Hálf milljón níu þrepa sjálfskiptinga innkallaðar Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2016 11:45 Níu gíra sjálfskipting ZF. Íhlutaframleiðandinn ZF mun brátt innkalla níu þrepa sjálfskiptingar sínar sem í notkun eru í meira en 500.000 bílum. Meðal merkja sem lenda í innkölluninni eru Fiat Chrysler, Honda og Land Rover en innköllunin er vegna galla í tengibúnaði skynjara, en gallinn getur leitt til þess að skiptingin fari í hlutlausan við hvaða aðstæður sem er. Viðgerðin er einföld í sjálfu sér þar sem einungis þarf að einangra betur vírana og verður innköllunin gerð hjá viðeigandi umboðum. Bílarnir sem innköllunin nær til í Bandaríkjunum eru Jeep Cherokee 2014-16, Jeep Renegade 2015-16, Chrysler 200 2015-17, RAM ProMaster City 2015-16, Fiat 500X 2016, Range Rover Evoque 2014-17, Land Rover Discovery 2015-17, Acura TLX V6 2015-17 og Honda Pilot 2015-16. Athygli vekur að fyrir nokkrum vikum innkallaði FCA 410.000 bíla vegna samskonar galla á vírum í vélbúnaði bíla sinna. Frá þessu er grein á vefnum billinn.is. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent
Íhlutaframleiðandinn ZF mun brátt innkalla níu þrepa sjálfskiptingar sínar sem í notkun eru í meira en 500.000 bílum. Meðal merkja sem lenda í innkölluninni eru Fiat Chrysler, Honda og Land Rover en innköllunin er vegna galla í tengibúnaði skynjara, en gallinn getur leitt til þess að skiptingin fari í hlutlausan við hvaða aðstæður sem er. Viðgerðin er einföld í sjálfu sér þar sem einungis þarf að einangra betur vírana og verður innköllunin gerð hjá viðeigandi umboðum. Bílarnir sem innköllunin nær til í Bandaríkjunum eru Jeep Cherokee 2014-16, Jeep Renegade 2015-16, Chrysler 200 2015-17, RAM ProMaster City 2015-16, Fiat 500X 2016, Range Rover Evoque 2014-17, Land Rover Discovery 2015-17, Acura TLX V6 2015-17 og Honda Pilot 2015-16. Athygli vekur að fyrir nokkrum vikum innkallaði FCA 410.000 bíla vegna samskonar galla á vírum í vélbúnaði bíla sinna. Frá þessu er grein á vefnum billinn.is.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent