Sérfræðingarnir kusu ekki Stephen Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2016 15:00 C.J. McCollum fer hér framhjá Stephen Curry. Vísir/Getty C.J. McCollum hjá Portland Trail Blazers var í dag valinn sá leikmaður í NBA-deildinni sem bætti sig mest á milli tímabila en bandarískir miðlar sögðu frá því hver hafi fengið „Most Improved Player Award“ fyrir tímabilið 2015-16. C.J. McCollum var á sínu þriðja ári í NBA-deildinni en hann fékk 559 stig og 101 atkvæði í fyrsta sæti í kjörinu. 130 fjölmiðlamenn sem fjalla að staðaldri um NBA-deildina voru með atkvæðisrétt að þessu sinni. Kemba Walker hjá Charlotte Hornets var annar í kjörinu með 166 stig og þriðji varð síðan Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks með 99 stig. Stephen Curry, besti leikmaður NBA í fyrra og væntanlega besti leikmaðurinn aftur í ár, endaði í fjórða sæti í kjörinu en margir voru á því að hann hafi átt þessi verðlaun skilið. Sjö settu Curry í fyrsta sætið á sínum lista. C.J. McCollum hækkaði meðalskor sitt um 6,8 stig upp í 20.8 stig í leik en hann náði sínum besta persónulega árangri í skotnýtingu (44,8 prósent), þriggja stiga skotnýtingu (41,7 prósent), stoðsendingum (4,3) og fráköstum (3,2). Stephen Curry hækkaði meðalskor sitt um 6,3 stig og var bæði með betri skotnýtingu og betri þriggja stiga nýtingu en í fyrra auk þess að stela fleiri boltum og taka fleiri fráköst. Golden State Warriors, lið Stephen Curry, vann líka 73 leiki á tímabilinu og setti nýtt og glæsilegt met. Curry bætti því sína tölfræði verulega og liðið stóð sig enn betur en það er ekkert grín að bæta sig þegar þú ert kominn á toppinn. C.J. McCollum er þriðji leikmaður Portland sem vinnur þessi verðlaun en hinir eru Kevin Duckworth (1978-88) og Zach Randolph (2003-04). NBA Tengdar fréttir Kawhi Leonard besti varnarmaður NBA annað árið í röð Kawhi Leonard, leikmaður San Antonio Spurs, hefur verið valinn besti varnarmaður NBA-deildarinnar í körfubolta en hann fékk þessi eftirsóttu verðlaun einnig í fyrra. 18. apríl 2016 14:30 Curry spilar líklega ekki í kvöld Besti körfuboltamaður heims, Stephen Curry, er enn að glíma við ökklameiðsli og afar ólíklegt að hann spili gegn Houston Rockets í kvöld. 21. apríl 2016 14:00 Harden sá um Golden State | Myndbönd Sjáðu geggjaða sigurkörfu James Harden gegn Golden State. 22. apríl 2016 07:15 Crawford besti sjötti maðurinn í þriðja sinn á ferlinum Jamal Crawford, bakvörður Los Angeles Clippers, var í dag valinn besti sjötti maður NBA-deildarinnar í körfubolta en forráðamenn NBA eru farnir að gera upp tímabilið og úthluta verðlaunum. 19. apríl 2016 15:45 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
C.J. McCollum hjá Portland Trail Blazers var í dag valinn sá leikmaður í NBA-deildinni sem bætti sig mest á milli tímabila en bandarískir miðlar sögðu frá því hver hafi fengið „Most Improved Player Award“ fyrir tímabilið 2015-16. C.J. McCollum var á sínu þriðja ári í NBA-deildinni en hann fékk 559 stig og 101 atkvæði í fyrsta sæti í kjörinu. 130 fjölmiðlamenn sem fjalla að staðaldri um NBA-deildina voru með atkvæðisrétt að þessu sinni. Kemba Walker hjá Charlotte Hornets var annar í kjörinu með 166 stig og þriðji varð síðan Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks með 99 stig. Stephen Curry, besti leikmaður NBA í fyrra og væntanlega besti leikmaðurinn aftur í ár, endaði í fjórða sæti í kjörinu en margir voru á því að hann hafi átt þessi verðlaun skilið. Sjö settu Curry í fyrsta sætið á sínum lista. C.J. McCollum hækkaði meðalskor sitt um 6,8 stig upp í 20.8 stig í leik en hann náði sínum besta persónulega árangri í skotnýtingu (44,8 prósent), þriggja stiga skotnýtingu (41,7 prósent), stoðsendingum (4,3) og fráköstum (3,2). Stephen Curry hækkaði meðalskor sitt um 6,3 stig og var bæði með betri skotnýtingu og betri þriggja stiga nýtingu en í fyrra auk þess að stela fleiri boltum og taka fleiri fráköst. Golden State Warriors, lið Stephen Curry, vann líka 73 leiki á tímabilinu og setti nýtt og glæsilegt met. Curry bætti því sína tölfræði verulega og liðið stóð sig enn betur en það er ekkert grín að bæta sig þegar þú ert kominn á toppinn. C.J. McCollum er þriðji leikmaður Portland sem vinnur þessi verðlaun en hinir eru Kevin Duckworth (1978-88) og Zach Randolph (2003-04).
NBA Tengdar fréttir Kawhi Leonard besti varnarmaður NBA annað árið í röð Kawhi Leonard, leikmaður San Antonio Spurs, hefur verið valinn besti varnarmaður NBA-deildarinnar í körfubolta en hann fékk þessi eftirsóttu verðlaun einnig í fyrra. 18. apríl 2016 14:30 Curry spilar líklega ekki í kvöld Besti körfuboltamaður heims, Stephen Curry, er enn að glíma við ökklameiðsli og afar ólíklegt að hann spili gegn Houston Rockets í kvöld. 21. apríl 2016 14:00 Harden sá um Golden State | Myndbönd Sjáðu geggjaða sigurkörfu James Harden gegn Golden State. 22. apríl 2016 07:15 Crawford besti sjötti maðurinn í þriðja sinn á ferlinum Jamal Crawford, bakvörður Los Angeles Clippers, var í dag valinn besti sjötti maður NBA-deildarinnar í körfubolta en forráðamenn NBA eru farnir að gera upp tímabilið og úthluta verðlaunum. 19. apríl 2016 15:45 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
Kawhi Leonard besti varnarmaður NBA annað árið í röð Kawhi Leonard, leikmaður San Antonio Spurs, hefur verið valinn besti varnarmaður NBA-deildarinnar í körfubolta en hann fékk þessi eftirsóttu verðlaun einnig í fyrra. 18. apríl 2016 14:30
Curry spilar líklega ekki í kvöld Besti körfuboltamaður heims, Stephen Curry, er enn að glíma við ökklameiðsli og afar ólíklegt að hann spili gegn Houston Rockets í kvöld. 21. apríl 2016 14:00
Harden sá um Golden State | Myndbönd Sjáðu geggjaða sigurkörfu James Harden gegn Golden State. 22. apríl 2016 07:15
Crawford besti sjötti maðurinn í þriðja sinn á ferlinum Jamal Crawford, bakvörður Los Angeles Clippers, var í dag valinn besti sjötti maður NBA-deildarinnar í körfubolta en forráðamenn NBA eru farnir að gera upp tímabilið og úthluta verðlaunum. 19. apríl 2016 15:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti