Hæstiréttur fellir niður fjárdráttarmál gegn Hannesi Smárasyni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2016 16:04 Hannes Smárason ásamt verjendum sínum við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/GVA Hæstiréttur felldi í dag niður fjárdráttarmál gegn Hannesi Smárasyni fyrrverandi stjórnarformanni og forstjóra FL Group en Hannes var sýknaður af ákæru sérstaks saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar í fyrra. Hæstiréttur fellir málið niður vegna mikilla tafa sem orðið hafa á því og verður ekki annað skilið af dómnum en tafirnar séu á ábyrgð ákæruvaldsins sem meðal annars skilaði of seint inn greinargerð til réttarins vegna málsins. Sérstakur saksóknari ákærði Hannes fyrir að hafa dregið sér tæplega 3 milljarða af reikningi FL Group í Kaupþingi í Lúxemborg sem svo voru lagðir inn á reikning eignarhaldsfélagsins Fons í sama banka. Millifærslan var framkvæmd þann 25. apríl 2005 og án vitundar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Hannes hefur alla tíð neitað sök í málinu og sagðist við aðalmeðferð málsins í héraði „ekkert kannast við þessi viðskipti”. Stærsti eigandi Fons var Pálmi Haraldsson. Peningurinn var svo millifærður af reikningi Fons yfir á reikning stærstu hluthafa í flugfélaginu Sterling. Taldi saksóknari að millifærslan frá FL Group til Fons benti til þess að fyrrnefnda félagið ætlaði að taka þátt í kaupum Fons á Sterling. Í reifun dóms Hæstaréttar er það rakið hvers vegna málið er fellt niður en þar kemur fram að eftir afhendingu málsgagna hafi ákæruvaldið fengið frest til 24. ágúst 2016 til þess að skila greinargerð í málinu. Sá frestur var hins vegar framlengdur að ósk ákæruvaldsins tvisvar, annars vegar til 14. september sama ár og svo aftur til 21. september. Ekki var óskað eftir frekari fresti en greinargerð var þó ekki skilað fyrr en þann 26. september eða fimm dögum eftir að fresturinn rann út. Í kjölfarið krafðist Hannes þess að málið yrði fellt niður en til vara að því yrði vísað frá dómi. Hæstiréttur féllst á að fella málið niður vegna gífurlegra og óútskrýrðra tafa, eins og það er orðað, af hálfu ákæruvaldsins. „Rakið var að þegar málsgögnin bárust Hæstarétti hefðu verið liðin meira en ellefu ár frá ætluðu broti, nærri átta ár frá upphafi rannsóknar og rúmir sautján mánuðir frá því að ríkissaksóknari gaf út áfrýjunarstefnu til að fá hnekkt héraðsdómi um sýknu X. Að virtu ákvæði 1. mgr. 171. gr. laga nr. 88/2008 um að hraða skuli meðferð máls eftir föngum, sbr. einnig 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, var talið að þessar gífurlegu og óútskýrðu tafir á málinu hefðu gefið enn ríkari ástæðu en endranær til þess að rekstur málsins færi ekki frekar úr skorðum hvað málshraða varðaði. Samkvæmt framansögðu og í ljósi þess að vanræksla ákæruvaldsins um skil á greinargerð hefði ekki verið réttlætt, var fallist á kröfu X um að málið yrði fellt niður fyrir Hæstarétti,“ segir í reifun Hæstaréttar. Tengdar fréttir Skortur á gögnum um millifærsluna sætir furðu að mati héraðsdóms Ákæruvaldið gerir ráð fyrir því að sýknudómi í máli Hannesar Smárasonar verði áfrýjað. 18. febrúar 2015 10:39 Hannes Smárason sýknaður Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri FL Group, var ákærður fyrir tæplega 3 milljarða króna fjárdrátt. 18. febrúar 2015 09:15 Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi Hannesar Embætti ríkissaksóknara hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi yfir Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group. 11. mars 2015 17:09 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Hæstiréttur felldi í dag niður fjárdráttarmál gegn Hannesi Smárasyni fyrrverandi stjórnarformanni og forstjóra FL Group en Hannes var sýknaður af ákæru sérstaks saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar í fyrra. Hæstiréttur fellir málið niður vegna mikilla tafa sem orðið hafa á því og verður ekki annað skilið af dómnum en tafirnar séu á ábyrgð ákæruvaldsins sem meðal annars skilaði of seint inn greinargerð til réttarins vegna málsins. Sérstakur saksóknari ákærði Hannes fyrir að hafa dregið sér tæplega 3 milljarða af reikningi FL Group í Kaupþingi í Lúxemborg sem svo voru lagðir inn á reikning eignarhaldsfélagsins Fons í sama banka. Millifærslan var framkvæmd þann 25. apríl 2005 og án vitundar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Hannes hefur alla tíð neitað sök í málinu og sagðist við aðalmeðferð málsins í héraði „ekkert kannast við þessi viðskipti”. Stærsti eigandi Fons var Pálmi Haraldsson. Peningurinn var svo millifærður af reikningi Fons yfir á reikning stærstu hluthafa í flugfélaginu Sterling. Taldi saksóknari að millifærslan frá FL Group til Fons benti til þess að fyrrnefnda félagið ætlaði að taka þátt í kaupum Fons á Sterling. Í reifun dóms Hæstaréttar er það rakið hvers vegna málið er fellt niður en þar kemur fram að eftir afhendingu málsgagna hafi ákæruvaldið fengið frest til 24. ágúst 2016 til þess að skila greinargerð í málinu. Sá frestur var hins vegar framlengdur að ósk ákæruvaldsins tvisvar, annars vegar til 14. september sama ár og svo aftur til 21. september. Ekki var óskað eftir frekari fresti en greinargerð var þó ekki skilað fyrr en þann 26. september eða fimm dögum eftir að fresturinn rann út. Í kjölfarið krafðist Hannes þess að málið yrði fellt niður en til vara að því yrði vísað frá dómi. Hæstiréttur féllst á að fella málið niður vegna gífurlegra og óútskrýrðra tafa, eins og það er orðað, af hálfu ákæruvaldsins. „Rakið var að þegar málsgögnin bárust Hæstarétti hefðu verið liðin meira en ellefu ár frá ætluðu broti, nærri átta ár frá upphafi rannsóknar og rúmir sautján mánuðir frá því að ríkissaksóknari gaf út áfrýjunarstefnu til að fá hnekkt héraðsdómi um sýknu X. Að virtu ákvæði 1. mgr. 171. gr. laga nr. 88/2008 um að hraða skuli meðferð máls eftir föngum, sbr. einnig 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, var talið að þessar gífurlegu og óútskýrðu tafir á málinu hefðu gefið enn ríkari ástæðu en endranær til þess að rekstur málsins færi ekki frekar úr skorðum hvað málshraða varðaði. Samkvæmt framansögðu og í ljósi þess að vanræksla ákæruvaldsins um skil á greinargerð hefði ekki verið réttlætt, var fallist á kröfu X um að málið yrði fellt niður fyrir Hæstarétti,“ segir í reifun Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Skortur á gögnum um millifærsluna sætir furðu að mati héraðsdóms Ákæruvaldið gerir ráð fyrir því að sýknudómi í máli Hannesar Smárasonar verði áfrýjað. 18. febrúar 2015 10:39 Hannes Smárason sýknaður Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri FL Group, var ákærður fyrir tæplega 3 milljarða króna fjárdrátt. 18. febrúar 2015 09:15 Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi Hannesar Embætti ríkissaksóknara hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi yfir Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group. 11. mars 2015 17:09 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Skortur á gögnum um millifærsluna sætir furðu að mati héraðsdóms Ákæruvaldið gerir ráð fyrir því að sýknudómi í máli Hannesar Smárasonar verði áfrýjað. 18. febrúar 2015 10:39
Hannes Smárason sýknaður Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri FL Group, var ákærður fyrir tæplega 3 milljarða króna fjárdrátt. 18. febrúar 2015 09:15
Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi Hannesar Embætti ríkissaksóknara hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi yfir Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group. 11. mars 2015 17:09