Segir útlendinga kaupa sér aðgang að íslenskum fjörðum Sveinn Arnarsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Forsvarsmenn Arctic Fish áforma að slátra um 8.000 tonnum árlega innan fárra ára. vísir/sigurjón Helmingur laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Vestfjörðum er nú í eigu norska laxeldisrisans NRS eftir hlutafjáraukningu í fyrirtækinu. Kemur norska fyrirtækið inn með um 3,7 milljarða króna og er fyrirtækið því verðmetið á um 7,4 milljarða. Hinn helmingurinn er í eigu fyrirtækis á Kýpur, Beremsco Holding. Athygli vekur að Arctic Fish var rekið með 700 milljóna króna halla á árinu 2014 og í lok árs var eigið fé þess neikvætt um rúmar þrjú hundruð milljónir. Nú, einu og hálfu ári seinna, er verðið á fyrirtækinu mjög hátt. „Fyrirtækið hefur frá upphafi verið í eigu erlendra aðila. Íslendingar hafa átt fimm prósent í því en eftir hlutafjáraukninguna er sá hlutur 2,5 prósent,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Orri Vigfússon, formaður NASF, félags um verndun Norður-Atlantshafslaxinn, segir verðið á fyrirtækinu ekki geta byggst á neinu öðru en væntingum til framtíðar. „Það er verið að selja aðgang að íslenskum fjörðum enda hafa innlendu fiskeldisfyrirtækin sótt um heimild til eldis upp á tugi þúsunda tonna sem nánast ekkert gjald er tekið fyrir,“ segir Orri. „Til samanburðar héldu norsk yfirvöld uppboð á heimildum fyrir laxeldi í sjó og voru átta hundruð milljónir króna boðnar í ódýrustu eitt þúsund tonna framleiðsluleyfin.“Orri VigfússonHér á landi greiða fiskeldisfyrirtækin í svokallaðan umhverfissjóð og er greiðslan eitthvað í kringum 2,5 milljónir króna fyrir þúsund tonn. Orri vill að umræða verði tekin í samfélaginu um erlent eignarhald á fiskeldisfyrirtækjum á sama tíma og strangar reglur eru til um eignarhald erlendra einstaklinga í sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi. „Því virðist augljóst að verið sé að selja ódýran eldiskvóta og íslenskur almenningur fær ekkert fyrir þá sölu í formi auðlindagjalds,“ bætir Orri við. Sigurður segir ekki hægt að bera saman norskar aðstæður í laxeldi og svo á Íslandi. „Í Noregi hefur öll rannsóknarvinna farið fram og norska ríkið er búið að skipuleggja allt eldi í sjó. Hér þurfa fyrirtækin sjálf að greiða fyrir rannsóknir og annað sem til fellur við umsóknir um leyfi og því ekki hægt að bera saman aðstæðurnar,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Helmingur laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Vestfjörðum er nú í eigu norska laxeldisrisans NRS eftir hlutafjáraukningu í fyrirtækinu. Kemur norska fyrirtækið inn með um 3,7 milljarða króna og er fyrirtækið því verðmetið á um 7,4 milljarða. Hinn helmingurinn er í eigu fyrirtækis á Kýpur, Beremsco Holding. Athygli vekur að Arctic Fish var rekið með 700 milljóna króna halla á árinu 2014 og í lok árs var eigið fé þess neikvætt um rúmar þrjú hundruð milljónir. Nú, einu og hálfu ári seinna, er verðið á fyrirtækinu mjög hátt. „Fyrirtækið hefur frá upphafi verið í eigu erlendra aðila. Íslendingar hafa átt fimm prósent í því en eftir hlutafjáraukninguna er sá hlutur 2,5 prósent,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Orri Vigfússon, formaður NASF, félags um verndun Norður-Atlantshafslaxinn, segir verðið á fyrirtækinu ekki geta byggst á neinu öðru en væntingum til framtíðar. „Það er verið að selja aðgang að íslenskum fjörðum enda hafa innlendu fiskeldisfyrirtækin sótt um heimild til eldis upp á tugi þúsunda tonna sem nánast ekkert gjald er tekið fyrir,“ segir Orri. „Til samanburðar héldu norsk yfirvöld uppboð á heimildum fyrir laxeldi í sjó og voru átta hundruð milljónir króna boðnar í ódýrustu eitt þúsund tonna framleiðsluleyfin.“Orri VigfússonHér á landi greiða fiskeldisfyrirtækin í svokallaðan umhverfissjóð og er greiðslan eitthvað í kringum 2,5 milljónir króna fyrir þúsund tonn. Orri vill að umræða verði tekin í samfélaginu um erlent eignarhald á fiskeldisfyrirtækjum á sama tíma og strangar reglur eru til um eignarhald erlendra einstaklinga í sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi. „Því virðist augljóst að verið sé að selja ódýran eldiskvóta og íslenskur almenningur fær ekkert fyrir þá sölu í formi auðlindagjalds,“ bætir Orri við. Sigurður segir ekki hægt að bera saman norskar aðstæður í laxeldi og svo á Íslandi. „Í Noregi hefur öll rannsóknarvinna farið fram og norska ríkið er búið að skipuleggja allt eldi í sjó. Hér þurfa fyrirtækin sjálf að greiða fyrir rannsóknir og annað sem til fellur við umsóknir um leyfi og því ekki hægt að bera saman aðstæðurnar,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira