Dýrari steikur og betra vín á borðum um jólin Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 06:00 Allar forsendur benda til að jólaverslun verði með líflegasta móti í ár, að því er segir í jólaspá Rannsóknaseturs verslunarinnar. vísir/anton Metvöxtur verður milli ára í jólaverslun innanlands samkvæmt spá Rannsóknaseturs verslunarinnar. Áætlað er að jólaverslunin aukist um 10,3 prósent frá síðasta ári og að veltan verði um 85 milljarðar án virðisaukaskatts. Í fyrra var vöxtur jólaverslunarinnar 6,6 prósent frá árinu þar áður. „En þótt kaupmáttur launa hafi farið vaxandi að undanförnu er neyslan ekki umfram kaupgetu. Það má segja að nú sé minna bruðl og meiri fyrirhyggja í innkaupum,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknasetursins. Í jólaspánni segir að draga megi þá ályktun að hver Íslendingur verji að jafnaði 53.813 krónum til innkaupa í nóvember og desember. Í fyrra nam upphæðin 49.156 krónum. Mikill vöxtur hefur verið í dagvöruverslun síðustu mánuði og ætla má að landsmenn geri vel við sig í mat og drykk yfir hátíðarnar. Líklega verður meira um dýrari steikur og betri eðalvín á borðum landsmanna um þessi jól en í fyrra, að því er segir í jólaspánni. Gera má ráð fyrir aukinni sölu á tækjum til afþreyingar. Vinsældir leikja sem hægt er að tengja við sjónvörp og sem öll fjölskyldan getur notið hafa verið að aukast.Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar.Í jólaspánni segir að styrking krónunnar haldi aftur af verðhækkunum á húsgögnum og valdi jafnvel verðlækkunum. Velta í húsgagnaverslunum hefur aukist jafnt og þétt að undanförnu og er bent á að sala á rúmum hafi aukist um 65 prósent í september síðastliðnum. Líkur eru á að sala á fötum aukist innanlands að magni til fyrir þessi jól en tollar á fatnaði voru afnumdir um áramótin. Þar sem hagstæðara hefur orðið fyrir Íslendinga að kaupa vörur í útlöndum má gera ráð fyrir að slík verslun minnki ekki fyrir jólin. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis í september síðastliðnum var 12,5 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra og fjöldi færslna erlendis 31,5 prósentum meiri. Emil segir að „Black Friday“ útsölurnar í fyrra hafi slegið nýjan tón í íslenskri jólaverslun og kláruðu þá margir jólainnkaupin á einu bretti þegar verslanir buðu ríflegan afslátt. Í ár verður Black Friday 25. nóvember. Ætla má að hluti neytenda kaupi allar jólagjafir eða hluta þeirra á netinu, ýmist frá innlendum eða erlendum netverslunum. Mánudaginn eftir Black Friday er komið að Cyber Monday sem er allsherjar útsöludagur netverslana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira
Metvöxtur verður milli ára í jólaverslun innanlands samkvæmt spá Rannsóknaseturs verslunarinnar. Áætlað er að jólaverslunin aukist um 10,3 prósent frá síðasta ári og að veltan verði um 85 milljarðar án virðisaukaskatts. Í fyrra var vöxtur jólaverslunarinnar 6,6 prósent frá árinu þar áður. „En þótt kaupmáttur launa hafi farið vaxandi að undanförnu er neyslan ekki umfram kaupgetu. Það má segja að nú sé minna bruðl og meiri fyrirhyggja í innkaupum,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknasetursins. Í jólaspánni segir að draga megi þá ályktun að hver Íslendingur verji að jafnaði 53.813 krónum til innkaupa í nóvember og desember. Í fyrra nam upphæðin 49.156 krónum. Mikill vöxtur hefur verið í dagvöruverslun síðustu mánuði og ætla má að landsmenn geri vel við sig í mat og drykk yfir hátíðarnar. Líklega verður meira um dýrari steikur og betri eðalvín á borðum landsmanna um þessi jól en í fyrra, að því er segir í jólaspánni. Gera má ráð fyrir aukinni sölu á tækjum til afþreyingar. Vinsældir leikja sem hægt er að tengja við sjónvörp og sem öll fjölskyldan getur notið hafa verið að aukast.Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar.Í jólaspánni segir að styrking krónunnar haldi aftur af verðhækkunum á húsgögnum og valdi jafnvel verðlækkunum. Velta í húsgagnaverslunum hefur aukist jafnt og þétt að undanförnu og er bent á að sala á rúmum hafi aukist um 65 prósent í september síðastliðnum. Líkur eru á að sala á fötum aukist innanlands að magni til fyrir þessi jól en tollar á fatnaði voru afnumdir um áramótin. Þar sem hagstæðara hefur orðið fyrir Íslendinga að kaupa vörur í útlöndum má gera ráð fyrir að slík verslun minnki ekki fyrir jólin. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis í september síðastliðnum var 12,5 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra og fjöldi færslna erlendis 31,5 prósentum meiri. Emil segir að „Black Friday“ útsölurnar í fyrra hafi slegið nýjan tón í íslenskri jólaverslun og kláruðu þá margir jólainnkaupin á einu bretti þegar verslanir buðu ríflegan afslátt. Í ár verður Black Friday 25. nóvember. Ætla má að hluti neytenda kaupi allar jólagjafir eða hluta þeirra á netinu, ýmist frá innlendum eða erlendum netverslunum. Mánudaginn eftir Black Friday er komið að Cyber Monday sem er allsherjar útsöludagur netverslana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira