Þess vegna er kennarastarfið aðlaðandi ævistarf Björg Sigurvinsdóttir skrifar 5. október 2016 15:13 Þegar ég var í 9. bekk í grunnskóla fletti ég bæklingi þar sem námsframboð var kynnt. Eftir nokkrar vangaveltur ákvað ég að velja mér nám á uppeldisbraut. Markmiðið var að læra seinna að verða leikskólakennari eða fóstra eins og það hét þá. Ég hafði eins og margar ungar stúlkur varið sumrum við að gæta lítilla barna og þótti það mjög skemmtilegt. Einnig spilaði inn í að ég var ekki góð í stærðfræði og sá mér til léttis að sú fræðigrein var ekki í náminu. Ég bjó á Akureyri og þurfti að flytja til Reykjavíkur til að ná markmiðinu mínu og lét það ekki stoppa mig og útskrifaðist úr náminu 21 árs. Fór strax að vinna á vettvangi og hef unnið sem leikskólakennari, deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólastjóri. Þetta hefur verið ánægjulegur starfsvettvangur minn í 33 ár. Starfsvettvangur þar sem ég hef starfað óslitið fyrir utan örlítið hlé við uppeldi eigin barns og framhaldsnám í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun Starfsánægjan mín er sérstaklega fólgin í að fá sem fræðimaður í leikskóla að stuðla að því að börnin séu ánægð og sýni framfarir í þroska. Ég ber mikla virðingu fyrir börnum og legg áherslu á að einstaklingnum líði vel og hann fái að njóta sín. Fjölbreyttar kennsluaðferðir í gegnum leikinn eru að mínu mati langbesta leiðin til að hvetja börn til dáða og efla þroska þeirra. Sem leikskólakennari hef ég haft tækifæri á að gefa börnum svigrúm til að læra að leika sér saman á sanngjarnan hátt, deila með sér og biðjast fyrirgefningar þegar þau særa aðra. Börn læra að skila hlutum á sinn stað, laga til eftir sig og taka ekki það sem aðrir eiga. Börn læra að tala, teikna, mála, syngja og hreyfa/dansa í gegnum leik og vinnu á skapandi hátt á hverjum degi. Börn læra að þegar þau fara út í heiminn þurfa þau að muna eftir því að gæta sín á bílunum, leiða og halda hópinn. Síðast en ekki síst að taka eftir öllum frábæru undrunarefnunum í kringum sig. Til þess að slík skilyrði skapist og nái að blómstra og dafna verður að beina kastljósinu að leikskólakennurum, lykilfólkinu í leikskólastarfinu. Leikskólakennurum er vel ljós sú ábyrgð sem þeir hafa lagt á sínar herðar með vali á starfsvettvangi. Þeir eru boðnir og búnir til að styðja og leiða börnin á þroskabraut sinni, þeir gefa mikið af sér og sýna börnum mikla alúð og virðingu. Leikskólakennarar gera sér grein fyrir að kennsla ungra barna getur verið krefjandi og flókin, en jafnframt gefandi, fjölbreytt og skemmtileg. Ég skora á ungt fólk að velja þetta frábæra tækifæri sem vinna með ungum börnum gefur með því að mennta sig sem kennari yngri barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var í 9. bekk í grunnskóla fletti ég bæklingi þar sem námsframboð var kynnt. Eftir nokkrar vangaveltur ákvað ég að velja mér nám á uppeldisbraut. Markmiðið var að læra seinna að verða leikskólakennari eða fóstra eins og það hét þá. Ég hafði eins og margar ungar stúlkur varið sumrum við að gæta lítilla barna og þótti það mjög skemmtilegt. Einnig spilaði inn í að ég var ekki góð í stærðfræði og sá mér til léttis að sú fræðigrein var ekki í náminu. Ég bjó á Akureyri og þurfti að flytja til Reykjavíkur til að ná markmiðinu mínu og lét það ekki stoppa mig og útskrifaðist úr náminu 21 árs. Fór strax að vinna á vettvangi og hef unnið sem leikskólakennari, deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólastjóri. Þetta hefur verið ánægjulegur starfsvettvangur minn í 33 ár. Starfsvettvangur þar sem ég hef starfað óslitið fyrir utan örlítið hlé við uppeldi eigin barns og framhaldsnám í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun Starfsánægjan mín er sérstaklega fólgin í að fá sem fræðimaður í leikskóla að stuðla að því að börnin séu ánægð og sýni framfarir í þroska. Ég ber mikla virðingu fyrir börnum og legg áherslu á að einstaklingnum líði vel og hann fái að njóta sín. Fjölbreyttar kennsluaðferðir í gegnum leikinn eru að mínu mati langbesta leiðin til að hvetja börn til dáða og efla þroska þeirra. Sem leikskólakennari hef ég haft tækifæri á að gefa börnum svigrúm til að læra að leika sér saman á sanngjarnan hátt, deila með sér og biðjast fyrirgefningar þegar þau særa aðra. Börn læra að skila hlutum á sinn stað, laga til eftir sig og taka ekki það sem aðrir eiga. Börn læra að tala, teikna, mála, syngja og hreyfa/dansa í gegnum leik og vinnu á skapandi hátt á hverjum degi. Börn læra að þegar þau fara út í heiminn þurfa þau að muna eftir því að gæta sín á bílunum, leiða og halda hópinn. Síðast en ekki síst að taka eftir öllum frábæru undrunarefnunum í kringum sig. Til þess að slík skilyrði skapist og nái að blómstra og dafna verður að beina kastljósinu að leikskólakennurum, lykilfólkinu í leikskólastarfinu. Leikskólakennurum er vel ljós sú ábyrgð sem þeir hafa lagt á sínar herðar með vali á starfsvettvangi. Þeir eru boðnir og búnir til að styðja og leiða börnin á þroskabraut sinni, þeir gefa mikið af sér og sýna börnum mikla alúð og virðingu. Leikskólakennarar gera sér grein fyrir að kennsla ungra barna getur verið krefjandi og flókin, en jafnframt gefandi, fjölbreytt og skemmtileg. Ég skora á ungt fólk að velja þetta frábæra tækifæri sem vinna með ungum börnum gefur með því að mennta sig sem kennari yngri barna.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun