Stórskipahöfn sögð líkleg til að styrkja byggð og bæta mannlíf Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2016 19:00 Einhugur er í sveitarstjórn Langanesbyggðar að vinna áfram að því að stórskipahöfn í Finnafirði verði að veruleika, þótt síðasti meirihluti hafi sprungið vegna málsins. Stórskipahöfn í Gunnólfsvík vegna norðurslóðasiglinga og olíuvinnslu er búin að vera á aðalskipulagi í áratug en komst á skrið fyrir tveimur árum þegar eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports í Þýskalandi, undirritaði samstarfssamning í Ráðherrabústaðnum um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. Fyrstu gröfurnar sáust í Finnafirði síðastliðið sumar þegar rannsóknarholur voru grafnar og veðurmælistöðvar settar upp vegna umhverfismats sem áætlað er að verði lokið eftir þrjú ár. Jafnframt var öldu- og straummælingaduflum komið fyrir í firðinum.Samstarfið handsalað í Ráðherrabústaðnum vorið 2014. Frá vinstri Þorsteinn Steinsson, þáverandi sveitarstjóri Vopnafjarðar, Siggeir Stefánsson, þáverandi oddviti Langanesbyggðar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Robert Howe, framkvæmdastjóri Bremenports.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta mál varð hins vegar til þess að síðasti hreppsnefndarmeirihluti Langanesbyggðar sprakk rétt fyrir jól og nýr var myndaður, sá þriðji á kjörtímabilinu. Nýi meirihlutinn hefur nú birt bókun þar sem fram kemur að stefnan er óbreytt. Áfram verður unnið að Finnafjarðarverkefninu með það að markmiði að þar verði byggð upp stórskipa- og umskipunarhöfn. Í bókun nýja meirihlutans segir að verkefnið sé líklegt til að styrkja byggð og mannlíf á Norð-Austurlandi, verði það veruleika. Fulltrúi meirihlutans, Hulda Kristín Baldursdóttir varaoddviti, segir Stöð 2 að einhugur sé í sveitarstjórn um verkefnið. En hversvegna sprakk þá síðasti meirihluti? Í bókun nýja meirihlutans er sagt að fyrrverandi oddviti, Siggeir Stefánsson, hafi ekki haft nægilegt samráð við aðra í sveitarstjórn við undirbúning nýrrar viljayfirlýsingar, sem hefði getað falið í sér miklar fjárhagsskuldbindingar fyrir sveitarfélagið. Nýi meirihlutinn hyggst áfram vinna að viljayfirlýsingu með samstarfsaðilum, en þó þannig að allar skuldbindingar sveitarfélagsins verði skýrt afmarkaðar og að leitað verði framlags frá ríkinu.Grafísk mynd sem sýnir hugsanleg hafnarmannvirki.Mynd/Verkfræðistofan Efla. Tengdar fréttir Rannsóknir vegna risahafnar í Finnafirði sagðar lofa góðu Undirbúningsrannsóknir eru hafnar við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. 21. september 2015 19:30 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Einhugur er í sveitarstjórn Langanesbyggðar að vinna áfram að því að stórskipahöfn í Finnafirði verði að veruleika, þótt síðasti meirihluti hafi sprungið vegna málsins. Stórskipahöfn í Gunnólfsvík vegna norðurslóðasiglinga og olíuvinnslu er búin að vera á aðalskipulagi í áratug en komst á skrið fyrir tveimur árum þegar eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports í Þýskalandi, undirritaði samstarfssamning í Ráðherrabústaðnum um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. Fyrstu gröfurnar sáust í Finnafirði síðastliðið sumar þegar rannsóknarholur voru grafnar og veðurmælistöðvar settar upp vegna umhverfismats sem áætlað er að verði lokið eftir þrjú ár. Jafnframt var öldu- og straummælingaduflum komið fyrir í firðinum.Samstarfið handsalað í Ráðherrabústaðnum vorið 2014. Frá vinstri Þorsteinn Steinsson, þáverandi sveitarstjóri Vopnafjarðar, Siggeir Stefánsson, þáverandi oddviti Langanesbyggðar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Robert Howe, framkvæmdastjóri Bremenports.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta mál varð hins vegar til þess að síðasti hreppsnefndarmeirihluti Langanesbyggðar sprakk rétt fyrir jól og nýr var myndaður, sá þriðji á kjörtímabilinu. Nýi meirihlutinn hefur nú birt bókun þar sem fram kemur að stefnan er óbreytt. Áfram verður unnið að Finnafjarðarverkefninu með það að markmiði að þar verði byggð upp stórskipa- og umskipunarhöfn. Í bókun nýja meirihlutans segir að verkefnið sé líklegt til að styrkja byggð og mannlíf á Norð-Austurlandi, verði það veruleika. Fulltrúi meirihlutans, Hulda Kristín Baldursdóttir varaoddviti, segir Stöð 2 að einhugur sé í sveitarstjórn um verkefnið. En hversvegna sprakk þá síðasti meirihluti? Í bókun nýja meirihlutans er sagt að fyrrverandi oddviti, Siggeir Stefánsson, hafi ekki haft nægilegt samráð við aðra í sveitarstjórn við undirbúning nýrrar viljayfirlýsingar, sem hefði getað falið í sér miklar fjárhagsskuldbindingar fyrir sveitarfélagið. Nýi meirihlutinn hyggst áfram vinna að viljayfirlýsingu með samstarfsaðilum, en þó þannig að allar skuldbindingar sveitarfélagsins verði skýrt afmarkaðar og að leitað verði framlags frá ríkinu.Grafísk mynd sem sýnir hugsanleg hafnarmannvirki.Mynd/Verkfræðistofan Efla.
Tengdar fréttir Rannsóknir vegna risahafnar í Finnafirði sagðar lofa góðu Undirbúningsrannsóknir eru hafnar við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. 21. september 2015 19:30 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Rannsóknir vegna risahafnar í Finnafirði sagðar lofa góðu Undirbúningsrannsóknir eru hafnar við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. 21. september 2015 19:30
Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00