Þorum við að hafna einhverju? Anna Björk Bjarnadóttir skrifar 5. október 2016 10:00 Fyrirtæki taka sjaldnast nógu skýrt fram hverju er fórnað þegar ákveðnar áherslur eru valdar. Sérhver stefnumarkandi ákvörðun er aldrei farsælli en innleiðing hennar og reynslumiklir leiðtogar vita að það er ómögulegt að innleiða allt sem okkur langar til. Ástæðan er sú að ef innleiðing á að vera farsæl og ná alla leið þarf að laga skipulag, innviði, og ferla fyrirtækisins að þeim áherslum sem urðu ofan á. Það er ógerningur ef við veljum ekki eitthvað burt. Treacy og Wiersema færa rök fyrir því með „The Value Discipline Model“ að fyrirtæki sem ná leiðandi stöðu á markaði leggi alltaf áherslu á að skapa virði fyrir viðskiptavini sína. Þeir lýsa því hvernig leiðtogarnir í hverjum geira á hverjum markaði hafa náð að skilgreina hvert mesta virðið er fyrir viðskiptavini á þeim markaði. Síðan móta þeir sterkt viðskiptamódel sem skilar mun meira virði til viðskiptavinarins en samkeppnin. Fyrirtæki með afgerandi forystu á markaði gera það með því að skerpa fókusinn, ekki breikka hann. Þau ná markaðsyfirburðum með því að leggja áherslu á að vera framúrskarandi í einni af þremur meginvíddum til að hámarka virði fyrir viðskiptavininn. Sú fyrsta er viðskiptavinanánd (customer intimacy) – þar sem fókusinn er á að markhópagreina í þaula, að vita „allt“ um viðskiptavininn og hegðun hans til að geta skilað honum hnitmiðuðu hámarksvirði. Í öðru lagi er forysta í vöruþróun (product leadership), þar sem allt fyrirtækið er sérsniðið í kringum vöruþróun, viðskiptavinir þess upplifa mesta virðið í því að fá nýjar vörur og þjónustu. Þriðja víddin er framúrskarandi ferlastjórnun (operational excellence) sem tryggir skjóta áhyggju- og hnökralausa afhendingu á vöru með fókus á samkeppnishæft verð. Rannsóknir sýna að framúrskarandi fyrirtæki velja og hafna. Þau velja að verða framúrskarandi í einni af þessum þremur víddum en halda samkeppnishæfni í hinum tveimur. Þannig ná þau forskoti á markaði sem aðrir eiga í stökustu vandræðum með að fylgja, því forystufyrirtækið lyftir jafnt og þétt væntingavísitölu markaðarins upp á hærra plan eftir því sem markaðurinn eltir. Að hafa stefnuna það skýra að allir viti hvað trompar hvað á hverjum tíma auðveldar stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækjanna að ná hámarksárangri í vegferðinni að sameiginlegum sigri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirtæki taka sjaldnast nógu skýrt fram hverju er fórnað þegar ákveðnar áherslur eru valdar. Sérhver stefnumarkandi ákvörðun er aldrei farsælli en innleiðing hennar og reynslumiklir leiðtogar vita að það er ómögulegt að innleiða allt sem okkur langar til. Ástæðan er sú að ef innleiðing á að vera farsæl og ná alla leið þarf að laga skipulag, innviði, og ferla fyrirtækisins að þeim áherslum sem urðu ofan á. Það er ógerningur ef við veljum ekki eitthvað burt. Treacy og Wiersema færa rök fyrir því með „The Value Discipline Model“ að fyrirtæki sem ná leiðandi stöðu á markaði leggi alltaf áherslu á að skapa virði fyrir viðskiptavini sína. Þeir lýsa því hvernig leiðtogarnir í hverjum geira á hverjum markaði hafa náð að skilgreina hvert mesta virðið er fyrir viðskiptavini á þeim markaði. Síðan móta þeir sterkt viðskiptamódel sem skilar mun meira virði til viðskiptavinarins en samkeppnin. Fyrirtæki með afgerandi forystu á markaði gera það með því að skerpa fókusinn, ekki breikka hann. Þau ná markaðsyfirburðum með því að leggja áherslu á að vera framúrskarandi í einni af þremur meginvíddum til að hámarka virði fyrir viðskiptavininn. Sú fyrsta er viðskiptavinanánd (customer intimacy) – þar sem fókusinn er á að markhópagreina í þaula, að vita „allt“ um viðskiptavininn og hegðun hans til að geta skilað honum hnitmiðuðu hámarksvirði. Í öðru lagi er forysta í vöruþróun (product leadership), þar sem allt fyrirtækið er sérsniðið í kringum vöruþróun, viðskiptavinir þess upplifa mesta virðið í því að fá nýjar vörur og þjónustu. Þriðja víddin er framúrskarandi ferlastjórnun (operational excellence) sem tryggir skjóta áhyggju- og hnökralausa afhendingu á vöru með fókus á samkeppnishæft verð. Rannsóknir sýna að framúrskarandi fyrirtæki velja og hafna. Þau velja að verða framúrskarandi í einni af þessum þremur víddum en halda samkeppnishæfni í hinum tveimur. Þannig ná þau forskoti á markaði sem aðrir eiga í stökustu vandræðum með að fylgja, því forystufyrirtækið lyftir jafnt og þétt væntingavísitölu markaðarins upp á hærra plan eftir því sem markaðurinn eltir. Að hafa stefnuna það skýra að allir viti hvað trompar hvað á hverjum tíma auðveldar stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækjanna að ná hámarksárangri í vegferðinni að sameiginlegum sigri.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun