WOW býður Bretum sem setjast að á Íslandi ókeypis flug Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. ágúst 2016 15:50 WOW air flýgur frá þremur stöðum á Bretlandi. Bretar sem vilja flytja til Íslands fyrir 1. október næstkomandi geta fengið flugfarið ókeypis í boði WOW air. WOW flýgur til Íslands frá þremur stöðum á Bretlandi; London, Edinborg og Bristol. „Við vildum sýna hversu gestrisnir Íslendingar eru í raun, og fannst þetta skemmtileg og öðruvísi leið til að gera það,“ sagði Skúli Mogensen, framkvæmdastjóri WOW Air, í samtali við Travel and Leisure. Þeir Bretar sem vilja nýta sér tækifærið þurfa að hafa ætlanir um að búa hér á landi í að minnsta kosti eitt ár, og þurfa að veita sönnun fyrir því að þeir ætli að taka hér upp búsetu, með leigusamningi, íslenskri kennitölu eða bréfi sem sýnir samþykki um inngöngu í íslenskan skóla. Umsækjendur geta sent þessar upplýsingar á MovingToIceland@wow.is. Ef allar upplýsingar reynast réttar fá þeir flugið endurgreit að fullu. Einnig þurfa umsækjendur að veita bókunarupplýsingar og mynd af vegabréfi sínu. Samkvæmt Svönu Friðriksdóttur, almannatengli WOW air, opnaði flugfélagið fyrir umsóknir í síðustu viku. „Það hafa nokkrir nýtt sér þetta. Ekki mjög margir, en nokkrir hafa haft samband,“ segir Svana í samtali við Vísi. „Við vildum reyna að vekja athygli á Íslandi og WOW air á skemmtilegan hátt. Það var það sem við lögðum upp með,“ segir Svana. „Allir Bretar sem hafa áhuga á að flytja hingað eru velkomnir til landsins.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Með hollustu að leiðarljósi Samstarf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Bretar sem vilja flytja til Íslands fyrir 1. október næstkomandi geta fengið flugfarið ókeypis í boði WOW air. WOW flýgur til Íslands frá þremur stöðum á Bretlandi; London, Edinborg og Bristol. „Við vildum sýna hversu gestrisnir Íslendingar eru í raun, og fannst þetta skemmtileg og öðruvísi leið til að gera það,“ sagði Skúli Mogensen, framkvæmdastjóri WOW Air, í samtali við Travel and Leisure. Þeir Bretar sem vilja nýta sér tækifærið þurfa að hafa ætlanir um að búa hér á landi í að minnsta kosti eitt ár, og þurfa að veita sönnun fyrir því að þeir ætli að taka hér upp búsetu, með leigusamningi, íslenskri kennitölu eða bréfi sem sýnir samþykki um inngöngu í íslenskan skóla. Umsækjendur geta sent þessar upplýsingar á MovingToIceland@wow.is. Ef allar upplýsingar reynast réttar fá þeir flugið endurgreit að fullu. Einnig þurfa umsækjendur að veita bókunarupplýsingar og mynd af vegabréfi sínu. Samkvæmt Svönu Friðriksdóttur, almannatengli WOW air, opnaði flugfélagið fyrir umsóknir í síðustu viku. „Það hafa nokkrir nýtt sér þetta. Ekki mjög margir, en nokkrir hafa haft samband,“ segir Svana í samtali við Vísi. „Við vildum reyna að vekja athygli á Íslandi og WOW air á skemmtilegan hátt. Það var það sem við lögðum upp með,“ segir Svana. „Allir Bretar sem hafa áhuga á að flytja hingað eru velkomnir til landsins.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Með hollustu að leiðarljósi Samstarf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira