Aston Martin DB10 úr Spectre á uppboð Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2016 11:07 Aston Martin DB10 bíll James Bond. caranddriver Þeir sem hrifnir voru af nýja Aston Martin DB10 bílnum sem James Bond ók í síðustu myndinni, Spectre og voru svekktir að heyra að Aston Martin ætlar ekki að fjöldaframleiða þennan bíl, get nú glaðst. Það er nú hægt að kaupa bílinn á uppboði Christie´s. Uppboðsfyrirtækið ætlar að bjóða upp ýmsa muni úr myndinni ágætu, en líklega er verðmætasti eini hluturinn þessi Aston Martin DB10 bíll. Þetta verður semsagt eini Aston Martin DB10 bílinn sem almenningur getur eignast. Inni í bílnum verður að auki plata sem signeruð er af James Bond leikaranum Daniel Craig. Þeir sem áhugasamir eru um bílinn verða þó að vera örlítið loðnir um lófana því búist er við því að bíllinn fari á milli 1,4 til 2,1 milljónir dollara, eða á 180 til 270 milljónir króna, en hvern munar um það! Hver sagði að það væri ódýrt að lifa í draumaheimi James Bond? Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent
Þeir sem hrifnir voru af nýja Aston Martin DB10 bílnum sem James Bond ók í síðustu myndinni, Spectre og voru svekktir að heyra að Aston Martin ætlar ekki að fjöldaframleiða þennan bíl, get nú glaðst. Það er nú hægt að kaupa bílinn á uppboði Christie´s. Uppboðsfyrirtækið ætlar að bjóða upp ýmsa muni úr myndinni ágætu, en líklega er verðmætasti eini hluturinn þessi Aston Martin DB10 bíll. Þetta verður semsagt eini Aston Martin DB10 bílinn sem almenningur getur eignast. Inni í bílnum verður að auki plata sem signeruð er af James Bond leikaranum Daniel Craig. Þeir sem áhugasamir eru um bílinn verða þó að vera örlítið loðnir um lófana því búist er við því að bíllinn fari á milli 1,4 til 2,1 milljónir dollara, eða á 180 til 270 milljónir króna, en hvern munar um það! Hver sagði að það væri ódýrt að lifa í draumaheimi James Bond?
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent