
Milljónir Þjóðverja fylgdust með ævintýri Dags og þýska landsliðsins

Þjóðverjar keppa um verðlaunasæti á Evrópumótinu eftir 25-23 sigur á Guðmundir Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu í lokaumferð milliriðilsins í gær.
Alls fylgdust 5,61 milljón Þjóðverja með Danaleiknum á ARD sjónvarpsstöðinni eða 21,1 prósent markaðsins. Í sigri Þjóðverja á Rússum í leiknum á undan voru áhorfendurnir 6,04 milljónir en þá var hluturinn þó bara 19,7 prósent.
Sigur þýska liðsins í gær hefur hlotið mikla fjölmiðlaathygli og því má búast við að enn fleiri horfi á undanúrslitaleikinn við Noreg sem fer fram á morgun. Noregsleikurinn verður sýndur á ZDF-sjónvarpsstöðinni.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 2008 sem Þjóðverjar keppa um verðlaun á Evrópumótinu en síðustu verðlaun þýska liðsins var gullið á EM í Slóveníu árið 2004 sem var einmitt síðasta Evrópumót Dags Sigurðssonar sem leikmanns.
Þýska liðið tapaði fyrsta leik sínum í Evrópumótinu í Póllandi á móti Spánverjum en hefur síðan unnið fimm leiki í röð á móti Svíþjóð, Slóveníu, Ungverjalandi, Rússlandi og Danmörku.
Næst mæta Dagur og félagar Norðmönnum sem eru einmitt eina liðið sem íslenska landsliðið vann á Evrópumótinu í Póllandi. Ísland vann Noreg í fyrsta leik liðanna á mótinu en Norðmenn hafa ekki tapað leik síðan. Undanúrslitaeikur liðanna fer fram klukkan 17.30 á morgun.
Tengdar fréttir

Danir fengu aðeins 20 tíma hvíld
Dagur Sigurðsson fann til með danska liðinu.

Dagur mætir Noregi í undanúrslitum
Króatía og Spánn eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni á EM í Póllandi.

Dagur: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart
Dagur Sigurðsson var vitanlega himinlifandi með sigur sinna manna á Dönum á EM í Póllandi í kvöld.

Umfjöllun: Þýskaland - Danmörk 25-23 | Dagur skellti Guðmundi og fer í undanúrslit
Ótrúleg úrslit á EM í Póllandi í slag íslensku þjálfaranna. Danir verða að bíða til kvölds til að sjá hvort að þeir fara áfram í undanúrslit.

Sjáðu Gensheimer fagna heima í stofu
Þýski landsliðsþjálfarinn missti af EM vegna meiðsla en nýtur þess að horfa á sína menn.

Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu
Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld.

Stærsta tap gestgjafa síðan á HM á Íslandi 1995
Pólverjar komust ekki í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram á þeirra heimavelli en pólska liðið brann yfir á úrslitastundu í gær og steinlá á móti Króatíu.

„Dagur Sigurðsson er guðsgjöf fyrir þýskan handbolta“
Íslendingurinn sagður lykilinn að árangri Þýskalands undanfarin misseri.