Breytingar á sýningum frá ensku úrvalsdeildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júlí 2016 14:27 Að gefnu tilefni vil ég skýra frá því hvernig breytingar verða á sýningum frá leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Stöð 2 Sport í vetur. Eins og áður hefur komið fram var sýningarréttur á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar endurnýjaður fyrr á þessu ári og tekur gildi í upphafi nýrrar leiktíðar sem hefst í næsta mánuði. Eftir útboðið varð ljóst að enski boltinn yrði áfram á Stöð 2 Sport en í þetta sinn með nýjum skilmálum. Það er ekki lengur heimilt að sýna nema einn leik í beinni útsendingu á laugardögum klukkan 15.00 en allir rétthafar í Evrópu verða að lúta sömu reglum ensku úrvalsdeildarinnar hvað þetta varðar. Er það hluti af baráttu deildarinnar gegn ólöglegu streymi frá leikjum úr enska boltanum. Þetta er nýtt fyrir áskrifendur stöðvarinnar en fyrirkomulagið er þekkt víða um heim. Ísland hefur verið eitt fárra landa sem hefur fengið undanþágu frá þessari reglu síðustu ár en nú reyndist ekki mögulegt að halda henni. Var það einhliða ákvörðun þeirra sem eiga sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni. Það er val okkar hvaða leikur verður sýndur klukkan 15.00 hverju sinni. Verður miðað við að hafa úrvalið sem fjölbreyttast fyrir áskrifendur okkar en við munum reyna eftir fremsta megni að sýna leiki þeirra liða sem vinsælust eru hér á landi. Þá viljum við einnig sýna sem mest af leikjum svokölluðu Íslendingaliðanna sem eru í dag Swansea og Burnley. Hafa ber þó í huga að það verður meiri dreifing á leikjum í hverri umferð en áður. Nú er sú nýjung að fjöldi leikja verður á dagskrá á föstudagskvöldum og oft verða einnig leikir á mánudagskvöldum. Sem fyrr eru þrír leiktímar á laugardögum (12.30, 15.00 og 17.30) og tveir á sunnudögum (13.30 og 16.00). Enska úrvalsdeildin reynir að raða niður leikjum „stóru liðanna“ þannig að það gerist sjaldan að þau spili á sama tíma, semsagt á laugardögum klukkan 15.00. Við ættum því að geta sýnt flesta leiki þessara liða í beinum útsendingum í vetur. Þeir leikir sem ekki eru í beinni útsendingu verða engu að síður sýndir á stöðvum okkar um leið og þess verður kostur. Slík dagskrá verður auglýst nánar síðar. Þá verða leikir sem fyrr gerðir upp í Messunni á Stöð 2 Sport, sem verður með nýju sniði í ár. Hún hefst með upphitun fyrir fyrsta leik á sunnudegi og lýkur með uppgjöri eftir síðasta leik sunnudags. Sunnudagarnir verða því þétt skipaðir í vetur. Útsendingarréttur á íþróttaviðburðum er dýr og hefur orðið dýrari með árunum. Það hefur óneitanlega áhrif á áskriftarverðið en við teljum að á Stöð 2 Sport séu áskrifendur okkar með aðgang að einu mesta úrvali íþróttaefnis sem hægt er að fá á einni sjónvarpsstöð. Áskrifendur að Stöð 2 Sport fá þar að auki aðgang að margvíslegu efni en vegleg umfjöllun er á stöðvum okkar um efstu deildir karla og kvenna í fótbolta (Pepsi-deildir karla og kvenna) og körfubolta (Domino's-deildir karla og kvenna). Þá sýnum við einnig leiki úr Meistaradeild Evrópu, Evrópudeild UEFA, spænsku úrvalsdeildinni, þýsku úrvalsdeildinni, Formúlu 1, Demantamótaröðinni í frjálsum, UFC, NFL, NBA og margt fleira. Síðastliðinn vetur var byrjað að bjóða staka leiki í sölu í gegnum sjónvarpsþjónustur og myndlykla og er það markmið okkar að þróa þetta enn frekar, svo að hver og einn geti fengið áskrift að afmörkuðu efni í ákveðinn tíma eftir því sem hentar hverjum og einum best. Ég vona að þetta svari spurningum sem áskrifendur okkar og áhugafólk um enska boltann hafa vegna þeirra breytinga sem eru fram undan. Ég óska öllum góðrar skemmtunar í besta sætinu í vetur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Sjá meira
Að gefnu tilefni vil ég skýra frá því hvernig breytingar verða á sýningum frá leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Stöð 2 Sport í vetur. Eins og áður hefur komið fram var sýningarréttur á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar endurnýjaður fyrr á þessu ári og tekur gildi í upphafi nýrrar leiktíðar sem hefst í næsta mánuði. Eftir útboðið varð ljóst að enski boltinn yrði áfram á Stöð 2 Sport en í þetta sinn með nýjum skilmálum. Það er ekki lengur heimilt að sýna nema einn leik í beinni útsendingu á laugardögum klukkan 15.00 en allir rétthafar í Evrópu verða að lúta sömu reglum ensku úrvalsdeildarinnar hvað þetta varðar. Er það hluti af baráttu deildarinnar gegn ólöglegu streymi frá leikjum úr enska boltanum. Þetta er nýtt fyrir áskrifendur stöðvarinnar en fyrirkomulagið er þekkt víða um heim. Ísland hefur verið eitt fárra landa sem hefur fengið undanþágu frá þessari reglu síðustu ár en nú reyndist ekki mögulegt að halda henni. Var það einhliða ákvörðun þeirra sem eiga sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni. Það er val okkar hvaða leikur verður sýndur klukkan 15.00 hverju sinni. Verður miðað við að hafa úrvalið sem fjölbreyttast fyrir áskrifendur okkar en við munum reyna eftir fremsta megni að sýna leiki þeirra liða sem vinsælust eru hér á landi. Þá viljum við einnig sýna sem mest af leikjum svokölluðu Íslendingaliðanna sem eru í dag Swansea og Burnley. Hafa ber þó í huga að það verður meiri dreifing á leikjum í hverri umferð en áður. Nú er sú nýjung að fjöldi leikja verður á dagskrá á föstudagskvöldum og oft verða einnig leikir á mánudagskvöldum. Sem fyrr eru þrír leiktímar á laugardögum (12.30, 15.00 og 17.30) og tveir á sunnudögum (13.30 og 16.00). Enska úrvalsdeildin reynir að raða niður leikjum „stóru liðanna“ þannig að það gerist sjaldan að þau spili á sama tíma, semsagt á laugardögum klukkan 15.00. Við ættum því að geta sýnt flesta leiki þessara liða í beinum útsendingum í vetur. Þeir leikir sem ekki eru í beinni útsendingu verða engu að síður sýndir á stöðvum okkar um leið og þess verður kostur. Slík dagskrá verður auglýst nánar síðar. Þá verða leikir sem fyrr gerðir upp í Messunni á Stöð 2 Sport, sem verður með nýju sniði í ár. Hún hefst með upphitun fyrir fyrsta leik á sunnudegi og lýkur með uppgjöri eftir síðasta leik sunnudags. Sunnudagarnir verða því þétt skipaðir í vetur. Útsendingarréttur á íþróttaviðburðum er dýr og hefur orðið dýrari með árunum. Það hefur óneitanlega áhrif á áskriftarverðið en við teljum að á Stöð 2 Sport séu áskrifendur okkar með aðgang að einu mesta úrvali íþróttaefnis sem hægt er að fá á einni sjónvarpsstöð. Áskrifendur að Stöð 2 Sport fá þar að auki aðgang að margvíslegu efni en vegleg umfjöllun er á stöðvum okkar um efstu deildir karla og kvenna í fótbolta (Pepsi-deildir karla og kvenna) og körfubolta (Domino's-deildir karla og kvenna). Þá sýnum við einnig leiki úr Meistaradeild Evrópu, Evrópudeild UEFA, spænsku úrvalsdeildinni, þýsku úrvalsdeildinni, Formúlu 1, Demantamótaröðinni í frjálsum, UFC, NFL, NBA og margt fleira. Síðastliðinn vetur var byrjað að bjóða staka leiki í sölu í gegnum sjónvarpsþjónustur og myndlykla og er það markmið okkar að þróa þetta enn frekar, svo að hver og einn geti fengið áskrift að afmörkuðu efni í ákveðinn tíma eftir því sem hentar hverjum og einum best. Ég vona að þetta svari spurningum sem áskrifendur okkar og áhugafólk um enska boltann hafa vegna þeirra breytinga sem eru fram undan. Ég óska öllum góðrar skemmtunar í besta sætinu í vetur.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar