Hvað hefði Bríet gert? Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 27. september 2016 09:00 Á þessum degi fyrir 160 árum fæddist baráttukonan Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Hún gerði sér snemma gein fyrir því hve kjörum kvenna og karla var misskipt og sagði frá því síðar að sér hefði blöskrað þegar vinnukonurnar urðu að þjóna vinnumönnunum eftir langan vinnudag beggja. Þær voru lægra settar á allan hátt. Bríeti tókst að brjótast til mennta í Kvennaskólanum á Laugalandi, hún kenndi börnum um skeið og flutti loks til Reykjavíkur. Þar kynntist hún manninum sínum Valdimar Ásmundssyni og eignaðist með honum tvö börn, Laufeyju og Héðin, sem bæði áttu eftir að láta mikið að sér kveða í þjóðlífinu. Bríet hóf útgáfu Kvennablaðsins árið 1895 en það fjallaði um ýmislegt sem snerti heimilin og líf kvenna. Í ferð um Norðurlöndin 1904 kynntist hún baráttunni fyrir kosningarétti kvenna fyrir alvöru, ákvað að breyta blaði sínu í kvenréttindablað og stofna kvenréttindafélag. Það tókst í janúar 1907 enda átti Bríet marga samherja og var mikið líf í kvennabaráttunni á árunum eftir aldamótin 1900. Aðalbaráttumál Kvenréttindafélagsins og annarra kvenfélaga voru auk kosningaréttar allra kvenna til sveitarstjórna og Alþingis, aðgengi að allri menntun, réttur til embætta, bætt launakjör útivinnandi kvenna (einkum verkakvenna), jöfn réttindi innan hjónabands, jafn réttur til yfirráða yfir börnum, staða einstæðra mæðra o.fl. Þessi réttindi unnust smátt og smátt, t.d.1909 þegar allar konur fengur kosningarétt til sveitarstjórna, 1911 með lögunum um jafnan rétt til embætta, náms og styrkja og takmarkaður kosningaréttur til Alþingis 1915. Bríet leit á kvenréttindin sem tæki til að koma konum að, þannig að sjónarmið þeirra fengju að heyrast, þær gætu komið baráttumálum sínum í framkvæmd, bætt stöðu kvenna og haft áhrif á mótun samfélagsins. Hún vildi að konur beittu sér í þágu fátækra kvenna, barna, sjúkra og annarra sem áttu um sárt að binda. Jafnstöðuganga kvenna reyndist bæði lengri og erfiðari en Bríet átti von á og henni fannst konur allt of linar við að fylgja réttindum sínum eftir. Í nútímafræðunum myndum við bæði tala um áhrif hins „styðjandi kvenleika“ sem finnst karlar gera allt best og víkur fyrir þeim og „habitus“ (hugtak frá Pierre Bourdieu), þ.e. hvernig umhverfi okkar mótar hegðun okkar, endurskapar valdið og viðheldur feðraveldinu þó smá breytingar eigi sér stað öðru hvoru. Hvað ætli Bríeti fyndist ef hún mæti líta yfir samfélag okkar árið 2016? Jú, gríðarlega margt hefur áunnist í menntun, atvinnuþátttöku, félagslegum réttindum og pólitískri þátttöku. Við höfum stofnanir til að vinna að jafnrétti en þær eru of veikar. Ætli hún myndi ekki spyrja um eitt og annað? Til dæmis hvernig standi á því að ekki er búið að koma á launajafnrétti kynjanna? Af hverju eru hin mikilvægu umönnunarstörf vanmetin til launa? Hvernig má það vera að búið er að stórlaska fæðingarorlofskerfið sem hér var byggt upp? Hvers vegna eru ekki fleiri konur í Hæstarétti? Hvers vegna er ekki unnið markvisst að því að kveða niður kynbundið ofbeldi? Hundruð kvenna sögðu á síðasta ári frá kynferðisofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir. Hvar eru aðgerðirnar gegn því? Hvar eru karlarnir, er kynjajafnrétti ekki þeim í hag? Hvernig stendur á því að konum er ýtt til hliðar í valdabaráttu karlanna í sumum flokkum, nú þegar allt er á uppleið? Komast konur bara að þegar þrífa þarf upp eftir karlana? Þó að við Íslendingar stöndum okkur vel við að koma á kynjajafnrétti miðað við flest ríki heims, þá er svo sannarlega verk að vinna. Minnumst Bríetar og allra hinna baráttukvennanna með því að bretta upp ermar, krefjast svara á næstu vikum af frambjóðendum, knýja á um aðgerðir og breytingar. Nýtum samtakamáttinn. Framundan er 24. október, þá er tækifæri til að láta í sér heyra. Ef hlustunarskilyrði eru ekki fyrir hendi, ja þá er að leita í smiðju Bríetar og grípa til gamalla kvennaráða. Þau eru til og þau virka. Kristín Ástgeirsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Á þessum degi fyrir 160 árum fæddist baráttukonan Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Hún gerði sér snemma gein fyrir því hve kjörum kvenna og karla var misskipt og sagði frá því síðar að sér hefði blöskrað þegar vinnukonurnar urðu að þjóna vinnumönnunum eftir langan vinnudag beggja. Þær voru lægra settar á allan hátt. Bríeti tókst að brjótast til mennta í Kvennaskólanum á Laugalandi, hún kenndi börnum um skeið og flutti loks til Reykjavíkur. Þar kynntist hún manninum sínum Valdimar Ásmundssyni og eignaðist með honum tvö börn, Laufeyju og Héðin, sem bæði áttu eftir að láta mikið að sér kveða í þjóðlífinu. Bríet hóf útgáfu Kvennablaðsins árið 1895 en það fjallaði um ýmislegt sem snerti heimilin og líf kvenna. Í ferð um Norðurlöndin 1904 kynntist hún baráttunni fyrir kosningarétti kvenna fyrir alvöru, ákvað að breyta blaði sínu í kvenréttindablað og stofna kvenréttindafélag. Það tókst í janúar 1907 enda átti Bríet marga samherja og var mikið líf í kvennabaráttunni á árunum eftir aldamótin 1900. Aðalbaráttumál Kvenréttindafélagsins og annarra kvenfélaga voru auk kosningaréttar allra kvenna til sveitarstjórna og Alþingis, aðgengi að allri menntun, réttur til embætta, bætt launakjör útivinnandi kvenna (einkum verkakvenna), jöfn réttindi innan hjónabands, jafn réttur til yfirráða yfir börnum, staða einstæðra mæðra o.fl. Þessi réttindi unnust smátt og smátt, t.d.1909 þegar allar konur fengur kosningarétt til sveitarstjórna, 1911 með lögunum um jafnan rétt til embætta, náms og styrkja og takmarkaður kosningaréttur til Alþingis 1915. Bríet leit á kvenréttindin sem tæki til að koma konum að, þannig að sjónarmið þeirra fengju að heyrast, þær gætu komið baráttumálum sínum í framkvæmd, bætt stöðu kvenna og haft áhrif á mótun samfélagsins. Hún vildi að konur beittu sér í þágu fátækra kvenna, barna, sjúkra og annarra sem áttu um sárt að binda. Jafnstöðuganga kvenna reyndist bæði lengri og erfiðari en Bríet átti von á og henni fannst konur allt of linar við að fylgja réttindum sínum eftir. Í nútímafræðunum myndum við bæði tala um áhrif hins „styðjandi kvenleika“ sem finnst karlar gera allt best og víkur fyrir þeim og „habitus“ (hugtak frá Pierre Bourdieu), þ.e. hvernig umhverfi okkar mótar hegðun okkar, endurskapar valdið og viðheldur feðraveldinu þó smá breytingar eigi sér stað öðru hvoru. Hvað ætli Bríeti fyndist ef hún mæti líta yfir samfélag okkar árið 2016? Jú, gríðarlega margt hefur áunnist í menntun, atvinnuþátttöku, félagslegum réttindum og pólitískri þátttöku. Við höfum stofnanir til að vinna að jafnrétti en þær eru of veikar. Ætli hún myndi ekki spyrja um eitt og annað? Til dæmis hvernig standi á því að ekki er búið að koma á launajafnrétti kynjanna? Af hverju eru hin mikilvægu umönnunarstörf vanmetin til launa? Hvernig má það vera að búið er að stórlaska fæðingarorlofskerfið sem hér var byggt upp? Hvers vegna eru ekki fleiri konur í Hæstarétti? Hvers vegna er ekki unnið markvisst að því að kveða niður kynbundið ofbeldi? Hundruð kvenna sögðu á síðasta ári frá kynferðisofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir. Hvar eru aðgerðirnar gegn því? Hvar eru karlarnir, er kynjajafnrétti ekki þeim í hag? Hvernig stendur á því að konum er ýtt til hliðar í valdabaráttu karlanna í sumum flokkum, nú þegar allt er á uppleið? Komast konur bara að þegar þrífa þarf upp eftir karlana? Þó að við Íslendingar stöndum okkur vel við að koma á kynjajafnrétti miðað við flest ríki heims, þá er svo sannarlega verk að vinna. Minnumst Bríetar og allra hinna baráttukvennanna með því að bretta upp ermar, krefjast svara á næstu vikum af frambjóðendum, knýja á um aðgerðir og breytingar. Nýtum samtakamáttinn. Framundan er 24. október, þá er tækifæri til að láta í sér heyra. Ef hlustunarskilyrði eru ekki fyrir hendi, ja þá er að leita í smiðju Bríetar og grípa til gamalla kvennaráða. Þau eru til og þau virka. Kristín Ástgeirsdóttir.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun