Skerðing í þjónustu við aldraða og langveika Margrét Sigurðardóttir skrifar 13. október 2016 07:00 Gríðarlega mikilvægt úrræði í þjónustu við aldraða og langveika (oft undir 67 ára aldri) eru hvíldarpláss sem eru ætluð fyrir fólk sem býr í heimahúsi og þarf aðstoð og umönnun við athafnir daglegs lífs. Þetta er úrræði sem felur í sér að fólk dvelur tímabundið 2-4 vikur eða lengur á hjúkrunarheimili. Á meðan geta maki og/eða aðstandendur sem sinna viðkomandi náð að hvílast, en þeir eru oft þrotnir að kröftum eftir langvarandi aðstoð og umönnun. Dvöl í hvíldarplássi getur lengt tímann sem þessir aðilar búa heima og er þar af leiðandi þýðingarmikil þjónusta. Sú óheppilega þróun hefur átt sér stað að þessum plássum hefur verið fækkað undanfarið á nokkrum hjúkrunarheimilum, sem kemur sér afar illa fyrir fyrir þá sem notið hafa þjónustunnar og ekki síst fyrir umönnunaraðila þeirra. Á hjúkrunarheimilinu Eir voru til skamms tíma sex hvíldarpláss, en nú hafa fimm þeirra verið tekin í notkun fyrir aðra starfsemi. Á Droplaugarstöðum voru tvö hvíldarpláss en eru ekki lengur í boði. Á Hrafnistu voru tíu endurhæfingarpláss fyrir 67 ára og eldri, en þá var fólk í sólarhringsdvöl. Þetta fyrirkomulag hentaði mörgum mjög vel að geta fengið endurhæfingu og jafnvel náð betri færni. Því olli þessi breyting óánægju hjá mörgum sem fannst dvölin hafa reynst mjög gagnleg. Staðreyndin er sú að fólk fær yfirleitt litla sem enga endurhæfingu þegar það dvelur í hvíldarplássi sem getur verið slæmt fyrir einstaklinga sem þurfa að vera í þjálfun til að geta viðhaldið færni sinni. Það á við bæði um aldraða og langveika, annars er hætta á að fólk geti orðið verr á sig komið líkamlega þegar dvölinni í hvíldarplássi lýkur. Á þessu þarf að ráða bót. Samkvæmt lögum um málefni aldraðra skal þjónusta vera byggð á einstaklingsbundnu mati á heilsufarslegum og félagslegum þörfum hins aldraða. Þar segir að einstaklingar eigi að geta komið í hvíldarinnlögn sé þess þörf. Í lögum fatlaðs fólks kemur fram að veita skuli fötluðu fólki þjónustu sem miðar að því að gera því kleift að lifa og starfa í eðlilegu samfélagi við aðra.Mikilvægi hvíldarplássa Bæði aldraðir og yngra fólk með langvinna sjúkdóma eru oft í mikilli þörf fyrir að komast í hvíldarpláss, því með því móti geta maki eða aðrir fjölskyldumeðlimir sem eru að veita aðstoð, náð að hvílast, en umönnunin er oft krefjandi og erfið og reynir mikið á þanþol einstaklinganna. Þess má geta að umönnunaraðilarnir eru oft sjálfir orðnir aldraðir og þurfa þess vegna að hafa svigrúm fyrir sig og sínar þarfir og ná að safna kröftum. Mögulega geta hvíldarpláss komið í veg fyrir að fólk þurfi að fara á hjúkrunarheimili eða í sumum tilvikum frestað flutningi þangað. Í október nk. verða alþingiskosningar og því er mjög mikilvægt að fá fram hvaða stjórnmálaflokkur ætlar að standa vörð um hag aldraðra og langveikra og bæta þjónustu og kjör þeirra og standa við það.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Gríðarlega mikilvægt úrræði í þjónustu við aldraða og langveika (oft undir 67 ára aldri) eru hvíldarpláss sem eru ætluð fyrir fólk sem býr í heimahúsi og þarf aðstoð og umönnun við athafnir daglegs lífs. Þetta er úrræði sem felur í sér að fólk dvelur tímabundið 2-4 vikur eða lengur á hjúkrunarheimili. Á meðan geta maki og/eða aðstandendur sem sinna viðkomandi náð að hvílast, en þeir eru oft þrotnir að kröftum eftir langvarandi aðstoð og umönnun. Dvöl í hvíldarplássi getur lengt tímann sem þessir aðilar búa heima og er þar af leiðandi þýðingarmikil þjónusta. Sú óheppilega þróun hefur átt sér stað að þessum plássum hefur verið fækkað undanfarið á nokkrum hjúkrunarheimilum, sem kemur sér afar illa fyrir fyrir þá sem notið hafa þjónustunnar og ekki síst fyrir umönnunaraðila þeirra. Á hjúkrunarheimilinu Eir voru til skamms tíma sex hvíldarpláss, en nú hafa fimm þeirra verið tekin í notkun fyrir aðra starfsemi. Á Droplaugarstöðum voru tvö hvíldarpláss en eru ekki lengur í boði. Á Hrafnistu voru tíu endurhæfingarpláss fyrir 67 ára og eldri, en þá var fólk í sólarhringsdvöl. Þetta fyrirkomulag hentaði mörgum mjög vel að geta fengið endurhæfingu og jafnvel náð betri færni. Því olli þessi breyting óánægju hjá mörgum sem fannst dvölin hafa reynst mjög gagnleg. Staðreyndin er sú að fólk fær yfirleitt litla sem enga endurhæfingu þegar það dvelur í hvíldarplássi sem getur verið slæmt fyrir einstaklinga sem þurfa að vera í þjálfun til að geta viðhaldið færni sinni. Það á við bæði um aldraða og langveika, annars er hætta á að fólk geti orðið verr á sig komið líkamlega þegar dvölinni í hvíldarplássi lýkur. Á þessu þarf að ráða bót. Samkvæmt lögum um málefni aldraðra skal þjónusta vera byggð á einstaklingsbundnu mati á heilsufarslegum og félagslegum þörfum hins aldraða. Þar segir að einstaklingar eigi að geta komið í hvíldarinnlögn sé þess þörf. Í lögum fatlaðs fólks kemur fram að veita skuli fötluðu fólki þjónustu sem miðar að því að gera því kleift að lifa og starfa í eðlilegu samfélagi við aðra.Mikilvægi hvíldarplássa Bæði aldraðir og yngra fólk með langvinna sjúkdóma eru oft í mikilli þörf fyrir að komast í hvíldarpláss, því með því móti geta maki eða aðrir fjölskyldumeðlimir sem eru að veita aðstoð, náð að hvílast, en umönnunin er oft krefjandi og erfið og reynir mikið á þanþol einstaklinganna. Þess má geta að umönnunaraðilarnir eru oft sjálfir orðnir aldraðir og þurfa þess vegna að hafa svigrúm fyrir sig og sínar þarfir og ná að safna kröftum. Mögulega geta hvíldarpláss komið í veg fyrir að fólk þurfi að fara á hjúkrunarheimili eða í sumum tilvikum frestað flutningi þangað. Í október nk. verða alþingiskosningar og því er mjög mikilvægt að fá fram hvaða stjórnmálaflokkur ætlar að standa vörð um hag aldraðra og langveikra og bæta þjónustu og kjör þeirra og standa við það.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar