Sameinast um reglur fyrir deilihagkerfið Sæunn Gísladóttir skrifar 22. júní 2016 11:00 París er vinsælasti áfangastðaur Airbnb-notenda. Fréttablaðið/AFP Tíu af stærstu viðskiptaborgum heims stefna að því að skrifa í sameiningu reglubók fyrir deilihagkerfið til þess að setja fyrirtækjum eins og Airbnb og Uber skýrari reglur. Þannig geti borgirnar nýtt sér stærð sína til að koma á fót skýrari grundvallarreglum. Fyrirtæki sem tengjast deilihagkerfinu hafa deilt við eftirlitsstofnanir, en oftast ríkja mismunandi reglur í hverri borg fyrir sig. Með nýrri reglubók sem myndi meðal annars ná til New York, Parísar, Seúl, Aþenu, Barcelona og Toronto myndi þetta breytast. Enn hafa engar reglur verið settar en fjöldi borgarfulltrúa hittist í fyrsta sinn í Amsterdam í síðasta mánuði til að ræða hugmyndina. Borgarfulltrúar Parísar vilja gefa út fyrstu reglubókina fyrir lok september. „Það að leikið sé eftir mismunandi reglum á 20-30 stærstu mörkuðum heims gerir engum gott,“ er haft eftir Wiley Norvell, talsmanni New York borgar, í frétt Bloomberg um málið. „Við viljum að neytendur og ferðamenn standi frammi fyrir samræmdum reglum milli borga. Við viljum nýta stærð markaðanna sem er gífurleg, svo að raddir borganna muni hafa áhrif,“ segir Norvell. Reglugerðir hafa verið stærsti þröskuldurinn fyrir aukinni þjónustu fyrirtækja eins og Airbnb og Uber. Bæði fyrirtækin hafa talað fyrir því að þau hafi jákvæð áhrif á borgir og séu atvinnuskapandi og hafa rætt við borgaryfirvöld um það að vera réttum megin við lögin. Airbnb hefur átt ágætt samstarf við París, stærsta markað fyrirtækisins, með því að innheimta ferðamannaskatt fyrir hönd borgarinnar á notendur sína. Airbnb mun halda áfram að innheimta slíkan skatt í átján borgum til viðbótar í Frakklandi frá og með ágúst. Ian Brossat, borgarfulltrúi í París, segir í samtali við Bloomberg að þetta sé jákvæð þróun. Hins vegar geti forsvarsmenn Airbnb ekki „keypt“ borgaryfirvöld með einum né neinum hætti. Þau muni halda áfram vinnu til að sporna gegn því að heilu hverfin fari í útleigu til ferðamanna. Frönsk yfirvöld vilja auk ferðamannaskattsins leggja skatt á tekjur af útleigu íbúða í gegnum Airbnb. Brossat segir nauðsynlegt að vera með reglugerð í deilihagkerfinu þar sem komið sé að lokahnykknum í baráttunni við deilihagkerfið. Almenningur sé farinn að skilja að þörf sé á úrræðum. Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Tíu af stærstu viðskiptaborgum heims stefna að því að skrifa í sameiningu reglubók fyrir deilihagkerfið til þess að setja fyrirtækjum eins og Airbnb og Uber skýrari reglur. Þannig geti borgirnar nýtt sér stærð sína til að koma á fót skýrari grundvallarreglum. Fyrirtæki sem tengjast deilihagkerfinu hafa deilt við eftirlitsstofnanir, en oftast ríkja mismunandi reglur í hverri borg fyrir sig. Með nýrri reglubók sem myndi meðal annars ná til New York, Parísar, Seúl, Aþenu, Barcelona og Toronto myndi þetta breytast. Enn hafa engar reglur verið settar en fjöldi borgarfulltrúa hittist í fyrsta sinn í Amsterdam í síðasta mánuði til að ræða hugmyndina. Borgarfulltrúar Parísar vilja gefa út fyrstu reglubókina fyrir lok september. „Það að leikið sé eftir mismunandi reglum á 20-30 stærstu mörkuðum heims gerir engum gott,“ er haft eftir Wiley Norvell, talsmanni New York borgar, í frétt Bloomberg um málið. „Við viljum að neytendur og ferðamenn standi frammi fyrir samræmdum reglum milli borga. Við viljum nýta stærð markaðanna sem er gífurleg, svo að raddir borganna muni hafa áhrif,“ segir Norvell. Reglugerðir hafa verið stærsti þröskuldurinn fyrir aukinni þjónustu fyrirtækja eins og Airbnb og Uber. Bæði fyrirtækin hafa talað fyrir því að þau hafi jákvæð áhrif á borgir og séu atvinnuskapandi og hafa rætt við borgaryfirvöld um það að vera réttum megin við lögin. Airbnb hefur átt ágætt samstarf við París, stærsta markað fyrirtækisins, með því að innheimta ferðamannaskatt fyrir hönd borgarinnar á notendur sína. Airbnb mun halda áfram að innheimta slíkan skatt í átján borgum til viðbótar í Frakklandi frá og með ágúst. Ian Brossat, borgarfulltrúi í París, segir í samtali við Bloomberg að þetta sé jákvæð þróun. Hins vegar geti forsvarsmenn Airbnb ekki „keypt“ borgaryfirvöld með einum né neinum hætti. Þau muni halda áfram vinnu til að sporna gegn því að heilu hverfin fari í útleigu til ferðamanna. Frönsk yfirvöld vilja auk ferðamannaskattsins leggja skatt á tekjur af útleigu íbúða í gegnum Airbnb. Brossat segir nauðsynlegt að vera með reglugerð í deilihagkerfinu þar sem komið sé að lokahnykknum í baráttunni við deilihagkerfið. Almenningur sé farinn að skilja að þörf sé á úrræðum.
Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira