Nokkur orð um jafnrétti Erla Björg Guðmundsdóttir skrifar 5. október 2016 14:48 Flesta daga finnst mér við hafa náð nokkuð langt í jafnréttismálum á Íslandi og amk. á hverju 10 ára tímabili sé merkjanlegur munur til hins betra. Ég man eftir því, sem barn, að hafa skammað mömmu mína fyrir að vera ekki nægilega þakklát fyrir það að pabbi skyldi yfirleitt taka þátt í heimilisstörfum. Ég man að þá spurði hún hvort mér þætti að það ætti að þakka körlum fyrir að taka þátt í sameiginlegu heimilishaldi. Ég hafði aldrei velt því fyrir mér, afhverju konur vinna fleiri störf á heimilum en karlar. Ég sá bara að þannig var það á flestum öðrum stöðum og mín upplifun var á þann veg að pabbi hlyti að vera að hjálpa mömmu með verkefnin hennar. Við hjónin göngum jafnt í öll heimilisverk og höfum lagt áherslu á að börnin okkar taki þátt í þeim líka. Heimilisstörf þarf að læra og með þátttöku í þeim finna börnin að það munar um þau og að þau skipta máli í fjölskyldunni. Einu sinni spurði ég son minn, þá níu ára, hvort það væri ekki hans dagur í þvottahúsinu og hvort hann ætti ekki eftir að ganga frá þvottinum af snúrunni. Hann snéri sér að mér hinn versti og tilkynnti mér að ég væri húsmóðir á heimilinu og það væri mitt verkefni en ekki hans að ganga frá þvotti. Ég hef ekki hugmynd um hvaðan þessi forpokaða karlremba míns níu ára gamla sonar var sprottin en kannski skrifar hann sjálfur um það pistil að 30 árum liðnum. Drengurinn er flinkur í þvottinum og almennt liðtækur í heimilisstörfum og sannarlega vona ég að eftir 30 ár þurfi ekki greinaskrif til að minna á mikilvægi jafnréttis. Við höfum ekki náð jafnrétti á Íslandi. Erfið staða feðra í forsjármálum, kynbundinn launamunur og ójafnt hlutfall karla og kvenna í stjórnunarstöðum eru bara nokkur dæmi sem sanna að við megum ekki sofna á verðinum og betur má ef duga skal. Rannsóknir sýna að eitt af því sem hefur áhrif eru væntingar. Við þurfum að hafa væntingar til kvenna og fyrirmyndir eru gríðarlega mikilvægar. Þeir yfirmenn sem hafa konur sem samstarfsmenn geta brotið valda- og möguleikakerfið með því að gefa konunum sömu tækifæri og körlunum. Reyndin er sú að það er hvorutveggja í senn uppbyggjandi og efnahagslega skynsamlegt. Á fundi kvennahreyfingar Samfylkingarinnar í lok september sl. rakti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hvernig það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem fól Jóhönnu Sigurðardóttur að verða forsætisráðherra í minnihlutastjórn í febrúar 2009 og að það hafi verið fyrsta ríkisstjórnin á Íslandi með jöfnum kynjahlutföllum. Það var Jóhanna sem skipaði Oddnýju Harðardóttur fjármálaráðherra áramótin 2011/2012 og fól þar með fyrstu konunni að gegna því veigamikla embætti. Ég er stolt af því að Samfylkingin skuli vera feminískur flokkur og mér þykir vænt um að fá að tilheyra þeim glæsilega hópi karla og kvenna sem vilja berjast fyrir jöfnuði á öllum sviðum samfélagsins. Mikið þætti mér vænt um ef þú myndir kjósa okkur. Erla Björg Guðmundsdóttir Skipar 2. sæti á lista Samfylkingar í NA kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Flesta daga finnst mér við hafa náð nokkuð langt í jafnréttismálum á Íslandi og amk. á hverju 10 ára tímabili sé merkjanlegur munur til hins betra. Ég man eftir því, sem barn, að hafa skammað mömmu mína fyrir að vera ekki nægilega þakklát fyrir það að pabbi skyldi yfirleitt taka þátt í heimilisstörfum. Ég man að þá spurði hún hvort mér þætti að það ætti að þakka körlum fyrir að taka þátt í sameiginlegu heimilishaldi. Ég hafði aldrei velt því fyrir mér, afhverju konur vinna fleiri störf á heimilum en karlar. Ég sá bara að þannig var það á flestum öðrum stöðum og mín upplifun var á þann veg að pabbi hlyti að vera að hjálpa mömmu með verkefnin hennar. Við hjónin göngum jafnt í öll heimilisverk og höfum lagt áherslu á að börnin okkar taki þátt í þeim líka. Heimilisstörf þarf að læra og með þátttöku í þeim finna börnin að það munar um þau og að þau skipta máli í fjölskyldunni. Einu sinni spurði ég son minn, þá níu ára, hvort það væri ekki hans dagur í þvottahúsinu og hvort hann ætti ekki eftir að ganga frá þvottinum af snúrunni. Hann snéri sér að mér hinn versti og tilkynnti mér að ég væri húsmóðir á heimilinu og það væri mitt verkefni en ekki hans að ganga frá þvotti. Ég hef ekki hugmynd um hvaðan þessi forpokaða karlremba míns níu ára gamla sonar var sprottin en kannski skrifar hann sjálfur um það pistil að 30 árum liðnum. Drengurinn er flinkur í þvottinum og almennt liðtækur í heimilisstörfum og sannarlega vona ég að eftir 30 ár þurfi ekki greinaskrif til að minna á mikilvægi jafnréttis. Við höfum ekki náð jafnrétti á Íslandi. Erfið staða feðra í forsjármálum, kynbundinn launamunur og ójafnt hlutfall karla og kvenna í stjórnunarstöðum eru bara nokkur dæmi sem sanna að við megum ekki sofna á verðinum og betur má ef duga skal. Rannsóknir sýna að eitt af því sem hefur áhrif eru væntingar. Við þurfum að hafa væntingar til kvenna og fyrirmyndir eru gríðarlega mikilvægar. Þeir yfirmenn sem hafa konur sem samstarfsmenn geta brotið valda- og möguleikakerfið með því að gefa konunum sömu tækifæri og körlunum. Reyndin er sú að það er hvorutveggja í senn uppbyggjandi og efnahagslega skynsamlegt. Á fundi kvennahreyfingar Samfylkingarinnar í lok september sl. rakti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hvernig það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem fól Jóhönnu Sigurðardóttur að verða forsætisráðherra í minnihlutastjórn í febrúar 2009 og að það hafi verið fyrsta ríkisstjórnin á Íslandi með jöfnum kynjahlutföllum. Það var Jóhanna sem skipaði Oddnýju Harðardóttur fjármálaráðherra áramótin 2011/2012 og fól þar með fyrstu konunni að gegna því veigamikla embætti. Ég er stolt af því að Samfylkingin skuli vera feminískur flokkur og mér þykir vænt um að fá að tilheyra þeim glæsilega hópi karla og kvenna sem vilja berjast fyrir jöfnuði á öllum sviðum samfélagsins. Mikið þætti mér vænt um ef þú myndir kjósa okkur. Erla Björg Guðmundsdóttir Skipar 2. sæti á lista Samfylkingar í NA kjördæmi
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun