Porsche Macan ódýrari með fjögurra strokka vél Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2016 13:30 Porsche Macan með fjögurra strokka vél. Porsche ætlar að bjóða fjögurra strokka vél í Macan jeppling sinn til að geta boðið hann á lægra verði. Þessi vél er 252 hestafla og með 370 Nm togi og tengd við 7 gíra PDK sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Ódýrasti Porsche Macan nú kostar 60.548 evrur en fjögurra strokka útgáfa hans mun kosta 55.669 evrur. Með þessari nýju minni vél er Macan samt aðeins 6,7 sekúndur í 100 km hraða og með Sport Chrono pakkanum aðeins 6,5 sekúndur og hámarkshraðann 229 km/klst. Eyðsla bílsins er 7,2 lítrar og vegur bílinn 1.770 kíló og er að sjálfsögðu áfram fjórhjóladrifinn. Bíllinn kemur á 18 tommu felgum og sjá má útlitsmun á honum frá öðrum gerðum með svörtum bremsubúnaði, svartri umgerð kringum gluggana og rispuðu stáli á útblástursrörum hans. Nýja ódýrari gerðin fær margt úr Macan S bílnum, svo sem sætin með 8 rafstillingum, nýjasta PCM afþreyingarkerfinu, miðjustokki með alcantara áklæði og akgreinaskiptivara. Til stendur hjá Porsche að bjóða hefja sölu þessa bíls í júní. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent
Porsche ætlar að bjóða fjögurra strokka vél í Macan jeppling sinn til að geta boðið hann á lægra verði. Þessi vél er 252 hestafla og með 370 Nm togi og tengd við 7 gíra PDK sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Ódýrasti Porsche Macan nú kostar 60.548 evrur en fjögurra strokka útgáfa hans mun kosta 55.669 evrur. Með þessari nýju minni vél er Macan samt aðeins 6,7 sekúndur í 100 km hraða og með Sport Chrono pakkanum aðeins 6,5 sekúndur og hámarkshraðann 229 km/klst. Eyðsla bílsins er 7,2 lítrar og vegur bílinn 1.770 kíló og er að sjálfsögðu áfram fjórhjóladrifinn. Bíllinn kemur á 18 tommu felgum og sjá má útlitsmun á honum frá öðrum gerðum með svörtum bremsubúnaði, svartri umgerð kringum gluggana og rispuðu stáli á útblástursrörum hans. Nýja ódýrari gerðin fær margt úr Macan S bílnum, svo sem sætin með 8 rafstillingum, nýjasta PCM afþreyingarkerfinu, miðjustokki með alcantara áklæði og akgreinaskiptivara. Til stendur hjá Porsche að bjóða hefja sölu þessa bíls í júní.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent