Stórskipahöfn sögð líkleg til að styrkja byggð og bæta mannlíf Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2016 19:00 Einhugur er í sveitarstjórn Langanesbyggðar að vinna áfram að því að stórskipahöfn í Finnafirði verði að veruleika, þótt síðasti meirihluti hafi sprungið vegna málsins. Stórskipahöfn í Gunnólfsvík vegna norðurslóðasiglinga og olíuvinnslu er búin að vera á aðalskipulagi í áratug en komst á skrið fyrir tveimur árum þegar eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports í Þýskalandi, undirritaði samstarfssamning í Ráðherrabústaðnum um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. Fyrstu gröfurnar sáust í Finnafirði síðastliðið sumar þegar rannsóknarholur voru grafnar og veðurmælistöðvar settar upp vegna umhverfismats sem áætlað er að verði lokið eftir þrjú ár. Jafnframt var öldu- og straummælingaduflum komið fyrir í firðinum.Samstarfið handsalað í Ráðherrabústaðnum vorið 2014. Frá vinstri Þorsteinn Steinsson, þáverandi sveitarstjóri Vopnafjarðar, Siggeir Stefánsson, þáverandi oddviti Langanesbyggðar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Robert Howe, framkvæmdastjóri Bremenports.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta mál varð hins vegar til þess að síðasti hreppsnefndarmeirihluti Langanesbyggðar sprakk rétt fyrir jól og nýr var myndaður, sá þriðji á kjörtímabilinu. Nýi meirihlutinn hefur nú birt bókun þar sem fram kemur að stefnan er óbreytt. Áfram verður unnið að Finnafjarðarverkefninu með það að markmiði að þar verði byggð upp stórskipa- og umskipunarhöfn. Í bókun nýja meirihlutans segir að verkefnið sé líklegt til að styrkja byggð og mannlíf á Norð-Austurlandi, verði það veruleika. Fulltrúi meirihlutans, Hulda Kristín Baldursdóttir varaoddviti, segir Stöð 2 að einhugur sé í sveitarstjórn um verkefnið. En hversvegna sprakk þá síðasti meirihluti? Í bókun nýja meirihlutans er sagt að fyrrverandi oddviti, Siggeir Stefánsson, hafi ekki haft nægilegt samráð við aðra í sveitarstjórn við undirbúning nýrrar viljayfirlýsingar, sem hefði getað falið í sér miklar fjárhagsskuldbindingar fyrir sveitarfélagið. Nýi meirihlutinn hyggst áfram vinna að viljayfirlýsingu með samstarfsaðilum, en þó þannig að allar skuldbindingar sveitarfélagsins verði skýrt afmarkaðar og að leitað verði framlags frá ríkinu.Grafísk mynd sem sýnir hugsanleg hafnarmannvirki.Mynd/Verkfræðistofan Efla. Tengdar fréttir Rannsóknir vegna risahafnar í Finnafirði sagðar lofa góðu Undirbúningsrannsóknir eru hafnar við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. 21. september 2015 19:30 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Einhugur er í sveitarstjórn Langanesbyggðar að vinna áfram að því að stórskipahöfn í Finnafirði verði að veruleika, þótt síðasti meirihluti hafi sprungið vegna málsins. Stórskipahöfn í Gunnólfsvík vegna norðurslóðasiglinga og olíuvinnslu er búin að vera á aðalskipulagi í áratug en komst á skrið fyrir tveimur árum þegar eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports í Þýskalandi, undirritaði samstarfssamning í Ráðherrabústaðnum um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. Fyrstu gröfurnar sáust í Finnafirði síðastliðið sumar þegar rannsóknarholur voru grafnar og veðurmælistöðvar settar upp vegna umhverfismats sem áætlað er að verði lokið eftir þrjú ár. Jafnframt var öldu- og straummælingaduflum komið fyrir í firðinum.Samstarfið handsalað í Ráðherrabústaðnum vorið 2014. Frá vinstri Þorsteinn Steinsson, þáverandi sveitarstjóri Vopnafjarðar, Siggeir Stefánsson, þáverandi oddviti Langanesbyggðar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Robert Howe, framkvæmdastjóri Bremenports.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta mál varð hins vegar til þess að síðasti hreppsnefndarmeirihluti Langanesbyggðar sprakk rétt fyrir jól og nýr var myndaður, sá þriðji á kjörtímabilinu. Nýi meirihlutinn hefur nú birt bókun þar sem fram kemur að stefnan er óbreytt. Áfram verður unnið að Finnafjarðarverkefninu með það að markmiði að þar verði byggð upp stórskipa- og umskipunarhöfn. Í bókun nýja meirihlutans segir að verkefnið sé líklegt til að styrkja byggð og mannlíf á Norð-Austurlandi, verði það veruleika. Fulltrúi meirihlutans, Hulda Kristín Baldursdóttir varaoddviti, segir Stöð 2 að einhugur sé í sveitarstjórn um verkefnið. En hversvegna sprakk þá síðasti meirihluti? Í bókun nýja meirihlutans er sagt að fyrrverandi oddviti, Siggeir Stefánsson, hafi ekki haft nægilegt samráð við aðra í sveitarstjórn við undirbúning nýrrar viljayfirlýsingar, sem hefði getað falið í sér miklar fjárhagsskuldbindingar fyrir sveitarfélagið. Nýi meirihlutinn hyggst áfram vinna að viljayfirlýsingu með samstarfsaðilum, en þó þannig að allar skuldbindingar sveitarfélagsins verði skýrt afmarkaðar og að leitað verði framlags frá ríkinu.Grafísk mynd sem sýnir hugsanleg hafnarmannvirki.Mynd/Verkfræðistofan Efla.
Tengdar fréttir Rannsóknir vegna risahafnar í Finnafirði sagðar lofa góðu Undirbúningsrannsóknir eru hafnar við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. 21. september 2015 19:30 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Rannsóknir vegna risahafnar í Finnafirði sagðar lofa góðu Undirbúningsrannsóknir eru hafnar við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. 21. september 2015 19:30
Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00