Metum kennara að verðleikum – styrkjum stöðu þeirra! Þórður Á. Hjaltested og Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 5. október 2016 07:00 Alþjóðadagur kennara hefur verið haldinn hátíðlegur um árabil. Þann dag vekja Alþjóðasamtök kennara og milljónir kennara um allan heim athygli á kennarastarfinu og gera kröfur um umbætur í menntamálum. Yfirskrift dagsins í ár er metum kennara að verðleikum – styrkjum stöðu þeirra. Það er réttur allra að hafa greiðan aðgang að góðri og fjölbreyttri menntun, óháð þörfum, efnahag og uppruna. Til að þetta sé hægt þurfum við góða kennara í öllum skólum og á öllum skólastigum. Góður kennari er mikill áhrifavaldur í lífi og menntun barna og ungmenna. Kennarinn er margt í senn, fræðari, leiðsögumaður, leiðtogi, vinur og félagi. Hann þarf að sinna mörgum mismunandi hlutverkum, vera úrræðagóður og sveigjanlegur svo að kennslan og skólastarfið sé lifandi og merkingarbært og geri gagn til framtíðar fyrir börn og ungmenni og samfélagið. Kennarar þurfa stöðugt að fylgjast með og þróa sig í starfi. Þeir þurfa að aðlaga sig að síbreytilegum kröfum úr öllum áttum, frá nemendum, foreldrum og samfélaginu. Til að þetta megi verða þarf kennarastarfið að njóta virðingar í samfélaginu og það viðurkennt sem eitt af lykilstörfum. Án góðrar menntunar á samfélagið sér ekki bjarta framtíð. Það hefur skaðleg áhrif að tala menntun og menntakerfið niður. Samfélagið þarf að bera virðingu fyrir menntun, sýna henni áhuga og styðja á alla lund. Mannauðurinn er lykill að farsæld í flóknu nútímalífi og verður sífellt mikilvægari þegar til framtíðar er litið. Án góðra kennara tekst okkur ekki að vera í fremstu röð í samfélagi þjóðanna. Kennarar á Íslandi hafa lengi þurft að fara í hörð átök með reglulegu millibili til að laga launastöðuna miðað við kjör hópa á opinberum vinnumarkaði með sambærilega menntun. Og við blasir brýn þörf fyrir stóraukna nýliðun í kennslu. Samfélagið þarf að sýna í verki að það meti kennarastarfið að verðleikum með því að styrkja stöðu kennara og búa vel að stéttinni til að sinna mikilvægu starfi, með hvetjandi og skapandi starfsumhverfi og samkeppnishæfum launum. Það þurfa allir að standa saman um þetta verkefni, foreldrar, kennarar, fjölmiðlar, almenningur og stjórnvöld. Að standa með kennurum og meta þá að verðleikum skilar sér margfalt. Að standa með kennurum og meta þá að verðleikum skilar sér aukinni nýliðun í kennslu og þar með öflugra menntakerfi og menntun. Að standa með kennurum og meta þá að verðleikum skilar sér ekki síst í betra samfélagi fyrir börn og ungmenni þar sem jafnræði og lýðræði er haft að leiðarljósi. Kæru kennarar – til hamingju með kennaradaginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur kennara hefur verið haldinn hátíðlegur um árabil. Þann dag vekja Alþjóðasamtök kennara og milljónir kennara um allan heim athygli á kennarastarfinu og gera kröfur um umbætur í menntamálum. Yfirskrift dagsins í ár er metum kennara að verðleikum – styrkjum stöðu þeirra. Það er réttur allra að hafa greiðan aðgang að góðri og fjölbreyttri menntun, óháð þörfum, efnahag og uppruna. Til að þetta sé hægt þurfum við góða kennara í öllum skólum og á öllum skólastigum. Góður kennari er mikill áhrifavaldur í lífi og menntun barna og ungmenna. Kennarinn er margt í senn, fræðari, leiðsögumaður, leiðtogi, vinur og félagi. Hann þarf að sinna mörgum mismunandi hlutverkum, vera úrræðagóður og sveigjanlegur svo að kennslan og skólastarfið sé lifandi og merkingarbært og geri gagn til framtíðar fyrir börn og ungmenni og samfélagið. Kennarar þurfa stöðugt að fylgjast með og þróa sig í starfi. Þeir þurfa að aðlaga sig að síbreytilegum kröfum úr öllum áttum, frá nemendum, foreldrum og samfélaginu. Til að þetta megi verða þarf kennarastarfið að njóta virðingar í samfélaginu og það viðurkennt sem eitt af lykilstörfum. Án góðrar menntunar á samfélagið sér ekki bjarta framtíð. Það hefur skaðleg áhrif að tala menntun og menntakerfið niður. Samfélagið þarf að bera virðingu fyrir menntun, sýna henni áhuga og styðja á alla lund. Mannauðurinn er lykill að farsæld í flóknu nútímalífi og verður sífellt mikilvægari þegar til framtíðar er litið. Án góðra kennara tekst okkur ekki að vera í fremstu röð í samfélagi þjóðanna. Kennarar á Íslandi hafa lengi þurft að fara í hörð átök með reglulegu millibili til að laga launastöðuna miðað við kjör hópa á opinberum vinnumarkaði með sambærilega menntun. Og við blasir brýn þörf fyrir stóraukna nýliðun í kennslu. Samfélagið þarf að sýna í verki að það meti kennarastarfið að verðleikum með því að styrkja stöðu kennara og búa vel að stéttinni til að sinna mikilvægu starfi, með hvetjandi og skapandi starfsumhverfi og samkeppnishæfum launum. Það þurfa allir að standa saman um þetta verkefni, foreldrar, kennarar, fjölmiðlar, almenningur og stjórnvöld. Að standa með kennurum og meta þá að verðleikum skilar sér margfalt. Að standa með kennurum og meta þá að verðleikum skilar sér aukinni nýliðun í kennslu og þar með öflugra menntakerfi og menntun. Að standa með kennurum og meta þá að verðleikum skilar sér ekki síst í betra samfélagi fyrir börn og ungmenni þar sem jafnræði og lýðræði er haft að leiðarljósi. Kæru kennarar – til hamingju með kennaradaginn!
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun