Þrjár óskir Steinunn Knútsdóttir skrifar 22. október 2016 07:00 Ég á mér ósk um að allir á Íslandi fái að njóta danslistar, leiklistar og allra þeirra sviðslista sem víkka hugann, gerir heiminn stærri og hugmyndirnar um lífið og tilveruna fjölbreyttar og ríkari. Að barn hvar sem það er búsett á landinu geti upplifað, séð og reynt töfraheim sviðslistanna. Í dag er aðgangur að fjölbreyttum sviðslistum takmarkaður á landsbyggðinni. Ég á mér ósk um að á Íslandi getum við menntað sviðlistafólk á breiðu rófi sviðslistanna til þess takast á við samtíma sinn og að menntun þeirra sé metin til jafns við annað háskólanám. Í dag er námsframboð í sviðslistadeild takmarkað vegna skort á fjárframlögum og nemendur í sviðslistum borga há skólagjöld til Listaháskólans svo hann geti staðið undir þeirri grunnþjónustu sem hann býður. Ég á mér ósk um að aðstaða til sviðslistamenntunar á Íslandi sé sambærileg við það sem gengur og gerist á Norðurlöndum, að nemendur geti unnið sviðsverk á frambærilegum leiksviðum og dansgólfum, í salarkynnum sem rúmar stefnumót listamannanna við áhorfendur. Í dag fer kennsla í sviðslistum á háskólastigi fram í óhentugu húsnæði á þremur stöðum í borginni, engin aðstaða er til þess að bjóða áhorfendum á nemendasýningar dansbrautar og leikhús deildarinnar tekur aðeins 50 áhorfendur í sæti.Hugvit, orka og hæfileikar Þetta eru aðeins brot af mínum óskum um framtíð sviðslista og sviðslistamenntunar á Íslandi. Það er skrýtið að láta sig dreyma um hluti sem eru sjálfsagðir því allar þessar óskir gætu svo auðveldlega ræst ef nægilegu fjármagn væri veitt til starfsemi Listaháskólans Íslands. Sviðslistadeild Listaháskólans býr yfir miklum mannauði, metnaði og hugmyndaauðgi og getur borið sig saman við sambærilegar stofnanir í nágrannalöndunum varðandi flest annað en aðstöðu. Deildin er í öflugu samstarfi við starfsumhverfi sviðslista á Íslandi og láta útskrifaðir nemendur til sín taka á fjölbreyttum vettvangi sviðslista, fjölmiðla, menntunar og kvikmynda. Við erum rík af hugviti, orku og hæfileikum en pyngjan er tóm og takmarkar það mjög umsvif og möguleika til framþróunar. Ef vilji er fyrir hendi væri hægt að kenna allar greinar sviðslista við Listaháskólann, á bakkalárstigi, meistarastigi og doktorsstigi: Leikstjórn, danssmíðar, leikritun, sviðslistafræði, leikmyndahönnun, búningahönnun, förðun, ljósa- og hljóðhönnun, sýningarstjórn og leikhústækni. Ef vilji er fyrir hendi gæti Listaháskólinn átt fullbúið leikhús og danssal til sýningar á nemendaverkum. Ef vilji er fyrir hendi gæti sviðslistdeildin Listaháskólans rekið útibú í hverjum landsfjórðungi, farið í leikferðir í kringum landið og unnið þar verkefni í tengslum við samfélagið, haldið námskeið og kynningar. Óskir geta ræst, ef vilji er fyrir hendi. Í aðdraganda kosninga spyr ég þá sem ætla sér að setjast í ríkisstjórn: Er vilji fyrir hendi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ég á mér ósk um að allir á Íslandi fái að njóta danslistar, leiklistar og allra þeirra sviðslista sem víkka hugann, gerir heiminn stærri og hugmyndirnar um lífið og tilveruna fjölbreyttar og ríkari. Að barn hvar sem það er búsett á landinu geti upplifað, séð og reynt töfraheim sviðslistanna. Í dag er aðgangur að fjölbreyttum sviðslistum takmarkaður á landsbyggðinni. Ég á mér ósk um að á Íslandi getum við menntað sviðlistafólk á breiðu rófi sviðslistanna til þess takast á við samtíma sinn og að menntun þeirra sé metin til jafns við annað háskólanám. Í dag er námsframboð í sviðslistadeild takmarkað vegna skort á fjárframlögum og nemendur í sviðslistum borga há skólagjöld til Listaháskólans svo hann geti staðið undir þeirri grunnþjónustu sem hann býður. Ég á mér ósk um að aðstaða til sviðslistamenntunar á Íslandi sé sambærileg við það sem gengur og gerist á Norðurlöndum, að nemendur geti unnið sviðsverk á frambærilegum leiksviðum og dansgólfum, í salarkynnum sem rúmar stefnumót listamannanna við áhorfendur. Í dag fer kennsla í sviðslistum á háskólastigi fram í óhentugu húsnæði á þremur stöðum í borginni, engin aðstaða er til þess að bjóða áhorfendum á nemendasýningar dansbrautar og leikhús deildarinnar tekur aðeins 50 áhorfendur í sæti.Hugvit, orka og hæfileikar Þetta eru aðeins brot af mínum óskum um framtíð sviðslista og sviðslistamenntunar á Íslandi. Það er skrýtið að láta sig dreyma um hluti sem eru sjálfsagðir því allar þessar óskir gætu svo auðveldlega ræst ef nægilegu fjármagn væri veitt til starfsemi Listaháskólans Íslands. Sviðslistadeild Listaháskólans býr yfir miklum mannauði, metnaði og hugmyndaauðgi og getur borið sig saman við sambærilegar stofnanir í nágrannalöndunum varðandi flest annað en aðstöðu. Deildin er í öflugu samstarfi við starfsumhverfi sviðslista á Íslandi og láta útskrifaðir nemendur til sín taka á fjölbreyttum vettvangi sviðslista, fjölmiðla, menntunar og kvikmynda. Við erum rík af hugviti, orku og hæfileikum en pyngjan er tóm og takmarkar það mjög umsvif og möguleika til framþróunar. Ef vilji er fyrir hendi væri hægt að kenna allar greinar sviðslista við Listaháskólann, á bakkalárstigi, meistarastigi og doktorsstigi: Leikstjórn, danssmíðar, leikritun, sviðslistafræði, leikmyndahönnun, búningahönnun, förðun, ljósa- og hljóðhönnun, sýningarstjórn og leikhústækni. Ef vilji er fyrir hendi gæti Listaháskólinn átt fullbúið leikhús og danssal til sýningar á nemendaverkum. Ef vilji er fyrir hendi gæti sviðslistdeildin Listaháskólans rekið útibú í hverjum landsfjórðungi, farið í leikferðir í kringum landið og unnið þar verkefni í tengslum við samfélagið, haldið námskeið og kynningar. Óskir geta ræst, ef vilji er fyrir hendi. Í aðdraganda kosninga spyr ég þá sem ætla sér að setjast í ríkisstjórn: Er vilji fyrir hendi?
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar