Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 08:07 Landsbankinn seldi rúmlega þrjátíu prósenta hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta árið 2014. Vísir/Ernir Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. Inni í efri mörkum virðismatsins eru þær tekjur sem yfirtaka Visa International Service á Visa Europe getur mögulega tryggt fyrirtækinu. Greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag en eins og kunnugt er seldi Landsbankinn 31,2 prósent hlut sinn í Borgun í nóvember 2014 fyrir 2,2 milljarða. Sé tekið mið af virðismati KPMG er sá hlutur nú 4 til 6 milljarða virði en salan á honum fór ekki fram í gegnum opið útboð. Þá voru í sölusamningi vegna viðskiptanna engin ákvæði um hlutdeild Landsbankans í þeim tekjum sem kæmu í hlut Borgunar yrði af yfirtöku Visa International á Visa Europe en þær eru taldar geta numið milljörðum. Landsbankinn tryggði sig hins vegar fyrir yfirtökunni þegar hann seldi hlut sinn í Valitor í desember 2014 og mun þá fá greiðslur í sinn hlut. Sala Landsbankans á Borgun hefur sætt mikilli gagnrýni vegna þessa, og svo vegna þess að hlutur bankans var ekki seldur í gegnum opið útboð. Sé virðismat KPMG rétt hefur verðmæti hlutarins aukist um 4 til 6 milljarða króna á rúmu ári. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á Borgun Bankinn hefur sent Alþingi greinargerð vegna sölunnar. 26. janúar 2016 18:31 Mikill hiti í mótmælendum í Landsbankanum: „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?“ Hróp gerð að Steinþór Pálssyni bankastjóra Landsbankans. 26. janúar 2016 14:09 Vill að Landsbankinn biðji um Borgunarpeningana Elín Hirst segir Borgunarmáið „alveg ótrúlegt klúður og með ólíkindum að bankinn skuli hafa staðið að málum eins og raun ber vitni“. 2. febrúar 2016 15:55 Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32 Bankastjóri Landsbankans skilur reiðina vegna Borgunarmálsins: „Traustið er í molum“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist skilja reiði þeirra sem mótmæltu við höfðuðstöðvar bankans í Austurstræti í dag en boðað var til þeirra vegna sölu Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun. 26. janúar 2016 13:58 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. Inni í efri mörkum virðismatsins eru þær tekjur sem yfirtaka Visa International Service á Visa Europe getur mögulega tryggt fyrirtækinu. Greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag en eins og kunnugt er seldi Landsbankinn 31,2 prósent hlut sinn í Borgun í nóvember 2014 fyrir 2,2 milljarða. Sé tekið mið af virðismati KPMG er sá hlutur nú 4 til 6 milljarða virði en salan á honum fór ekki fram í gegnum opið útboð. Þá voru í sölusamningi vegna viðskiptanna engin ákvæði um hlutdeild Landsbankans í þeim tekjum sem kæmu í hlut Borgunar yrði af yfirtöku Visa International á Visa Europe en þær eru taldar geta numið milljörðum. Landsbankinn tryggði sig hins vegar fyrir yfirtökunni þegar hann seldi hlut sinn í Valitor í desember 2014 og mun þá fá greiðslur í sinn hlut. Sala Landsbankans á Borgun hefur sætt mikilli gagnrýni vegna þessa, og svo vegna þess að hlutur bankans var ekki seldur í gegnum opið útboð. Sé virðismat KPMG rétt hefur verðmæti hlutarins aukist um 4 til 6 milljarða króna á rúmu ári.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á Borgun Bankinn hefur sent Alþingi greinargerð vegna sölunnar. 26. janúar 2016 18:31 Mikill hiti í mótmælendum í Landsbankanum: „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?“ Hróp gerð að Steinþór Pálssyni bankastjóra Landsbankans. 26. janúar 2016 14:09 Vill að Landsbankinn biðji um Borgunarpeningana Elín Hirst segir Borgunarmáið „alveg ótrúlegt klúður og með ólíkindum að bankinn skuli hafa staðið að málum eins og raun ber vitni“. 2. febrúar 2016 15:55 Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32 Bankastjóri Landsbankans skilur reiðina vegna Borgunarmálsins: „Traustið er í molum“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist skilja reiði þeirra sem mótmæltu við höfðuðstöðvar bankans í Austurstræti í dag en boðað var til þeirra vegna sölu Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun. 26. janúar 2016 13:58 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Landsbankinn hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á Borgun Bankinn hefur sent Alþingi greinargerð vegna sölunnar. 26. janúar 2016 18:31
Mikill hiti í mótmælendum í Landsbankanum: „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?“ Hróp gerð að Steinþór Pálssyni bankastjóra Landsbankans. 26. janúar 2016 14:09
Vill að Landsbankinn biðji um Borgunarpeningana Elín Hirst segir Borgunarmáið „alveg ótrúlegt klúður og með ólíkindum að bankinn skuli hafa staðið að málum eins og raun ber vitni“. 2. febrúar 2016 15:55
Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32
Bankastjóri Landsbankans skilur reiðina vegna Borgunarmálsins: „Traustið er í molum“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist skilja reiði þeirra sem mótmæltu við höfðuðstöðvar bankans í Austurstræti í dag en boðað var til þeirra vegna sölu Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun. 26. janúar 2016 13:58
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun