Borgun á von á fimm milljörðum í peningum vegna sölunnar á Visa Europe Bjarki Ármannsson skrifar 9. febrúar 2016 17:33 Greiðslukortafyrirtækið Borgun á von á því að fá 33,9 milljónir evra, rúmlega 4,8 milljarða króna, í peningum við fullnustu sölu á Visa Europe. Vísir/Ernir Greiðslukortafyrirtækið Borgun á von á því að fá 33,9 milljónir evra, rúmlega 4,8 milljarða króna, í peningum við fullnustu sölu á Visa Europe. Fyrirtækið segist enga ástæðu hafa haft til að ætla að Landsbankinn væri grandalaus um rétt Borgunar til söluhagnaðar ef af sölu á Visa Europe yrði. Þetta kemur fram í svari Borgunar við fyrirspurn Landsbankans frá því fyrir helgi, þar sem bankinn spyr hvort upplýsingar hafi legið fyrir um rétt Borgunar til söluhagnaðar þegar kynningarfundir voru haldnir vegna fyrirhugaðrar sölu bankans á hlutum sínum í Borgun. Landsbankinn seldi rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta árið 2014 en salan hefur sætt talsverðri gagnrýni að undanförnu. Hluturinn var ekki boðinn út og því ekki á allra færi að bjóða í hann. Þá setti bankinn ekki skilyrði við söluna að ef kaupum á Visa Europe yrði myndu greiðslur sem Borgun fengi renna til Landsbankans í samræmi við hlut bankans. Það gerði hann hins vegar þegar bankinn seldi 38 prósenta hlut sinn í Valitor til Arion banka þremur vikum síðar. Bankinn hefur borið því fyrir sig að hann hafi haft takmarkaðar upplýsingar um Borgun þegar eignarhluturinn var seldur. Borgun sagði í yfirlýsingu í gær að bankinn hafi haft aðgang að öllum gögnum í tengslum við söluna. Í svarinu í dag segir svo að Borgun eigi von á því að 33,9 milljónir evra í peningum við fullnustu sölunnar á Visa Europe. Sömuleiðis fái fyrirtækið forgangshlutabréf í Visa Inc. og afkomutengda greiðslu árið 2020. Borgun mun færa upp mat sitt á eignarhlut sínum í Visa Europe í lok árs 2015 um 38,6 milljónir evra, tæplega 5,5 milljarða króna.Svar Borgunar til bankans má finna í viðhengi við þessa frétt. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á Borgun Bankinn hefur sent Alþingi greinargerð vegna sölunnar. 26. janúar 2016 18:31 Landsbankinn hefur ekki fengið svör frá Borgun Landsbankinn segist ekki hafa haft vitneskju um að Borgun ætti rétt til greiðslna vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe, kæmi til þess að hann yrði virkjaður. 8. febrúar 2016 19:00 Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07 Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun samkvæmt Borgun Sérstakt gagnaherbergi var útbúið í tengslum við söluna á eignarhlut ríkisbankans í fyrirtækinu árið 2014. 8. febrúar 2016 11:37 Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32 Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Sjá meira
Greiðslukortafyrirtækið Borgun á von á því að fá 33,9 milljónir evra, rúmlega 4,8 milljarða króna, í peningum við fullnustu sölu á Visa Europe. Fyrirtækið segist enga ástæðu hafa haft til að ætla að Landsbankinn væri grandalaus um rétt Borgunar til söluhagnaðar ef af sölu á Visa Europe yrði. Þetta kemur fram í svari Borgunar við fyrirspurn Landsbankans frá því fyrir helgi, þar sem bankinn spyr hvort upplýsingar hafi legið fyrir um rétt Borgunar til söluhagnaðar þegar kynningarfundir voru haldnir vegna fyrirhugaðrar sölu bankans á hlutum sínum í Borgun. Landsbankinn seldi rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta árið 2014 en salan hefur sætt talsverðri gagnrýni að undanförnu. Hluturinn var ekki boðinn út og því ekki á allra færi að bjóða í hann. Þá setti bankinn ekki skilyrði við söluna að ef kaupum á Visa Europe yrði myndu greiðslur sem Borgun fengi renna til Landsbankans í samræmi við hlut bankans. Það gerði hann hins vegar þegar bankinn seldi 38 prósenta hlut sinn í Valitor til Arion banka þremur vikum síðar. Bankinn hefur borið því fyrir sig að hann hafi haft takmarkaðar upplýsingar um Borgun þegar eignarhluturinn var seldur. Borgun sagði í yfirlýsingu í gær að bankinn hafi haft aðgang að öllum gögnum í tengslum við söluna. Í svarinu í dag segir svo að Borgun eigi von á því að 33,9 milljónir evra í peningum við fullnustu sölunnar á Visa Europe. Sömuleiðis fái fyrirtækið forgangshlutabréf í Visa Inc. og afkomutengda greiðslu árið 2020. Borgun mun færa upp mat sitt á eignarhlut sínum í Visa Europe í lok árs 2015 um 38,6 milljónir evra, tæplega 5,5 milljarða króna.Svar Borgunar til bankans má finna í viðhengi við þessa frétt.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á Borgun Bankinn hefur sent Alþingi greinargerð vegna sölunnar. 26. janúar 2016 18:31 Landsbankinn hefur ekki fengið svör frá Borgun Landsbankinn segist ekki hafa haft vitneskju um að Borgun ætti rétt til greiðslna vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe, kæmi til þess að hann yrði virkjaður. 8. febrúar 2016 19:00 Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07 Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun samkvæmt Borgun Sérstakt gagnaherbergi var útbúið í tengslum við söluna á eignarhlut ríkisbankans í fyrirtækinu árið 2014. 8. febrúar 2016 11:37 Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32 Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Sjá meira
Landsbankinn hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á Borgun Bankinn hefur sent Alþingi greinargerð vegna sölunnar. 26. janúar 2016 18:31
Landsbankinn hefur ekki fengið svör frá Borgun Landsbankinn segist ekki hafa haft vitneskju um að Borgun ætti rétt til greiðslna vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe, kæmi til þess að hann yrði virkjaður. 8. febrúar 2016 19:00
Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07
Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun samkvæmt Borgun Sérstakt gagnaherbergi var útbúið í tengslum við söluna á eignarhlut ríkisbankans í fyrirtækinu árið 2014. 8. febrúar 2016 11:37
Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32