Metum kennara að verðleikum – styrkjum stöðu þeirra! Þórður Á. Hjaltested og Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 5. október 2016 07:00 Alþjóðadagur kennara hefur verið haldinn hátíðlegur um árabil. Þann dag vekja Alþjóðasamtök kennara og milljónir kennara um allan heim athygli á kennarastarfinu og gera kröfur um umbætur í menntamálum. Yfirskrift dagsins í ár er metum kennara að verðleikum – styrkjum stöðu þeirra. Það er réttur allra að hafa greiðan aðgang að góðri og fjölbreyttri menntun, óháð þörfum, efnahag og uppruna. Til að þetta sé hægt þurfum við góða kennara í öllum skólum og á öllum skólastigum. Góður kennari er mikill áhrifavaldur í lífi og menntun barna og ungmenna. Kennarinn er margt í senn, fræðari, leiðsögumaður, leiðtogi, vinur og félagi. Hann þarf að sinna mörgum mismunandi hlutverkum, vera úrræðagóður og sveigjanlegur svo að kennslan og skólastarfið sé lifandi og merkingarbært og geri gagn til framtíðar fyrir börn og ungmenni og samfélagið. Kennarar þurfa stöðugt að fylgjast með og þróa sig í starfi. Þeir þurfa að aðlaga sig að síbreytilegum kröfum úr öllum áttum, frá nemendum, foreldrum og samfélaginu. Til að þetta megi verða þarf kennarastarfið að njóta virðingar í samfélaginu og það viðurkennt sem eitt af lykilstörfum. Án góðrar menntunar á samfélagið sér ekki bjarta framtíð. Það hefur skaðleg áhrif að tala menntun og menntakerfið niður. Samfélagið þarf að bera virðingu fyrir menntun, sýna henni áhuga og styðja á alla lund. Mannauðurinn er lykill að farsæld í flóknu nútímalífi og verður sífellt mikilvægari þegar til framtíðar er litið. Án góðra kennara tekst okkur ekki að vera í fremstu röð í samfélagi þjóðanna. Kennarar á Íslandi hafa lengi þurft að fara í hörð átök með reglulegu millibili til að laga launastöðuna miðað við kjör hópa á opinberum vinnumarkaði með sambærilega menntun. Og við blasir brýn þörf fyrir stóraukna nýliðun í kennslu. Samfélagið þarf að sýna í verki að það meti kennarastarfið að verðleikum með því að styrkja stöðu kennara og búa vel að stéttinni til að sinna mikilvægu starfi, með hvetjandi og skapandi starfsumhverfi og samkeppnishæfum launum. Það þurfa allir að standa saman um þetta verkefni, foreldrar, kennarar, fjölmiðlar, almenningur og stjórnvöld. Að standa með kennurum og meta þá að verðleikum skilar sér margfalt. Að standa með kennurum og meta þá að verðleikum skilar sér aukinni nýliðun í kennslu og þar með öflugra menntakerfi og menntun. Að standa með kennurum og meta þá að verðleikum skilar sér ekki síst í betra samfélagi fyrir börn og ungmenni þar sem jafnræði og lýðræði er haft að leiðarljósi. Kæru kennarar – til hamingju með kennaradaginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur kennara hefur verið haldinn hátíðlegur um árabil. Þann dag vekja Alþjóðasamtök kennara og milljónir kennara um allan heim athygli á kennarastarfinu og gera kröfur um umbætur í menntamálum. Yfirskrift dagsins í ár er metum kennara að verðleikum – styrkjum stöðu þeirra. Það er réttur allra að hafa greiðan aðgang að góðri og fjölbreyttri menntun, óháð þörfum, efnahag og uppruna. Til að þetta sé hægt þurfum við góða kennara í öllum skólum og á öllum skólastigum. Góður kennari er mikill áhrifavaldur í lífi og menntun barna og ungmenna. Kennarinn er margt í senn, fræðari, leiðsögumaður, leiðtogi, vinur og félagi. Hann þarf að sinna mörgum mismunandi hlutverkum, vera úrræðagóður og sveigjanlegur svo að kennslan og skólastarfið sé lifandi og merkingarbært og geri gagn til framtíðar fyrir börn og ungmenni og samfélagið. Kennarar þurfa stöðugt að fylgjast með og þróa sig í starfi. Þeir þurfa að aðlaga sig að síbreytilegum kröfum úr öllum áttum, frá nemendum, foreldrum og samfélaginu. Til að þetta megi verða þarf kennarastarfið að njóta virðingar í samfélaginu og það viðurkennt sem eitt af lykilstörfum. Án góðrar menntunar á samfélagið sér ekki bjarta framtíð. Það hefur skaðleg áhrif að tala menntun og menntakerfið niður. Samfélagið þarf að bera virðingu fyrir menntun, sýna henni áhuga og styðja á alla lund. Mannauðurinn er lykill að farsæld í flóknu nútímalífi og verður sífellt mikilvægari þegar til framtíðar er litið. Án góðra kennara tekst okkur ekki að vera í fremstu röð í samfélagi þjóðanna. Kennarar á Íslandi hafa lengi þurft að fara í hörð átök með reglulegu millibili til að laga launastöðuna miðað við kjör hópa á opinberum vinnumarkaði með sambærilega menntun. Og við blasir brýn þörf fyrir stóraukna nýliðun í kennslu. Samfélagið þarf að sýna í verki að það meti kennarastarfið að verðleikum með því að styrkja stöðu kennara og búa vel að stéttinni til að sinna mikilvægu starfi, með hvetjandi og skapandi starfsumhverfi og samkeppnishæfum launum. Það þurfa allir að standa saman um þetta verkefni, foreldrar, kennarar, fjölmiðlar, almenningur og stjórnvöld. Að standa með kennurum og meta þá að verðleikum skilar sér margfalt. Að standa með kennurum og meta þá að verðleikum skilar sér aukinni nýliðun í kennslu og þar með öflugra menntakerfi og menntun. Að standa með kennurum og meta þá að verðleikum skilar sér ekki síst í betra samfélagi fyrir börn og ungmenni þar sem jafnræði og lýðræði er haft að leiðarljósi. Kæru kennarar – til hamingju með kennaradaginn!
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar