Nokkur orð um jafnrétti Erla Björg Guðmundsdóttir skrifar 5. október 2016 14:48 Flesta daga finnst mér við hafa náð nokkuð langt í jafnréttismálum á Íslandi og amk. á hverju 10 ára tímabili sé merkjanlegur munur til hins betra. Ég man eftir því, sem barn, að hafa skammað mömmu mína fyrir að vera ekki nægilega þakklát fyrir það að pabbi skyldi yfirleitt taka þátt í heimilisstörfum. Ég man að þá spurði hún hvort mér þætti að það ætti að þakka körlum fyrir að taka þátt í sameiginlegu heimilishaldi. Ég hafði aldrei velt því fyrir mér, afhverju konur vinna fleiri störf á heimilum en karlar. Ég sá bara að þannig var það á flestum öðrum stöðum og mín upplifun var á þann veg að pabbi hlyti að vera að hjálpa mömmu með verkefnin hennar. Við hjónin göngum jafnt í öll heimilisverk og höfum lagt áherslu á að börnin okkar taki þátt í þeim líka. Heimilisstörf þarf að læra og með þátttöku í þeim finna börnin að það munar um þau og að þau skipta máli í fjölskyldunni. Einu sinni spurði ég son minn, þá níu ára, hvort það væri ekki hans dagur í þvottahúsinu og hvort hann ætti ekki eftir að ganga frá þvottinum af snúrunni. Hann snéri sér að mér hinn versti og tilkynnti mér að ég væri húsmóðir á heimilinu og það væri mitt verkefni en ekki hans að ganga frá þvotti. Ég hef ekki hugmynd um hvaðan þessi forpokaða karlremba míns níu ára gamla sonar var sprottin en kannski skrifar hann sjálfur um það pistil að 30 árum liðnum. Drengurinn er flinkur í þvottinum og almennt liðtækur í heimilisstörfum og sannarlega vona ég að eftir 30 ár þurfi ekki greinaskrif til að minna á mikilvægi jafnréttis. Við höfum ekki náð jafnrétti á Íslandi. Erfið staða feðra í forsjármálum, kynbundinn launamunur og ójafnt hlutfall karla og kvenna í stjórnunarstöðum eru bara nokkur dæmi sem sanna að við megum ekki sofna á verðinum og betur má ef duga skal. Rannsóknir sýna að eitt af því sem hefur áhrif eru væntingar. Við þurfum að hafa væntingar til kvenna og fyrirmyndir eru gríðarlega mikilvægar. Þeir yfirmenn sem hafa konur sem samstarfsmenn geta brotið valda- og möguleikakerfið með því að gefa konunum sömu tækifæri og körlunum. Reyndin er sú að það er hvorutveggja í senn uppbyggjandi og efnahagslega skynsamlegt. Á fundi kvennahreyfingar Samfylkingarinnar í lok september sl. rakti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hvernig það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem fól Jóhönnu Sigurðardóttur að verða forsætisráðherra í minnihlutastjórn í febrúar 2009 og að það hafi verið fyrsta ríkisstjórnin á Íslandi með jöfnum kynjahlutföllum. Það var Jóhanna sem skipaði Oddnýju Harðardóttur fjármálaráðherra áramótin 2011/2012 og fól þar með fyrstu konunni að gegna því veigamikla embætti. Ég er stolt af því að Samfylkingin skuli vera feminískur flokkur og mér þykir vænt um að fá að tilheyra þeim glæsilega hópi karla og kvenna sem vilja berjast fyrir jöfnuði á öllum sviðum samfélagsins. Mikið þætti mér vænt um ef þú myndir kjósa okkur. Erla Björg Guðmundsdóttir Skipar 2. sæti á lista Samfylkingar í NA kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Flesta daga finnst mér við hafa náð nokkuð langt í jafnréttismálum á Íslandi og amk. á hverju 10 ára tímabili sé merkjanlegur munur til hins betra. Ég man eftir því, sem barn, að hafa skammað mömmu mína fyrir að vera ekki nægilega þakklát fyrir það að pabbi skyldi yfirleitt taka þátt í heimilisstörfum. Ég man að þá spurði hún hvort mér þætti að það ætti að þakka körlum fyrir að taka þátt í sameiginlegu heimilishaldi. Ég hafði aldrei velt því fyrir mér, afhverju konur vinna fleiri störf á heimilum en karlar. Ég sá bara að þannig var það á flestum öðrum stöðum og mín upplifun var á þann veg að pabbi hlyti að vera að hjálpa mömmu með verkefnin hennar. Við hjónin göngum jafnt í öll heimilisverk og höfum lagt áherslu á að börnin okkar taki þátt í þeim líka. Heimilisstörf þarf að læra og með þátttöku í þeim finna börnin að það munar um þau og að þau skipta máli í fjölskyldunni. Einu sinni spurði ég son minn, þá níu ára, hvort það væri ekki hans dagur í þvottahúsinu og hvort hann ætti ekki eftir að ganga frá þvottinum af snúrunni. Hann snéri sér að mér hinn versti og tilkynnti mér að ég væri húsmóðir á heimilinu og það væri mitt verkefni en ekki hans að ganga frá þvotti. Ég hef ekki hugmynd um hvaðan þessi forpokaða karlremba míns níu ára gamla sonar var sprottin en kannski skrifar hann sjálfur um það pistil að 30 árum liðnum. Drengurinn er flinkur í þvottinum og almennt liðtækur í heimilisstörfum og sannarlega vona ég að eftir 30 ár þurfi ekki greinaskrif til að minna á mikilvægi jafnréttis. Við höfum ekki náð jafnrétti á Íslandi. Erfið staða feðra í forsjármálum, kynbundinn launamunur og ójafnt hlutfall karla og kvenna í stjórnunarstöðum eru bara nokkur dæmi sem sanna að við megum ekki sofna á verðinum og betur má ef duga skal. Rannsóknir sýna að eitt af því sem hefur áhrif eru væntingar. Við þurfum að hafa væntingar til kvenna og fyrirmyndir eru gríðarlega mikilvægar. Þeir yfirmenn sem hafa konur sem samstarfsmenn geta brotið valda- og möguleikakerfið með því að gefa konunum sömu tækifæri og körlunum. Reyndin er sú að það er hvorutveggja í senn uppbyggjandi og efnahagslega skynsamlegt. Á fundi kvennahreyfingar Samfylkingarinnar í lok september sl. rakti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hvernig það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem fól Jóhönnu Sigurðardóttur að verða forsætisráðherra í minnihlutastjórn í febrúar 2009 og að það hafi verið fyrsta ríkisstjórnin á Íslandi með jöfnum kynjahlutföllum. Það var Jóhanna sem skipaði Oddnýju Harðardóttur fjármálaráðherra áramótin 2011/2012 og fól þar með fyrstu konunni að gegna því veigamikla embætti. Ég er stolt af því að Samfylkingin skuli vera feminískur flokkur og mér þykir vænt um að fá að tilheyra þeim glæsilega hópi karla og kvenna sem vilja berjast fyrir jöfnuði á öllum sviðum samfélagsins. Mikið þætti mér vænt um ef þú myndir kjósa okkur. Erla Björg Guðmundsdóttir Skipar 2. sæti á lista Samfylkingar í NA kjördæmi
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar