Mamma mín vill valkost... eins og Björt framtíð Nichole Leigh Mosty skrifar 22. október 2016 07:00 Ég átti afmæli á miðvikudaginn og þið tókuð kannski eftir því að við fengum heimsókn af því tilefni með nafni mínu Nicole, leifar af fellibylnum sem skall á okkur. Ef ég gæti myndi ég biðjast afsökunar á honum því við höfum aldrei gaman af slíkum stormum. Ég get það bara því miður ekki. Eins og gengur gerist á afmælisdögum fékk ég einnig símtal frá móður minni. Mamma býr í Bandaríkjunum og er að fylgjast vel með storminum sem hér ríkir. Reyndar ekki Nicole, heldur Nichole sem er í miðjum pólitískum stormi. Mamma skilur ekki allt sem sagt og gert er en hefur þá tilfinningu að hér á landi sé skemmtilegri stormur en sá sem gengur yfir heima hjá henni. Hún sagði við mig: „Mér finnst það ósanngjarnt að vita að á Íslandi fái kjósendur að kjósa fyrir sig og fólk eins og þig… ég þarf ekkert að velja milli bara Trump og Hillary! Í rauninni er ég að fara að kjósa á móti einhverjum frekar en fyrir einhvern. Ég hef ekkert val í raun og veru“. Er þetta ekki rétt hjá elsku bestu mömmu minni? Við höfum val og margt að velja úr og vitið þið, fólk öfundar okkur Íslendinga fyrir að hafa þetta val. Hér er það ekki beinlínis svart eða hvítt, vinstri eða hægri, þó að það virðist vera ákveðinn vilji núna að stilla kosningabaráttunni upp með þeim hætti. Björt framtíð er grænn frjálslyndur miðju flokkur og fjólublár er okkar litur. Vissu þið að fjólublár táknar jafnvægi, innri ró, sköpun, hugrekki og veitir manni innblástur? Er það ekki málið að Björt framtíð biður fólk upp á jafnvægi og sanngjarnt val? Björt framtíð tekur afstöðu til málefna út frá almannahagsmunum og langtímaþróun í okkar samfélagi. Björt framtíð vill bæta og breyta kerfum, svo að hún vinnur bæði fyrir hag samfélagsins og jöfnuð í samfélaginu. Sem dæmi vil ég nefna að Björt framtíð hefur ekki fengið styrki frá fyrirtækjum. Ársreikningur flokksins sýnir að við höfum ekki fengið neina styrki frá fyrirtækjum og ekkert framlag frá einstaklingum sem var hærra en 200 þúsund krónur. Samanlagt námu slík framlög rúmar tvær milljónir. Flokkurinn fékk 7,3 milljónir frá sveitarfélögum vegna bæjar-og borgarfulltrúa og 31,3 milljónir úr ríkissjóði. Við lok ársins var hagnaður því tæpar 18 milljónir. Við stöndum við þau orð að gæta almannahagsmuna með því að hvorki skuldbinda okkur, né leyfa þeim sem hafa sérhagsmuna að gæta að hafa áhrif á okkar vinnu. Það má hins vegar beina athygli að því að Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fengu samanlagt um þrjátíu milljónir í styrki frá fyrirtækjum. Flokkurinn með hæstu styrkina var Sjálfstæðisflokkur en hann hefur fengið 19 milljónir króna frá ýmsum fyrirtækjum og útgerðarfyrirtækjum, sem voru þar í áberandi hlutverki. Það er tæplega vika í kosningar og pólitískur stormur ríkir yfir okkur. Allar klær eru á lofti og fólk vilja skýra fyrir kjósendum hver sé hægri og hver vinstri, hverjir séu hvítir og hverjir svartir. Sumir vilja líkja Bjartri framtíð við hægri pólitík og aðrir ýta flokknum alla leið til vinstri. Við stöndum hins vegar fast á okkar gildum hér á miðjunni með fjólubláan skjöld, heiðarleika og einlægni að vopni. Við viljum tala um málefni sem skipta okkur máli. Við viljum hlusta á ykkur og gera okkar besta til að breyta þeim kerfum sem þjóna samfélaginu ekki nægjanlega vel. Ég get ekki beðið ykkur afsökunar á fellibylnum Nicole sem skall á okkur en ég get hins vegar beðið þjóðina afsökunar á því ástandi sem ríkir yfir okkur núna. Það virðist vera það eftirsóknarvert að vinna með okkur að sumir hafa reynt að búa til einhvers konar vesen við að reyna að skýra okkar stöðu. Ég segi aftur, við erum frjálslyndur miðju flokkur sem vill þjóna íslensku þjóðinni. Við erum flokkur sem mamma mín, og margir fleiri af mínum fyrrum heimamönnum, dreymir um að fá sem valkost þegar þau mæta í kjörklefann. Til hamingju með að hafa val á Bjartri framtíð hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Nichole Leigh Mosty Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég átti afmæli á miðvikudaginn og þið tókuð kannski eftir því að við fengum heimsókn af því tilefni með nafni mínu Nicole, leifar af fellibylnum sem skall á okkur. Ef ég gæti myndi ég biðjast afsökunar á honum því við höfum aldrei gaman af slíkum stormum. Ég get það bara því miður ekki. Eins og gengur gerist á afmælisdögum fékk ég einnig símtal frá móður minni. Mamma býr í Bandaríkjunum og er að fylgjast vel með storminum sem hér ríkir. Reyndar ekki Nicole, heldur Nichole sem er í miðjum pólitískum stormi. Mamma skilur ekki allt sem sagt og gert er en hefur þá tilfinningu að hér á landi sé skemmtilegri stormur en sá sem gengur yfir heima hjá henni. Hún sagði við mig: „Mér finnst það ósanngjarnt að vita að á Íslandi fái kjósendur að kjósa fyrir sig og fólk eins og þig… ég þarf ekkert að velja milli bara Trump og Hillary! Í rauninni er ég að fara að kjósa á móti einhverjum frekar en fyrir einhvern. Ég hef ekkert val í raun og veru“. Er þetta ekki rétt hjá elsku bestu mömmu minni? Við höfum val og margt að velja úr og vitið þið, fólk öfundar okkur Íslendinga fyrir að hafa þetta val. Hér er það ekki beinlínis svart eða hvítt, vinstri eða hægri, þó að það virðist vera ákveðinn vilji núna að stilla kosningabaráttunni upp með þeim hætti. Björt framtíð er grænn frjálslyndur miðju flokkur og fjólublár er okkar litur. Vissu þið að fjólublár táknar jafnvægi, innri ró, sköpun, hugrekki og veitir manni innblástur? Er það ekki málið að Björt framtíð biður fólk upp á jafnvægi og sanngjarnt val? Björt framtíð tekur afstöðu til málefna út frá almannahagsmunum og langtímaþróun í okkar samfélagi. Björt framtíð vill bæta og breyta kerfum, svo að hún vinnur bæði fyrir hag samfélagsins og jöfnuð í samfélaginu. Sem dæmi vil ég nefna að Björt framtíð hefur ekki fengið styrki frá fyrirtækjum. Ársreikningur flokksins sýnir að við höfum ekki fengið neina styrki frá fyrirtækjum og ekkert framlag frá einstaklingum sem var hærra en 200 þúsund krónur. Samanlagt námu slík framlög rúmar tvær milljónir. Flokkurinn fékk 7,3 milljónir frá sveitarfélögum vegna bæjar-og borgarfulltrúa og 31,3 milljónir úr ríkissjóði. Við lok ársins var hagnaður því tæpar 18 milljónir. Við stöndum við þau orð að gæta almannahagsmuna með því að hvorki skuldbinda okkur, né leyfa þeim sem hafa sérhagsmuna að gæta að hafa áhrif á okkar vinnu. Það má hins vegar beina athygli að því að Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fengu samanlagt um þrjátíu milljónir í styrki frá fyrirtækjum. Flokkurinn með hæstu styrkina var Sjálfstæðisflokkur en hann hefur fengið 19 milljónir króna frá ýmsum fyrirtækjum og útgerðarfyrirtækjum, sem voru þar í áberandi hlutverki. Það er tæplega vika í kosningar og pólitískur stormur ríkir yfir okkur. Allar klær eru á lofti og fólk vilja skýra fyrir kjósendum hver sé hægri og hver vinstri, hverjir séu hvítir og hverjir svartir. Sumir vilja líkja Bjartri framtíð við hægri pólitík og aðrir ýta flokknum alla leið til vinstri. Við stöndum hins vegar fast á okkar gildum hér á miðjunni með fjólubláan skjöld, heiðarleika og einlægni að vopni. Við viljum tala um málefni sem skipta okkur máli. Við viljum hlusta á ykkur og gera okkar besta til að breyta þeim kerfum sem þjóna samfélaginu ekki nægjanlega vel. Ég get ekki beðið ykkur afsökunar á fellibylnum Nicole sem skall á okkur en ég get hins vegar beðið þjóðina afsökunar á því ástandi sem ríkir yfir okkur núna. Það virðist vera það eftirsóknarvert að vinna með okkur að sumir hafa reynt að búa til einhvers konar vesen við að reyna að skýra okkar stöðu. Ég segi aftur, við erum frjálslyndur miðju flokkur sem vill þjóna íslensku þjóðinni. Við erum flokkur sem mamma mín, og margir fleiri af mínum fyrrum heimamönnum, dreymir um að fá sem valkost þegar þau mæta í kjörklefann. Til hamingju með að hafa val á Bjartri framtíð hér á landi.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun