Tap hjá Mitsubishi í fyrsta sinn í 8 ár Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2016 14:38 Eyðslutölusvindl ætlar að leika margan bílaframleiðandann grátt. Japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi gerir ráð fyrir 175 milljarða tapi á rekstrarárinu vegna þess kostnaðar sem hlýst af eyðslutölusvindli þess. Þetta tap yrði það fyrsta á heilu rekstarári á síðustu 8 árum. Mitshubishi hefur sett til hliðar 245 milljarða króna til að mæta kostnaði vegna þess eyðslutölusvindls sem fyrirtækið viðurkenndi sjálft fyrr á árinu. Ekki hjálpar það Mitsubishi að fyrirtækið hefur neyðst til að lækka verð á þeim bílum sem rangar eyðslutölur hafa birst um. Einnig þarf Mitsubishi að greiða núverandi kaupendum þeirra bíla sem eyðslutölusvindlið átti við um dágóðar bætur. Eins og greint hefur verið frá hér á bílavef visir.is hefur Nissan tryggt sér ráðandi hlut í Mitsubishi í kjölfar vandræða þess og ekki má telja ólíklegt að á næstu árum muni Nissan eignast bílaframleiðslu Mitsubishi að fullu. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi gerir ráð fyrir 175 milljarða tapi á rekstrarárinu vegna þess kostnaðar sem hlýst af eyðslutölusvindli þess. Þetta tap yrði það fyrsta á heilu rekstarári á síðustu 8 árum. Mitshubishi hefur sett til hliðar 245 milljarða króna til að mæta kostnaði vegna þess eyðslutölusvindls sem fyrirtækið viðurkenndi sjálft fyrr á árinu. Ekki hjálpar það Mitsubishi að fyrirtækið hefur neyðst til að lækka verð á þeim bílum sem rangar eyðslutölur hafa birst um. Einnig þarf Mitsubishi að greiða núverandi kaupendum þeirra bíla sem eyðslutölusvindlið átti við um dágóðar bætur. Eins og greint hefur verið frá hér á bílavef visir.is hefur Nissan tryggt sér ráðandi hlut í Mitsubishi í kjölfar vandræða þess og ekki má telja ólíklegt að á næstu árum muni Nissan eignast bílaframleiðslu Mitsubishi að fullu.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent