Fjölskyldubíll Ferrari fær nýtt nafn Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2016 10:39 Ferrari GTC4Lusso. Ferrari kynnti fjögurra sæta FF Grand Tourer bíl sinn fyrir 5 árum en hefur nú bæði gefið honum nýtt nafn og meira afl. Bíllinn mun heita Ferrari GTC4Lusso og fær að auki afturhjólastýringu. Þessi bíll er ætlaður vel efnuðum fjölskyldum, enda kostar hann tæpar 39 milljónir króna. Ferrari hefur bætt við 30 hestöflum og skilar V12 vél hans nú 680 hestöflum. Hvert hestafl bílsins dregur aðeins 2,6 kílóa þyngd í þessum bíl og er það met meðal framleiðslubíla Ferrari. Hann er 3,4 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraðann 335 km/klst. Ferrari FF var 3,7 sekúndur í hundraðið. Nafn endurskírða bílsins skýrist út þannig að GTC stendur fyrir Grand Turismo Coupe, 4 fyrir sætin í bílnum og Lusso til að undirstrika að þar fer best útbúni og lúxushlaðni bíll Ferrari. Ferrari ætlar að hefja sölu þessa bíls á fjórða ársfjórðungi þessa árs en ætlar fyrst að sýna hann á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Ekki er langt þangað til þar sem sýningin hefst á fyrsta degi mars. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent
Ferrari kynnti fjögurra sæta FF Grand Tourer bíl sinn fyrir 5 árum en hefur nú bæði gefið honum nýtt nafn og meira afl. Bíllinn mun heita Ferrari GTC4Lusso og fær að auki afturhjólastýringu. Þessi bíll er ætlaður vel efnuðum fjölskyldum, enda kostar hann tæpar 39 milljónir króna. Ferrari hefur bætt við 30 hestöflum og skilar V12 vél hans nú 680 hestöflum. Hvert hestafl bílsins dregur aðeins 2,6 kílóa þyngd í þessum bíl og er það met meðal framleiðslubíla Ferrari. Hann er 3,4 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraðann 335 km/klst. Ferrari FF var 3,7 sekúndur í hundraðið. Nafn endurskírða bílsins skýrist út þannig að GTC stendur fyrir Grand Turismo Coupe, 4 fyrir sætin í bílnum og Lusso til að undirstrika að þar fer best útbúni og lúxushlaðni bíll Ferrari. Ferrari ætlar að hefja sölu þessa bíls á fjórða ársfjórðungi þessa árs en ætlar fyrst að sýna hann á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Ekki er langt þangað til þar sem sýningin hefst á fyrsta degi mars.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent