Japönsk innrás á bandaríska pallbíla- og jeppamarkaðinn Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2016 15:44 Nissan Titan er stór pallbíll. gizmag.com Nú þegar Bandaríkjamenn hafa hallað sér sem aldrei fyrr af pallbílum, jeppum og jepplingum sjá japanskir bílaframleiðendur að það er eitt stórt gat í flóru bíla þeirra, í pallbílum. Þeir hafa ekki boðið mikið úrval pallbíla hingað til, þó svo Toyota Tacoma seljist þokkalega þar og auk þess framleiðir Toyota Hilux. Úrvalið frá Japan er þó ekki mikið hvað pallbíla varðar og því ætla japanskir framleiðendur aldeilis að breyta. Auk þess hefur eftirspurn eftir áður mjög vinsælum fólksbílum þeirra minnkað, bílum eins og Honda Civic, Toyota Camry og Nissan Altima og kaupendur snúið sér að öðrum flokkum bíla. Nissan segist stefna af 5% pallbílamarkaðnum í Bandaríkjunum og þar á bæ á að fjölga módelunum, en á síðast ári var Nissan með 0,6% af honum. Nissan kynnti stóran pallbíl á bílasýningunni í Detroit um daginn sem heitir Titan og hann fer örugglega í framleiðslu. Einnig er von á fleiri pallbílum og stórum jeppum frá hinum japönsku bílaframleiðendunum, t.d. Honda Ridgeline og ekki ætla þeir að una við það að markaðshlutdeild þeirra minnki þar vestra.Honda Ridgeline er líka fullvaxinn pallbíll. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent
Nú þegar Bandaríkjamenn hafa hallað sér sem aldrei fyrr af pallbílum, jeppum og jepplingum sjá japanskir bílaframleiðendur að það er eitt stórt gat í flóru bíla þeirra, í pallbílum. Þeir hafa ekki boðið mikið úrval pallbíla hingað til, þó svo Toyota Tacoma seljist þokkalega þar og auk þess framleiðir Toyota Hilux. Úrvalið frá Japan er þó ekki mikið hvað pallbíla varðar og því ætla japanskir framleiðendur aldeilis að breyta. Auk þess hefur eftirspurn eftir áður mjög vinsælum fólksbílum þeirra minnkað, bílum eins og Honda Civic, Toyota Camry og Nissan Altima og kaupendur snúið sér að öðrum flokkum bíla. Nissan segist stefna af 5% pallbílamarkaðnum í Bandaríkjunum og þar á bæ á að fjölga módelunum, en á síðast ári var Nissan með 0,6% af honum. Nissan kynnti stóran pallbíl á bílasýningunni í Detroit um daginn sem heitir Titan og hann fer örugglega í framleiðslu. Einnig er von á fleiri pallbílum og stórum jeppum frá hinum japönsku bílaframleiðendunum, t.d. Honda Ridgeline og ekki ætla þeir að una við það að markaðshlutdeild þeirra minnki þar vestra.Honda Ridgeline er líka fullvaxinn pallbíll.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent