Benz söluhærra en BMW á árinu Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2016 11:24 Mercedes Benz GLE. Svo virðist sem Mercedes Benz ætli að halda BMW fyrir aftan sig í sölu bíla í ár og hefur frá fyrstu mánuðum ársins haft forystuna í fjölda seldra bíla. Ef að Mercedes Benz endar söluhærra en BMW í ár verður það í fyrsta skipti frá árinu 2005 sem það gerist. Mjög litlu munar reyndar á fyrirtækjunum og þriðji þýski lúxusbílaframleiðandinn, Audi fylgir einnig þétt á eftir í sölu. Í maí seldi Mercedes Benz 170.625 bíla en BMW 169.129. Heildarsala Mercedes Benz á árinu er orðin 818.175 bílar en 797.457 hjá BMW. Audi hefur selt 784.280 bíla. BMW jók við söluna í maí frá fyrra ári um 5,6% en aukningin hjá Mercedes Benz var 13% og 6,7% hjá Audi. Audi er enn söluhæst þessara þriggja framleiðenda í Kína og seldi 50.002 bíla þar í maí á meðan Mercedes Benz seldi þar 38.271 bíl. Hinsvegar var söluaukning Audi aðeins 5,5% í Kína á meðan hún nam 39% hjá Mercedes Benz. Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent
Svo virðist sem Mercedes Benz ætli að halda BMW fyrir aftan sig í sölu bíla í ár og hefur frá fyrstu mánuðum ársins haft forystuna í fjölda seldra bíla. Ef að Mercedes Benz endar söluhærra en BMW í ár verður það í fyrsta skipti frá árinu 2005 sem það gerist. Mjög litlu munar reyndar á fyrirtækjunum og þriðji þýski lúxusbílaframleiðandinn, Audi fylgir einnig þétt á eftir í sölu. Í maí seldi Mercedes Benz 170.625 bíla en BMW 169.129. Heildarsala Mercedes Benz á árinu er orðin 818.175 bílar en 797.457 hjá BMW. Audi hefur selt 784.280 bíla. BMW jók við söluna í maí frá fyrra ári um 5,6% en aukningin hjá Mercedes Benz var 13% og 6,7% hjá Audi. Audi er enn söluhæst þessara þriggja framleiðenda í Kína og seldi 50.002 bíla þar í maí á meðan Mercedes Benz seldi þar 38.271 bíl. Hinsvegar var söluaukning Audi aðeins 5,5% í Kína á meðan hún nam 39% hjá Mercedes Benz.
Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent