Kynferðisofbeldi í nánum samböndum unglinga Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir skrifar 13. október 2016 08:32 Lítið er af fræðilegum rannsóknum sem taka sérstaklega fyrir kynferðisofbeldi í nánum samböndum unglinga og hérlendis hefur lítið verið horft til unglinga í tengslum við ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var á árunum 2014 – 2016 á reynslu 10 kvenna sem upplifað höfðu kynferðisofbeldi í nánu sambandi sem unglingar benda til þess að ungur aldur og lítil reynsla af nánum samböndum til samanburðar eigi stóran þátt í sérstakri berskjöldun unglinga fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöðurnar sýna jafnframt fram á að ýmsir þættir gerðu konurnar berskjaldaðar fyrir því kynferðisofbeldi sem þær upplifðu í nánu sambandi sem unglingar sem má gera ráð fyrir að ekki sé unnt að slíta alveg í sundur heldur fléttist þeir saman á ýmsan hátt. Á meðal þess sem átti þátt í berskjöldun kvennanna var erfitt samband þeirra við foreldra sína, fyrri reynsla af kynferðisofbeldi og einelti auk þess sem konurnar greindu frá því að hafa upplifað samfélagsþrýsting til þess að byrja að stunda kynlíf og vera í nánum samböndum. Konurnar tengdu einnig allar skort á fræðslu um kynlíf, náin sambönd, ofbeldi, mörk og samskipti við berskjöldun sína. En þeir þættir hafa einmitt líka komið fram í tengslum við berskjöldun fyrir ofbeldi í nánu sambandi í fyrri rannsóknum. Á Íslandi, líkt og víða annars staðar, eru börn og unglingar skólaskyld, til 16 ára aldurs. Yfirgnæfandi meirihluti íslenskra ungmenna (eða í kring um 95%) fer auk þess beint í framhaldsskóla að grunnskólanámi loknu. Niðurstöðurnar rannsóknarinnar sýna að afleiðingar þess að verða fyrir kynferðisofbeldi í nánu sambandi sem unglingur höfðu djúpstæð áhrif á konurnar. Afleiðingarnar voru samfléttaðar og höfðu þannig áhrif á nær alla þætti í lífi kvennanna, þar á meðal skólagöngu þeirra. Afleiðingar á borð við kvíða, þunglyndi, félagslega einangrun, sjálfskaðandi hegðun (auk annarra þátta) áttu þátt í að gera konunum erfitt með að stunda nám. Reynslan hafði þannig neikvæð áhrif á skólagöngu allra kvennanna og helmingur þeirra hætti námi í framhaldsskóla. Brottfall íslenskra ungmenna úr framhaldsskólum er yfir meðaltali OECD-ríkjanna eða 30 prósent. Brottfall úr framhaldsskóla getur haft alvarleg áhrif á fjárhagslega og félagslega stöðu ungmenna. Með því að breyta forgangsröðun inn í framhaldsskóla þannig að einstaklingar yfir 25 ára falli aftast í forgangsröðunina er ákveðnum hópi ungmenna gert erfiðara fyrir að komast inn í skólakerfið og ljúka framhaldsskólanámi líkt og þeim konum sem hér um ræðir.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Lítið er af fræðilegum rannsóknum sem taka sérstaklega fyrir kynferðisofbeldi í nánum samböndum unglinga og hérlendis hefur lítið verið horft til unglinga í tengslum við ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var á árunum 2014 – 2016 á reynslu 10 kvenna sem upplifað höfðu kynferðisofbeldi í nánu sambandi sem unglingar benda til þess að ungur aldur og lítil reynsla af nánum samböndum til samanburðar eigi stóran þátt í sérstakri berskjöldun unglinga fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöðurnar sýna jafnframt fram á að ýmsir þættir gerðu konurnar berskjaldaðar fyrir því kynferðisofbeldi sem þær upplifðu í nánu sambandi sem unglingar sem má gera ráð fyrir að ekki sé unnt að slíta alveg í sundur heldur fléttist þeir saman á ýmsan hátt. Á meðal þess sem átti þátt í berskjöldun kvennanna var erfitt samband þeirra við foreldra sína, fyrri reynsla af kynferðisofbeldi og einelti auk þess sem konurnar greindu frá því að hafa upplifað samfélagsþrýsting til þess að byrja að stunda kynlíf og vera í nánum samböndum. Konurnar tengdu einnig allar skort á fræðslu um kynlíf, náin sambönd, ofbeldi, mörk og samskipti við berskjöldun sína. En þeir þættir hafa einmitt líka komið fram í tengslum við berskjöldun fyrir ofbeldi í nánu sambandi í fyrri rannsóknum. Á Íslandi, líkt og víða annars staðar, eru börn og unglingar skólaskyld, til 16 ára aldurs. Yfirgnæfandi meirihluti íslenskra ungmenna (eða í kring um 95%) fer auk þess beint í framhaldsskóla að grunnskólanámi loknu. Niðurstöðurnar rannsóknarinnar sýna að afleiðingar þess að verða fyrir kynferðisofbeldi í nánu sambandi sem unglingur höfðu djúpstæð áhrif á konurnar. Afleiðingarnar voru samfléttaðar og höfðu þannig áhrif á nær alla þætti í lífi kvennanna, þar á meðal skólagöngu þeirra. Afleiðingar á borð við kvíða, þunglyndi, félagslega einangrun, sjálfskaðandi hegðun (auk annarra þátta) áttu þátt í að gera konunum erfitt með að stunda nám. Reynslan hafði þannig neikvæð áhrif á skólagöngu allra kvennanna og helmingur þeirra hætti námi í framhaldsskóla. Brottfall íslenskra ungmenna úr framhaldsskólum er yfir meðaltali OECD-ríkjanna eða 30 prósent. Brottfall úr framhaldsskóla getur haft alvarleg áhrif á fjárhagslega og félagslega stöðu ungmenna. Með því að breyta forgangsröðun inn í framhaldsskóla þannig að einstaklingar yfir 25 ára falli aftast í forgangsröðunina er ákveðnum hópi ungmenna gert erfiðara fyrir að komast inn í skólakerfið og ljúka framhaldsskólanámi líkt og þeim konum sem hér um ræðir.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar