Þrjár óskir Steinunn Knútsdóttir skrifar 22. október 2016 07:00 Ég á mér ósk um að allir á Íslandi fái að njóta danslistar, leiklistar og allra þeirra sviðslista sem víkka hugann, gerir heiminn stærri og hugmyndirnar um lífið og tilveruna fjölbreyttar og ríkari. Að barn hvar sem það er búsett á landinu geti upplifað, séð og reynt töfraheim sviðslistanna. Í dag er aðgangur að fjölbreyttum sviðslistum takmarkaður á landsbyggðinni. Ég á mér ósk um að á Íslandi getum við menntað sviðlistafólk á breiðu rófi sviðslistanna til þess takast á við samtíma sinn og að menntun þeirra sé metin til jafns við annað háskólanám. Í dag er námsframboð í sviðslistadeild takmarkað vegna skort á fjárframlögum og nemendur í sviðslistum borga há skólagjöld til Listaháskólans svo hann geti staðið undir þeirri grunnþjónustu sem hann býður. Ég á mér ósk um að aðstaða til sviðslistamenntunar á Íslandi sé sambærileg við það sem gengur og gerist á Norðurlöndum, að nemendur geti unnið sviðsverk á frambærilegum leiksviðum og dansgólfum, í salarkynnum sem rúmar stefnumót listamannanna við áhorfendur. Í dag fer kennsla í sviðslistum á háskólastigi fram í óhentugu húsnæði á þremur stöðum í borginni, engin aðstaða er til þess að bjóða áhorfendum á nemendasýningar dansbrautar og leikhús deildarinnar tekur aðeins 50 áhorfendur í sæti.Hugvit, orka og hæfileikar Þetta eru aðeins brot af mínum óskum um framtíð sviðslista og sviðslistamenntunar á Íslandi. Það er skrýtið að láta sig dreyma um hluti sem eru sjálfsagðir því allar þessar óskir gætu svo auðveldlega ræst ef nægilegu fjármagn væri veitt til starfsemi Listaháskólans Íslands. Sviðslistadeild Listaháskólans býr yfir miklum mannauði, metnaði og hugmyndaauðgi og getur borið sig saman við sambærilegar stofnanir í nágrannalöndunum varðandi flest annað en aðstöðu. Deildin er í öflugu samstarfi við starfsumhverfi sviðslista á Íslandi og láta útskrifaðir nemendur til sín taka á fjölbreyttum vettvangi sviðslista, fjölmiðla, menntunar og kvikmynda. Við erum rík af hugviti, orku og hæfileikum en pyngjan er tóm og takmarkar það mjög umsvif og möguleika til framþróunar. Ef vilji er fyrir hendi væri hægt að kenna allar greinar sviðslista við Listaháskólann, á bakkalárstigi, meistarastigi og doktorsstigi: Leikstjórn, danssmíðar, leikritun, sviðslistafræði, leikmyndahönnun, búningahönnun, förðun, ljósa- og hljóðhönnun, sýningarstjórn og leikhústækni. Ef vilji er fyrir hendi gæti Listaháskólinn átt fullbúið leikhús og danssal til sýningar á nemendaverkum. Ef vilji er fyrir hendi gæti sviðslistdeildin Listaháskólans rekið útibú í hverjum landsfjórðungi, farið í leikferðir í kringum landið og unnið þar verkefni í tengslum við samfélagið, haldið námskeið og kynningar. Óskir geta ræst, ef vilji er fyrir hendi. Í aðdraganda kosninga spyr ég þá sem ætla sér að setjast í ríkisstjórn: Er vilji fyrir hendi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég á mér ósk um að allir á Íslandi fái að njóta danslistar, leiklistar og allra þeirra sviðslista sem víkka hugann, gerir heiminn stærri og hugmyndirnar um lífið og tilveruna fjölbreyttar og ríkari. Að barn hvar sem það er búsett á landinu geti upplifað, séð og reynt töfraheim sviðslistanna. Í dag er aðgangur að fjölbreyttum sviðslistum takmarkaður á landsbyggðinni. Ég á mér ósk um að á Íslandi getum við menntað sviðlistafólk á breiðu rófi sviðslistanna til þess takast á við samtíma sinn og að menntun þeirra sé metin til jafns við annað háskólanám. Í dag er námsframboð í sviðslistadeild takmarkað vegna skort á fjárframlögum og nemendur í sviðslistum borga há skólagjöld til Listaháskólans svo hann geti staðið undir þeirri grunnþjónustu sem hann býður. Ég á mér ósk um að aðstaða til sviðslistamenntunar á Íslandi sé sambærileg við það sem gengur og gerist á Norðurlöndum, að nemendur geti unnið sviðsverk á frambærilegum leiksviðum og dansgólfum, í salarkynnum sem rúmar stefnumót listamannanna við áhorfendur. Í dag fer kennsla í sviðslistum á háskólastigi fram í óhentugu húsnæði á þremur stöðum í borginni, engin aðstaða er til þess að bjóða áhorfendum á nemendasýningar dansbrautar og leikhús deildarinnar tekur aðeins 50 áhorfendur í sæti.Hugvit, orka og hæfileikar Þetta eru aðeins brot af mínum óskum um framtíð sviðslista og sviðslistamenntunar á Íslandi. Það er skrýtið að láta sig dreyma um hluti sem eru sjálfsagðir því allar þessar óskir gætu svo auðveldlega ræst ef nægilegu fjármagn væri veitt til starfsemi Listaháskólans Íslands. Sviðslistadeild Listaháskólans býr yfir miklum mannauði, metnaði og hugmyndaauðgi og getur borið sig saman við sambærilegar stofnanir í nágrannalöndunum varðandi flest annað en aðstöðu. Deildin er í öflugu samstarfi við starfsumhverfi sviðslista á Íslandi og láta útskrifaðir nemendur til sín taka á fjölbreyttum vettvangi sviðslista, fjölmiðla, menntunar og kvikmynda. Við erum rík af hugviti, orku og hæfileikum en pyngjan er tóm og takmarkar það mjög umsvif og möguleika til framþróunar. Ef vilji er fyrir hendi væri hægt að kenna allar greinar sviðslista við Listaháskólann, á bakkalárstigi, meistarastigi og doktorsstigi: Leikstjórn, danssmíðar, leikritun, sviðslistafræði, leikmyndahönnun, búningahönnun, förðun, ljósa- og hljóðhönnun, sýningarstjórn og leikhústækni. Ef vilji er fyrir hendi gæti Listaháskólinn átt fullbúið leikhús og danssal til sýningar á nemendaverkum. Ef vilji er fyrir hendi gæti sviðslistdeildin Listaháskólans rekið útibú í hverjum landsfjórðungi, farið í leikferðir í kringum landið og unnið þar verkefni í tengslum við samfélagið, haldið námskeið og kynningar. Óskir geta ræst, ef vilji er fyrir hendi. Í aðdraganda kosninga spyr ég þá sem ætla sér að setjast í ríkisstjórn: Er vilji fyrir hendi?
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar