Borgun og valitor hafi skaðað bankann. 15. mars 2016 12:56 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Landsbankinn hefur falið lögmönnum að undirbúa málsókn vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014 til þess að endurheimta þá fjármuni sem bankinn fór á mis við í viðskiptunum.Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans.Á mánudaginn lýsti Bankasýsla ríkisins að allar skýringar bankaráðs Landsbankans á því hvers vegna 31,2 prósenta eignarhlutur Landsbankans í Borgun hefði í nóvember árið 2014 ekki verið seldur í opnu útboði hefði verið ófullnægjandi. Bankaráðinu voru gefnar tvær vikur til að bregðast við. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans sagði við RÚV í febrúar að bankinn myndi leita réttar sín ef kæmi í ljós að upplýsingum hafi verið haldið frá Landsbankanum í söluferlinu á hlut bankans í Borgun. Landsbankinn seldi hlut sinn í Borgun til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar. Landsbankinn seldi þá 25 prósenta hlut til Eignarhaldsfélagsins Borgunar á 1.751 milljón króna og 6,2 prósenta hlut til BPS, félags stjórnenda Borgunar, á 433 milljónir króna. Landsbankinn hefur lýst því yfir að hann hafi ekki hafa verið upplýstan um að Borgun ætti rétt á greiðslum myndi Visa Inc. nýta sér valrétt til að kaupa Visa Europe. Visa Inc. nýtti sér valréttinni í nóvember á síðasta ári og fær Borgun 6,5 milljarða greidda vegna þeirra viðskipta. Þá seldi hópur stjórnenda Borgunar þriðjung þess hlutar sem þeir keyptu af Landsbankanum í Borgun á 57 prósent hærra verði en bankinn seldi þeim. Söluverðið miðaðist við að heildarvirði Borgunar væri 11 milljarðar króna. Söluverð Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun, í nóvember 2014 átta mánuðum áður, miðaði við að Borgun væri metin á 7 milljarða króna.Þá var Borgun metin á 19 til 26 milljarða króna í verðmati sem fór fram fyrir áramót.Hvorki Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans né Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðs Landsbankans, vildu tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn ekki seldur á næstu mánuðum "Ég er mjög sáttur við að Bankasýslan bregðist við erindi mínu með þessum hætti. Þeir hafa tekið undir það að þetta mál hefur valdið bankanum vissu tjóni,‟ segir Bjarni Benediktsson, 15. mars 2016 08:00 Telja óeðlilegt að stjórnendur hafi verið í hópi einu fjárfestanna í Borgun Bankasýsla ríkisins telur að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. 14. mars 2016 10:33 Höskuldur vill að Bankasýslan hafi forgöngu um málsókn til að endurheimta Borgunarhlutinn „Hinir raunverulegu hagsmunir málsins eru þeir að almenningur tapaði ekki bara verulegum fjármunum heldur ótrúlega miklum fjármunum sem hlaupa á milljörðum króna,“ sagði Höskuldur Þórhallsson. 15. mars 2016 13:55 Treystir að Landsbankinn grípi ráðstafana til að auka traust á bankanum Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir að aðferðin við sölu á hlut Landsbankans í Borgun og valitor hafi skaðað bankann. 15. mars 2016 12:56 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Landsbankinn ekki seldur á næstu mánuðum "Ég er mjög sáttur við að Bankasýslan bregðist við erindi mínu með þessum hætti. Þeir hafa tekið undir það að þetta mál hefur valdið bankanum vissu tjóni,‟ segir Bjarni Benediktsson, 15. mars 2016 08:00
Telja óeðlilegt að stjórnendur hafi verið í hópi einu fjárfestanna í Borgun Bankasýsla ríkisins telur að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. 14. mars 2016 10:33
Höskuldur vill að Bankasýslan hafi forgöngu um málsókn til að endurheimta Borgunarhlutinn „Hinir raunverulegu hagsmunir málsins eru þeir að almenningur tapaði ekki bara verulegum fjármunum heldur ótrúlega miklum fjármunum sem hlaupa á milljörðum króna,“ sagði Höskuldur Þórhallsson. 15. mars 2016 13:55
Treystir að Landsbankinn grípi ráðstafana til að auka traust á bankanum Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir að aðferðin við sölu á hlut Landsbankans í Borgun og valitor hafi skaðað bankann. 15. mars 2016 12:56