Sameinast um reglur fyrir deilihagkerfið Sæunn Gísladóttir skrifar 22. júní 2016 11:00 París er vinsælasti áfangastðaur Airbnb-notenda. Fréttablaðið/AFP Tíu af stærstu viðskiptaborgum heims stefna að því að skrifa í sameiningu reglubók fyrir deilihagkerfið til þess að setja fyrirtækjum eins og Airbnb og Uber skýrari reglur. Þannig geti borgirnar nýtt sér stærð sína til að koma á fót skýrari grundvallarreglum. Fyrirtæki sem tengjast deilihagkerfinu hafa deilt við eftirlitsstofnanir, en oftast ríkja mismunandi reglur í hverri borg fyrir sig. Með nýrri reglubók sem myndi meðal annars ná til New York, Parísar, Seúl, Aþenu, Barcelona og Toronto myndi þetta breytast. Enn hafa engar reglur verið settar en fjöldi borgarfulltrúa hittist í fyrsta sinn í Amsterdam í síðasta mánuði til að ræða hugmyndina. Borgarfulltrúar Parísar vilja gefa út fyrstu reglubókina fyrir lok september. „Það að leikið sé eftir mismunandi reglum á 20-30 stærstu mörkuðum heims gerir engum gott,“ er haft eftir Wiley Norvell, talsmanni New York borgar, í frétt Bloomberg um málið. „Við viljum að neytendur og ferðamenn standi frammi fyrir samræmdum reglum milli borga. Við viljum nýta stærð markaðanna sem er gífurleg, svo að raddir borganna muni hafa áhrif,“ segir Norvell. Reglugerðir hafa verið stærsti þröskuldurinn fyrir aukinni þjónustu fyrirtækja eins og Airbnb og Uber. Bæði fyrirtækin hafa talað fyrir því að þau hafi jákvæð áhrif á borgir og séu atvinnuskapandi og hafa rætt við borgaryfirvöld um það að vera réttum megin við lögin. Airbnb hefur átt ágætt samstarf við París, stærsta markað fyrirtækisins, með því að innheimta ferðamannaskatt fyrir hönd borgarinnar á notendur sína. Airbnb mun halda áfram að innheimta slíkan skatt í átján borgum til viðbótar í Frakklandi frá og með ágúst. Ian Brossat, borgarfulltrúi í París, segir í samtali við Bloomberg að þetta sé jákvæð þróun. Hins vegar geti forsvarsmenn Airbnb ekki „keypt“ borgaryfirvöld með einum né neinum hætti. Þau muni halda áfram vinnu til að sporna gegn því að heilu hverfin fari í útleigu til ferðamanna. Frönsk yfirvöld vilja auk ferðamannaskattsins leggja skatt á tekjur af útleigu íbúða í gegnum Airbnb. Brossat segir nauðsynlegt að vera með reglugerð í deilihagkerfinu þar sem komið sé að lokahnykknum í baráttunni við deilihagkerfið. Almenningur sé farinn að skilja að þörf sé á úrræðum. Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Tíu af stærstu viðskiptaborgum heims stefna að því að skrifa í sameiningu reglubók fyrir deilihagkerfið til þess að setja fyrirtækjum eins og Airbnb og Uber skýrari reglur. Þannig geti borgirnar nýtt sér stærð sína til að koma á fót skýrari grundvallarreglum. Fyrirtæki sem tengjast deilihagkerfinu hafa deilt við eftirlitsstofnanir, en oftast ríkja mismunandi reglur í hverri borg fyrir sig. Með nýrri reglubók sem myndi meðal annars ná til New York, Parísar, Seúl, Aþenu, Barcelona og Toronto myndi þetta breytast. Enn hafa engar reglur verið settar en fjöldi borgarfulltrúa hittist í fyrsta sinn í Amsterdam í síðasta mánuði til að ræða hugmyndina. Borgarfulltrúar Parísar vilja gefa út fyrstu reglubókina fyrir lok september. „Það að leikið sé eftir mismunandi reglum á 20-30 stærstu mörkuðum heims gerir engum gott,“ er haft eftir Wiley Norvell, talsmanni New York borgar, í frétt Bloomberg um málið. „Við viljum að neytendur og ferðamenn standi frammi fyrir samræmdum reglum milli borga. Við viljum nýta stærð markaðanna sem er gífurleg, svo að raddir borganna muni hafa áhrif,“ segir Norvell. Reglugerðir hafa verið stærsti þröskuldurinn fyrir aukinni þjónustu fyrirtækja eins og Airbnb og Uber. Bæði fyrirtækin hafa talað fyrir því að þau hafi jákvæð áhrif á borgir og séu atvinnuskapandi og hafa rætt við borgaryfirvöld um það að vera réttum megin við lögin. Airbnb hefur átt ágætt samstarf við París, stærsta markað fyrirtækisins, með því að innheimta ferðamannaskatt fyrir hönd borgarinnar á notendur sína. Airbnb mun halda áfram að innheimta slíkan skatt í átján borgum til viðbótar í Frakklandi frá og með ágúst. Ian Brossat, borgarfulltrúi í París, segir í samtali við Bloomberg að þetta sé jákvæð þróun. Hins vegar geti forsvarsmenn Airbnb ekki „keypt“ borgaryfirvöld með einum né neinum hætti. Þau muni halda áfram vinnu til að sporna gegn því að heilu hverfin fari í útleigu til ferðamanna. Frönsk yfirvöld vilja auk ferðamannaskattsins leggja skatt á tekjur af útleigu íbúða í gegnum Airbnb. Brossat segir nauðsynlegt að vera með reglugerð í deilihagkerfinu þar sem komið sé að lokahnykknum í baráttunni við deilihagkerfið. Almenningur sé farinn að skilja að þörf sé á úrræðum.
Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira