Fótbolti

Theodór Elmar: Gildra að vera með hausinn í lagi á bekknum

Theodór Elmar Bjarnason fagnar með fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni.
Theodór Elmar Bjarnason fagnar með fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni. Vísir/AFP
„Það er gildra að vera með hausinn í lagi þegar maður fær tækifærið og bíða eftir réttu stundinni,“ sagði Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður íslenska liðsins, hreinskilinn eftir 2-1 sigur Íslands í dag, aðspurður út í hvernig hefði verið að koma inn af bekknum í leik eins og þessum.

„Ég er búinn að bíða eftir mínu tækifæri og í dag kom að því. Ég er alltaf klár og ég reyndi bara að vinna mína vinnu fullkomnlega og það gekk upp í dag. Maður er auðvitað alltaf svekktur að fá ekki að spila og það finnst öllum hundleiðinlegt að sitja á bekknum en það er mun auðveldara að styðja liðsfélaga sína þegar þetta eru vinir manns,“ sagði Elmar og bætti við:

„Maður þarf að bíða eftir réttu stundinni og vera tilbúinn þegar að því kemur. Það er auðveldara að sætta sig við þetta hlutverk þegar þú ert í hóp eins og þessum.“

Elmar lagði upp sigurmarkið fyrir Arnór en hann sló á létta strengi þegar hann var spurður út í hvort hann hefði velt fyrir sér að reyna skotið sjálfur í stað þess að renna honum á liðsfélaga sína.

„Auðvitað sá maður það en þegar ég sá græðgina í Birki og Arnóri og að þeir væru í betra færi vissi ég að ég myndi gefa boltann og ég hætti að hugsa um markið. Ég reyndi bara að draga varnarmanninn til mín til að skapa pláss fyrir þá,“ sagði Elmar sem hrósaði stuðningsmönnum íslenska liðsins.

„Þetta var þvílíkt adrenalínsjokk fyrir okkur alla og maður man varla hvað maður var að gera þarna í fimm mínútur með stuðningsmönnunum beint eftir flautið. Maður man hinsvegar að þetta var æðislegt, stuðningurinn sem við höfum fengið er ótrúlegur.“


Tengdar fréttir

Aron Einar: Mun muna eftir þessu kvöldi þar til ég dey

Landsliðsfyrirliðinn sagðist hafa átt frábæra stund með stuðningsmönnum íslenska liðsins eftir 2-1 sigur á Austurríki í F-riðli EM í knattspyrnu í kvöld en leikmenn liðsins voru þakklátir fyrir stuðninginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.