Curry svaraði 0-10 leiknum með nýju þriggja stiga meti | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2016 07:00 Golden State Warriors vann tíu stiga sigur á New Orleans Pelicans, 116-106, á heimavelli sínum í Oakland í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og komst þannig aftur á sigurbraut eftir tap gegn Los Angeles Lakers í síðasta leik. Í tapleiknum gegn Lakers skoraði Steph Curry, leikmaður Golden State og besta skytta í sögu NBA-deildarinnar, ekki eina þriggja stiga körfu. Hann reyndi tíu sinnum en aldrei fór boltinn ofan í. Það var í fyrsta sinn í 158 leikjum í röð sem Curry skoraði ekki að minnsta kosti eina þriggja stiga körfu í leik. Curry hafði greinilega lítinn húmor fyrir frammistöðu sinni gegn Lakers því í nótt bætti hann eigið þriggja stiga met og skoraði þrettán þrista í einum og sama leiknum. Fyrra met Curry, sem hann deildi með Kobe Bryant og Donyell Marshall, voru tólf þriggja stiga körfur í einum leik..@StephenCurry30 sets a new NBA record for most threes in a single game with 13 #StephGonnaSteph pic.twitter.com/DAdNDZXWTJ— GoldenStateWarriors (@warriors) November 8, 2016 Curry þurfti ekki nema 17 tilraunir til að skora þessar þrettán þriggja stiga körfur en í heildina skoraði hann 46 stig. Körfuna sem bætti metið skoraði hann þegar 2:23 voru eftir af leiknum. Klay Thompson lagði 24 stig í sarpinn og Kevin Durant 22 stig en silfurlið síðasta tímabils er búið að vinna fimm af sjö fyrstu leikjum sínum. Anthony Davis, ofurstjarna Pelicans, var langstigahæstur í sínu liði með 33 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Oklahoma City byrjar lífið eftir Kevin Durant mjög vel en liðið er búið að vinna sex af fyrstu sjö leikjum sínum. Það lagði Miami Heat, 97-85, í nótt þar sem Enes Kanter kom sterkur inn af bekknum og var stigahæstur með 24 stig. Tyrkinn spilaði 21 mínútu í leiknum en hitti úr tíu af tólf skotum sínum í teignum og öllum fjórum vítaskotunum. Þar að auki tók Kanter tíu fráköst. Russell Westbrook skoraði fjórtán stig, tók fimm fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Utah Jazz 84-109 Washington Wizards - Houston Rockets 106-114 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 122-100 Chicago Bulls - Orlando Magic 112-80 OKC Thunder - Miami Heat 97-85 LA Clippers - Detroit Pistons 114-82 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 116-106 NBA Tengdar fréttir 157 leikja hrina Curry með þriggja stiga körfu á enda Eftir 157 leiki í röð með þriggja stiga körfu mistókst verðmætasta leikmanni deildarinnar, Steph Curry, að setja niður þrist í óvæntu tapi gegn Lakers í nótt en hann hitti ekki úr einu skoti í tíu tilraunum. 5. nóvember 2016 22:00 Miklu minna um skvettur hjá Skvettubræðrum í vetur Golden State Warriors vann í fyrravetur fleiri leiki en nokkurt annað lið í NBA-sögunni og fékk síðan til sín einn besta leikmann deildarinnar í sumar. Breytingarnar eru ekki að hafa góð áhrif á Skvettubræðurna. 7. nóvember 2016 23:15 Curry: Allen er besta skytta sögunnar Stephen Curry, verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, hrósar Ray Allen, sem greindi frá því í gær að hann væri hættur að spila körfubolta, í hástert. 2. nóvember 2016 23:30 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Golden State Warriors vann tíu stiga sigur á New Orleans Pelicans, 116-106, á heimavelli sínum í Oakland í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og komst þannig aftur á sigurbraut eftir tap gegn Los Angeles Lakers í síðasta leik. Í tapleiknum gegn Lakers skoraði Steph Curry, leikmaður Golden State og besta skytta í sögu NBA-deildarinnar, ekki eina þriggja stiga körfu. Hann reyndi tíu sinnum en aldrei fór boltinn ofan í. Það var í fyrsta sinn í 158 leikjum í röð sem Curry skoraði ekki að minnsta kosti eina þriggja stiga körfu í leik. Curry hafði greinilega lítinn húmor fyrir frammistöðu sinni gegn Lakers því í nótt bætti hann eigið þriggja stiga met og skoraði þrettán þrista í einum og sama leiknum. Fyrra met Curry, sem hann deildi með Kobe Bryant og Donyell Marshall, voru tólf þriggja stiga körfur í einum leik..@StephenCurry30 sets a new NBA record for most threes in a single game with 13 #StephGonnaSteph pic.twitter.com/DAdNDZXWTJ— GoldenStateWarriors (@warriors) November 8, 2016 Curry þurfti ekki nema 17 tilraunir til að skora þessar þrettán þriggja stiga körfur en í heildina skoraði hann 46 stig. Körfuna sem bætti metið skoraði hann þegar 2:23 voru eftir af leiknum. Klay Thompson lagði 24 stig í sarpinn og Kevin Durant 22 stig en silfurlið síðasta tímabils er búið að vinna fimm af sjö fyrstu leikjum sínum. Anthony Davis, ofurstjarna Pelicans, var langstigahæstur í sínu liði með 33 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Oklahoma City byrjar lífið eftir Kevin Durant mjög vel en liðið er búið að vinna sex af fyrstu sjö leikjum sínum. Það lagði Miami Heat, 97-85, í nótt þar sem Enes Kanter kom sterkur inn af bekknum og var stigahæstur með 24 stig. Tyrkinn spilaði 21 mínútu í leiknum en hitti úr tíu af tólf skotum sínum í teignum og öllum fjórum vítaskotunum. Þar að auki tók Kanter tíu fráköst. Russell Westbrook skoraði fjórtán stig, tók fimm fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Utah Jazz 84-109 Washington Wizards - Houston Rockets 106-114 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 122-100 Chicago Bulls - Orlando Magic 112-80 OKC Thunder - Miami Heat 97-85 LA Clippers - Detroit Pistons 114-82 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 116-106
NBA Tengdar fréttir 157 leikja hrina Curry með þriggja stiga körfu á enda Eftir 157 leiki í röð með þriggja stiga körfu mistókst verðmætasta leikmanni deildarinnar, Steph Curry, að setja niður þrist í óvæntu tapi gegn Lakers í nótt en hann hitti ekki úr einu skoti í tíu tilraunum. 5. nóvember 2016 22:00 Miklu minna um skvettur hjá Skvettubræðrum í vetur Golden State Warriors vann í fyrravetur fleiri leiki en nokkurt annað lið í NBA-sögunni og fékk síðan til sín einn besta leikmann deildarinnar í sumar. Breytingarnar eru ekki að hafa góð áhrif á Skvettubræðurna. 7. nóvember 2016 23:15 Curry: Allen er besta skytta sögunnar Stephen Curry, verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, hrósar Ray Allen, sem greindi frá því í gær að hann væri hættur að spila körfubolta, í hástert. 2. nóvember 2016 23:30 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
157 leikja hrina Curry með þriggja stiga körfu á enda Eftir 157 leiki í röð með þriggja stiga körfu mistókst verðmætasta leikmanni deildarinnar, Steph Curry, að setja niður þrist í óvæntu tapi gegn Lakers í nótt en hann hitti ekki úr einu skoti í tíu tilraunum. 5. nóvember 2016 22:00
Miklu minna um skvettur hjá Skvettubræðrum í vetur Golden State Warriors vann í fyrravetur fleiri leiki en nokkurt annað lið í NBA-sögunni og fékk síðan til sín einn besta leikmann deildarinnar í sumar. Breytingarnar eru ekki að hafa góð áhrif á Skvettubræðurna. 7. nóvember 2016 23:15
Curry: Allen er besta skytta sögunnar Stephen Curry, verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, hrósar Ray Allen, sem greindi frá því í gær að hann væri hættur að spila körfubolta, í hástert. 2. nóvember 2016 23:30