Skerðing í þjónustu við aldraða og langveika Margrét Sigurðardóttir skrifar 13. október 2016 07:00 Gríðarlega mikilvægt úrræði í þjónustu við aldraða og langveika (oft undir 67 ára aldri) eru hvíldarpláss sem eru ætluð fyrir fólk sem býr í heimahúsi og þarf aðstoð og umönnun við athafnir daglegs lífs. Þetta er úrræði sem felur í sér að fólk dvelur tímabundið 2-4 vikur eða lengur á hjúkrunarheimili. Á meðan geta maki og/eða aðstandendur sem sinna viðkomandi náð að hvílast, en þeir eru oft þrotnir að kröftum eftir langvarandi aðstoð og umönnun. Dvöl í hvíldarplássi getur lengt tímann sem þessir aðilar búa heima og er þar af leiðandi þýðingarmikil þjónusta. Sú óheppilega þróun hefur átt sér stað að þessum plássum hefur verið fækkað undanfarið á nokkrum hjúkrunarheimilum, sem kemur sér afar illa fyrir fyrir þá sem notið hafa þjónustunnar og ekki síst fyrir umönnunaraðila þeirra. Á hjúkrunarheimilinu Eir voru til skamms tíma sex hvíldarpláss, en nú hafa fimm þeirra verið tekin í notkun fyrir aðra starfsemi. Á Droplaugarstöðum voru tvö hvíldarpláss en eru ekki lengur í boði. Á Hrafnistu voru tíu endurhæfingarpláss fyrir 67 ára og eldri, en þá var fólk í sólarhringsdvöl. Þetta fyrirkomulag hentaði mörgum mjög vel að geta fengið endurhæfingu og jafnvel náð betri færni. Því olli þessi breyting óánægju hjá mörgum sem fannst dvölin hafa reynst mjög gagnleg. Staðreyndin er sú að fólk fær yfirleitt litla sem enga endurhæfingu þegar það dvelur í hvíldarplássi sem getur verið slæmt fyrir einstaklinga sem þurfa að vera í þjálfun til að geta viðhaldið færni sinni. Það á við bæði um aldraða og langveika, annars er hætta á að fólk geti orðið verr á sig komið líkamlega þegar dvölinni í hvíldarplássi lýkur. Á þessu þarf að ráða bót. Samkvæmt lögum um málefni aldraðra skal þjónusta vera byggð á einstaklingsbundnu mati á heilsufarslegum og félagslegum þörfum hins aldraða. Þar segir að einstaklingar eigi að geta komið í hvíldarinnlögn sé þess þörf. Í lögum fatlaðs fólks kemur fram að veita skuli fötluðu fólki þjónustu sem miðar að því að gera því kleift að lifa og starfa í eðlilegu samfélagi við aðra.Mikilvægi hvíldarplássa Bæði aldraðir og yngra fólk með langvinna sjúkdóma eru oft í mikilli þörf fyrir að komast í hvíldarpláss, því með því móti geta maki eða aðrir fjölskyldumeðlimir sem eru að veita aðstoð, náð að hvílast, en umönnunin er oft krefjandi og erfið og reynir mikið á þanþol einstaklinganna. Þess má geta að umönnunaraðilarnir eru oft sjálfir orðnir aldraðir og þurfa þess vegna að hafa svigrúm fyrir sig og sínar þarfir og ná að safna kröftum. Mögulega geta hvíldarpláss komið í veg fyrir að fólk þurfi að fara á hjúkrunarheimili eða í sumum tilvikum frestað flutningi þangað. Í október nk. verða alþingiskosningar og því er mjög mikilvægt að fá fram hvaða stjórnmálaflokkur ætlar að standa vörð um hag aldraðra og langveikra og bæta þjónustu og kjör þeirra og standa við það.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Gríðarlega mikilvægt úrræði í þjónustu við aldraða og langveika (oft undir 67 ára aldri) eru hvíldarpláss sem eru ætluð fyrir fólk sem býr í heimahúsi og þarf aðstoð og umönnun við athafnir daglegs lífs. Þetta er úrræði sem felur í sér að fólk dvelur tímabundið 2-4 vikur eða lengur á hjúkrunarheimili. Á meðan geta maki og/eða aðstandendur sem sinna viðkomandi náð að hvílast, en þeir eru oft þrotnir að kröftum eftir langvarandi aðstoð og umönnun. Dvöl í hvíldarplássi getur lengt tímann sem þessir aðilar búa heima og er þar af leiðandi þýðingarmikil þjónusta. Sú óheppilega þróun hefur átt sér stað að þessum plássum hefur verið fækkað undanfarið á nokkrum hjúkrunarheimilum, sem kemur sér afar illa fyrir fyrir þá sem notið hafa þjónustunnar og ekki síst fyrir umönnunaraðila þeirra. Á hjúkrunarheimilinu Eir voru til skamms tíma sex hvíldarpláss, en nú hafa fimm þeirra verið tekin í notkun fyrir aðra starfsemi. Á Droplaugarstöðum voru tvö hvíldarpláss en eru ekki lengur í boði. Á Hrafnistu voru tíu endurhæfingarpláss fyrir 67 ára og eldri, en þá var fólk í sólarhringsdvöl. Þetta fyrirkomulag hentaði mörgum mjög vel að geta fengið endurhæfingu og jafnvel náð betri færni. Því olli þessi breyting óánægju hjá mörgum sem fannst dvölin hafa reynst mjög gagnleg. Staðreyndin er sú að fólk fær yfirleitt litla sem enga endurhæfingu þegar það dvelur í hvíldarplássi sem getur verið slæmt fyrir einstaklinga sem þurfa að vera í þjálfun til að geta viðhaldið færni sinni. Það á við bæði um aldraða og langveika, annars er hætta á að fólk geti orðið verr á sig komið líkamlega þegar dvölinni í hvíldarplássi lýkur. Á þessu þarf að ráða bót. Samkvæmt lögum um málefni aldraðra skal þjónusta vera byggð á einstaklingsbundnu mati á heilsufarslegum og félagslegum þörfum hins aldraða. Þar segir að einstaklingar eigi að geta komið í hvíldarinnlögn sé þess þörf. Í lögum fatlaðs fólks kemur fram að veita skuli fötluðu fólki þjónustu sem miðar að því að gera því kleift að lifa og starfa í eðlilegu samfélagi við aðra.Mikilvægi hvíldarplássa Bæði aldraðir og yngra fólk með langvinna sjúkdóma eru oft í mikilli þörf fyrir að komast í hvíldarpláss, því með því móti geta maki eða aðrir fjölskyldumeðlimir sem eru að veita aðstoð, náð að hvílast, en umönnunin er oft krefjandi og erfið og reynir mikið á þanþol einstaklinganna. Þess má geta að umönnunaraðilarnir eru oft sjálfir orðnir aldraðir og þurfa þess vegna að hafa svigrúm fyrir sig og sínar þarfir og ná að safna kröftum. Mögulega geta hvíldarpláss komið í veg fyrir að fólk þurfi að fara á hjúkrunarheimili eða í sumum tilvikum frestað flutningi þangað. Í október nk. verða alþingiskosningar og því er mjög mikilvægt að fá fram hvaða stjórnmálaflokkur ætlar að standa vörð um hag aldraðra og langveikra og bæta þjónustu og kjör þeirra og standa við það.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar