Breytingar á sýningum frá ensku úrvalsdeildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júlí 2016 14:27 Að gefnu tilefni vil ég skýra frá því hvernig breytingar verða á sýningum frá leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Stöð 2 Sport í vetur. Eins og áður hefur komið fram var sýningarréttur á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar endurnýjaður fyrr á þessu ári og tekur gildi í upphafi nýrrar leiktíðar sem hefst í næsta mánuði. Eftir útboðið varð ljóst að enski boltinn yrði áfram á Stöð 2 Sport en í þetta sinn með nýjum skilmálum. Það er ekki lengur heimilt að sýna nema einn leik í beinni útsendingu á laugardögum klukkan 15.00 en allir rétthafar í Evrópu verða að lúta sömu reglum ensku úrvalsdeildarinnar hvað þetta varðar. Er það hluti af baráttu deildarinnar gegn ólöglegu streymi frá leikjum úr enska boltanum. Þetta er nýtt fyrir áskrifendur stöðvarinnar en fyrirkomulagið er þekkt víða um heim. Ísland hefur verið eitt fárra landa sem hefur fengið undanþágu frá þessari reglu síðustu ár en nú reyndist ekki mögulegt að halda henni. Var það einhliða ákvörðun þeirra sem eiga sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni. Það er val okkar hvaða leikur verður sýndur klukkan 15.00 hverju sinni. Verður miðað við að hafa úrvalið sem fjölbreyttast fyrir áskrifendur okkar en við munum reyna eftir fremsta megni að sýna leiki þeirra liða sem vinsælust eru hér á landi. Þá viljum við einnig sýna sem mest af leikjum svokölluðu Íslendingaliðanna sem eru í dag Swansea og Burnley. Hafa ber þó í huga að það verður meiri dreifing á leikjum í hverri umferð en áður. Nú er sú nýjung að fjöldi leikja verður á dagskrá á föstudagskvöldum og oft verða einnig leikir á mánudagskvöldum. Sem fyrr eru þrír leiktímar á laugardögum (12.30, 15.00 og 17.30) og tveir á sunnudögum (13.30 og 16.00). Enska úrvalsdeildin reynir að raða niður leikjum „stóru liðanna“ þannig að það gerist sjaldan að þau spili á sama tíma, semsagt á laugardögum klukkan 15.00. Við ættum því að geta sýnt flesta leiki þessara liða í beinum útsendingum í vetur. Þeir leikir sem ekki eru í beinni útsendingu verða engu að síður sýndir á stöðvum okkar um leið og þess verður kostur. Slík dagskrá verður auglýst nánar síðar. Þá verða leikir sem fyrr gerðir upp í Messunni á Stöð 2 Sport, sem verður með nýju sniði í ár. Hún hefst með upphitun fyrir fyrsta leik á sunnudegi og lýkur með uppgjöri eftir síðasta leik sunnudags. Sunnudagarnir verða því þétt skipaðir í vetur. Útsendingarréttur á íþróttaviðburðum er dýr og hefur orðið dýrari með árunum. Það hefur óneitanlega áhrif á áskriftarverðið en við teljum að á Stöð 2 Sport séu áskrifendur okkar með aðgang að einu mesta úrvali íþróttaefnis sem hægt er að fá á einni sjónvarpsstöð. Áskrifendur að Stöð 2 Sport fá þar að auki aðgang að margvíslegu efni en vegleg umfjöllun er á stöðvum okkar um efstu deildir karla og kvenna í fótbolta (Pepsi-deildir karla og kvenna) og körfubolta (Domino's-deildir karla og kvenna). Þá sýnum við einnig leiki úr Meistaradeild Evrópu, Evrópudeild UEFA, spænsku úrvalsdeildinni, þýsku úrvalsdeildinni, Formúlu 1, Demantamótaröðinni í frjálsum, UFC, NFL, NBA og margt fleira. Síðastliðinn vetur var byrjað að bjóða staka leiki í sölu í gegnum sjónvarpsþjónustur og myndlykla og er það markmið okkar að þróa þetta enn frekar, svo að hver og einn geti fengið áskrift að afmörkuðu efni í ákveðinn tíma eftir því sem hentar hverjum og einum best. Ég vona að þetta svari spurningum sem áskrifendur okkar og áhugafólk um enska boltann hafa vegna þeirra breytinga sem eru fram undan. Ég óska öllum góðrar skemmtunar í besta sætinu í vetur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Að gefnu tilefni vil ég skýra frá því hvernig breytingar verða á sýningum frá leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Stöð 2 Sport í vetur. Eins og áður hefur komið fram var sýningarréttur á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar endurnýjaður fyrr á þessu ári og tekur gildi í upphafi nýrrar leiktíðar sem hefst í næsta mánuði. Eftir útboðið varð ljóst að enski boltinn yrði áfram á Stöð 2 Sport en í þetta sinn með nýjum skilmálum. Það er ekki lengur heimilt að sýna nema einn leik í beinni útsendingu á laugardögum klukkan 15.00 en allir rétthafar í Evrópu verða að lúta sömu reglum ensku úrvalsdeildarinnar hvað þetta varðar. Er það hluti af baráttu deildarinnar gegn ólöglegu streymi frá leikjum úr enska boltanum. Þetta er nýtt fyrir áskrifendur stöðvarinnar en fyrirkomulagið er þekkt víða um heim. Ísland hefur verið eitt fárra landa sem hefur fengið undanþágu frá þessari reglu síðustu ár en nú reyndist ekki mögulegt að halda henni. Var það einhliða ákvörðun þeirra sem eiga sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni. Það er val okkar hvaða leikur verður sýndur klukkan 15.00 hverju sinni. Verður miðað við að hafa úrvalið sem fjölbreyttast fyrir áskrifendur okkar en við munum reyna eftir fremsta megni að sýna leiki þeirra liða sem vinsælust eru hér á landi. Þá viljum við einnig sýna sem mest af leikjum svokölluðu Íslendingaliðanna sem eru í dag Swansea og Burnley. Hafa ber þó í huga að það verður meiri dreifing á leikjum í hverri umferð en áður. Nú er sú nýjung að fjöldi leikja verður á dagskrá á föstudagskvöldum og oft verða einnig leikir á mánudagskvöldum. Sem fyrr eru þrír leiktímar á laugardögum (12.30, 15.00 og 17.30) og tveir á sunnudögum (13.30 og 16.00). Enska úrvalsdeildin reynir að raða niður leikjum „stóru liðanna“ þannig að það gerist sjaldan að þau spili á sama tíma, semsagt á laugardögum klukkan 15.00. Við ættum því að geta sýnt flesta leiki þessara liða í beinum útsendingum í vetur. Þeir leikir sem ekki eru í beinni útsendingu verða engu að síður sýndir á stöðvum okkar um leið og þess verður kostur. Slík dagskrá verður auglýst nánar síðar. Þá verða leikir sem fyrr gerðir upp í Messunni á Stöð 2 Sport, sem verður með nýju sniði í ár. Hún hefst með upphitun fyrir fyrsta leik á sunnudegi og lýkur með uppgjöri eftir síðasta leik sunnudags. Sunnudagarnir verða því þétt skipaðir í vetur. Útsendingarréttur á íþróttaviðburðum er dýr og hefur orðið dýrari með árunum. Það hefur óneitanlega áhrif á áskriftarverðið en við teljum að á Stöð 2 Sport séu áskrifendur okkar með aðgang að einu mesta úrvali íþróttaefnis sem hægt er að fá á einni sjónvarpsstöð. Áskrifendur að Stöð 2 Sport fá þar að auki aðgang að margvíslegu efni en vegleg umfjöllun er á stöðvum okkar um efstu deildir karla og kvenna í fótbolta (Pepsi-deildir karla og kvenna) og körfubolta (Domino's-deildir karla og kvenna). Þá sýnum við einnig leiki úr Meistaradeild Evrópu, Evrópudeild UEFA, spænsku úrvalsdeildinni, þýsku úrvalsdeildinni, Formúlu 1, Demantamótaröðinni í frjálsum, UFC, NFL, NBA og margt fleira. Síðastliðinn vetur var byrjað að bjóða staka leiki í sölu í gegnum sjónvarpsþjónustur og myndlykla og er það markmið okkar að þróa þetta enn frekar, svo að hver og einn geti fengið áskrift að afmörkuðu efni í ákveðinn tíma eftir því sem hentar hverjum og einum best. Ég vona að þetta svari spurningum sem áskrifendur okkar og áhugafólk um enska boltann hafa vegna þeirra breytinga sem eru fram undan. Ég óska öllum góðrar skemmtunar í besta sætinu í vetur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar