GameTíví bræðurnir Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann ætla að kíkja á leikinn Ratchet and Clank í dag. Um er að ræða maraþonspilun og ætla þeir að spila leikinn frá upphafi til enda. Sýnt verður beint frá spilun þeirra á Twitch og hér á Vísi og hefst útsendingin um klukkan 16:00.
Um er að ræða endurgerð á tæplega 14 ára gömlum leik um þá félaga Ratchet og Clank. Eintök af leiknum verða gefin til áhorfenda.