Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson skrifar 31. janúar 2016 18:52 Áður en ég hóf nám mitt í Háskóla Íslands var ég reglulega varaður við því að nemendur væru svo margir og kennarar fáir að ég yrði ekkert annað en kennitala í kerfinu. Týndur í sprengfullum sálarlausum sal, bara enn einn múrsteinn í veggnum. Þessi stimpill skólans máist ekki svo auðveldlega af, þetta er raunveruleg skoðun margra. Ég er þó ekki alls kostar sammála henni. Af minni reynslu eru sumir kennarar, þeir sem vilja það, ansi lunknir í að muna og læra andlit og heilsa manni meira að segja á göngunum. Á meðan líma aðrir augun á gólfið ef þeir þurfa að hætta sér út í mannmergðina á Háskólatorgi. Komandi úr einni stærstu deild skólans, kom mér því á óvart hversu persónuleg og hlýleg stemning átti til að myndast í sumum námskeiðum. Þetta á þó ekki alltaf við. Stundum fær maður á tilfinninguna að kennarinn vilji helst setja á sig hauspoka eftir tíma til að komast óséður inn á skrifstofuna sína án þess að mæta nemendum sem kannast við og biðji svo til almættisins að enginn þeirra fari nú að senda sér tölvupóst. Stundum þegar nemendur upplifa svipaða framkomu er það í tengslum við kerfið. „Svona hefur þetta alltaf verið. Tölvan segir nei. Af því bara.“ Stundum kemur maður að steyptum vegg þegar vandamálin eru sem mannlegust. Þegar raunveruleg hagsmunamál eru borin á borð og viðbrögð kerfisins eru að það sé ekki í boði að íhuga breytingar, og jafnvel flissað aðeins yfir hugmyndinni, fær maður svo sannarlega á tilfinninguna að nú sé maður lítið annað en kennitala á blaði í bunkanum í neðstu skrifborðsskúffunni. Ég biðla því til allra kennara, starfsmanna og nemenda líka: tileinkum okkur þennan umtalaða gagnrýna hugsunarhátt og beitum honum jafnt á okkur sjálf sem og á aðra. Festumst ekki í þessu þægilega status quo eins og rótgrónar stofnanir eiga til með að gera. Sýnum nemendum, nýjum og gömlum, að þau eru meira en bara kennitölur. Að réttmætum kröfum þeirra geti verið mætt. Að viðhorf skólans til nemenda sé ekki eins kalt og stimpillinn frægi segir. Reynum að halda í hlýja og persónulega andann sem ég veit að hægt er að mynda, sama hversu stórir og fjölmennir salirnir eru. Því andrúmsloftið og viðmótið sem ríkir byggist aðeins á því sem við sköpum okkur sjálf.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Hundraðekruskógur Háskólans Við veltum mörgu fyrir okkur á vegferð okkar í gegnum lífið. Sumt gerum við meðvitað, annað ekki. Við veltum því nær ómeðvitað fyrir okkur hvað það er sem okkur langar helst til að borða eða það að við séum orðin þreytt. Annað krefst nokkrar umhugsunar, til að mynda hver sé okkar uppáhalds persóna í ævintýrinu um Bangsímon og félaga. 27. janúar 2016 08:19 „Excuse me, do you speak English?“ Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? 26. janúar 2016 11:34 Sjúkrapróf í janúar, af hverju ekki? Núverandi fyrirkomulag sjúkra- og endurtökuprófa veldur á ári hverju fjölda stúdenta vandræðum. 28. janúar 2016 11:12 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Áður en ég hóf nám mitt í Háskóla Íslands var ég reglulega varaður við því að nemendur væru svo margir og kennarar fáir að ég yrði ekkert annað en kennitala í kerfinu. Týndur í sprengfullum sálarlausum sal, bara enn einn múrsteinn í veggnum. Þessi stimpill skólans máist ekki svo auðveldlega af, þetta er raunveruleg skoðun margra. Ég er þó ekki alls kostar sammála henni. Af minni reynslu eru sumir kennarar, þeir sem vilja það, ansi lunknir í að muna og læra andlit og heilsa manni meira að segja á göngunum. Á meðan líma aðrir augun á gólfið ef þeir þurfa að hætta sér út í mannmergðina á Háskólatorgi. Komandi úr einni stærstu deild skólans, kom mér því á óvart hversu persónuleg og hlýleg stemning átti til að myndast í sumum námskeiðum. Þetta á þó ekki alltaf við. Stundum fær maður á tilfinninguna að kennarinn vilji helst setja á sig hauspoka eftir tíma til að komast óséður inn á skrifstofuna sína án þess að mæta nemendum sem kannast við og biðji svo til almættisins að enginn þeirra fari nú að senda sér tölvupóst. Stundum þegar nemendur upplifa svipaða framkomu er það í tengslum við kerfið. „Svona hefur þetta alltaf verið. Tölvan segir nei. Af því bara.“ Stundum kemur maður að steyptum vegg þegar vandamálin eru sem mannlegust. Þegar raunveruleg hagsmunamál eru borin á borð og viðbrögð kerfisins eru að það sé ekki í boði að íhuga breytingar, og jafnvel flissað aðeins yfir hugmyndinni, fær maður svo sannarlega á tilfinninguna að nú sé maður lítið annað en kennitala á blaði í bunkanum í neðstu skrifborðsskúffunni. Ég biðla því til allra kennara, starfsmanna og nemenda líka: tileinkum okkur þennan umtalaða gagnrýna hugsunarhátt og beitum honum jafnt á okkur sjálf sem og á aðra. Festumst ekki í þessu þægilega status quo eins og rótgrónar stofnanir eiga til með að gera. Sýnum nemendum, nýjum og gömlum, að þau eru meira en bara kennitölur. Að réttmætum kröfum þeirra geti verið mætt. Að viðhorf skólans til nemenda sé ekki eins kalt og stimpillinn frægi segir. Reynum að halda í hlýja og persónulega andann sem ég veit að hægt er að mynda, sama hversu stórir og fjölmennir salirnir eru. Því andrúmsloftið og viðmótið sem ríkir byggist aðeins á því sem við sköpum okkur sjálf.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar.
Hundraðekruskógur Háskólans Við veltum mörgu fyrir okkur á vegferð okkar í gegnum lífið. Sumt gerum við meðvitað, annað ekki. Við veltum því nær ómeðvitað fyrir okkur hvað það er sem okkur langar helst til að borða eða það að við séum orðin þreytt. Annað krefst nokkrar umhugsunar, til að mynda hver sé okkar uppáhalds persóna í ævintýrinu um Bangsímon og félaga. 27. janúar 2016 08:19
„Excuse me, do you speak English?“ Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? 26. janúar 2016 11:34
Sjúkrapróf í janúar, af hverju ekki? Núverandi fyrirkomulag sjúkra- og endurtökuprófa veldur á ári hverju fjölda stúdenta vandræðum. 28. janúar 2016 11:12
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar