Þakkir til Listasafns ASÍ Eiríkur Þorláksson skrifar 1. október 2016 07:00 Síðasta sýningin sem haldin verður í sýningarsölum Listasafns ASÍ í Ásmundarsal við Freyjugötu stendur nú yfir. Listasafn ASÍ hefur verið öflugur vettvangur myndlistar hér á landi frá því á sjöunda áratug síðustu aldar, en það var stofnað 1961. Fyrstu sýningarnar voru haldnar í þröngum húsakosti að Laugavegi 18 og síðar Laugavegi 31, þar sem þá var húsnæði Alþýðubankans en nú er Biskupsstofa. Byltingin í starfsemi Listasafns ASÍ hófst hins vegar 1980, þegar það komst í eigið sýningarhúsnæði að Grensásvegi 16. Þar fór fram öflugt sýningarhald um langt árabil, og önnur starfsemi blómstraði einnig, og bar þar hæst brautryðjendastarf í bókaútgáfu á sviði myndlistar, sem varð öðrum söfnum til eftirbreytni. Þarna var heimili safnsins þar til það flutti í Ásmundarsal árið 1996 þar sem það hefur verið síðan, og þar sem listunnendur hafa notið stöðugra og margra minnisstæðra sýninga síðustu tuttugu ár. Þegar Listasafn ASÍ hóf sýningarstarf sitt við Grensásveg árið 1980 var myndlistarvettvangur á höfuðborgarsvæðinu fátæklegur í samanburði síðari tíma; þar var nær eingöngu um að ræða Kjarvalsstaði, Norræna húsið og Nýlistasafnið, auk þess sem Bogasalur Þjóðminjasafnsins og menningarmiðstöðin Mokka-kaffi voru mikilvægir sýningarstaðir; sýningarsalurinn á Grensásvegi var því kærkomin viðbót. Nú þegar Listasafn ASÍ hverfur af þessum vettvangi er umhverfið hins vegar orðið mun ríkulegra; má nefna opnun Hafnarborgar (1983), Ásmundarsafns (1983), Listasafns Sigurjóns Ólafssonar (1984), Listasafns Íslands (1987), Listasafns Kópavogs – Gerðarsafns (1994) og Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi (2000), auk þess sem öflug listasöfn hafa verið opnuð á Akureyri, í Hveragerði, Reykjanesbæ, Hornafirði og víðar; þá hafa sprottið upp bæði listamannarekin og atvinnugallerí, sem starfa mörg af miklum krafti. Það geta því margir orðið til að taka upp mögulegan slaka af því að Listasafn ASÍ hætti að reka sýningarsal.Mikilvægir fjármunir Það er ljóst að félagsmenn verkalýðsfélaga landsins hafa lagt fram mikla og mikilvæga fjármuni í gegnum tíðina til að tryggja starfsemi Listasafns ASÍ. Það ber að þakka. Þá hefur það verið ein gæfa safnsins að hafa notið starfskrafta dugmikilla safnstjóra í gegnum tíðina – þeirra Hjörleifs Sigurðssonar, Þorsteins Jónssonar, Sólveigar Georgsdóttur, Ólafs Jónssonar og nú síðast Kristínar G. Guðnadóttur. Það ber einnig að þakka. Þrátt fyrir undarleg viðbrögð samtaka listamanna á liðnu vori þegar fregnir bárust af þeim breytingum á starfsemi safnsins sem nú eru að verða að veruleika tel ég fullvíst að þeir fjölmörgu listamenn sem hafa notið þess að sýna í sölum safnsins í 36 ár hugsi með hlýhug og þakklæti til Listasafns ASÍ. Þeir listunnendur sem hafa notið sýninga safnsins í gegnum árin held ég að beri einnig mikinn hlýhug til safnsins. Sem einn slíkur vil ég hér með þakka Listasafni ASÍ kærlega fyrir mig, og óska safninu velfarnaðar í starfi sínu til framtíðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Síðasta sýningin sem haldin verður í sýningarsölum Listasafns ASÍ í Ásmundarsal við Freyjugötu stendur nú yfir. Listasafn ASÍ hefur verið öflugur vettvangur myndlistar hér á landi frá því á sjöunda áratug síðustu aldar, en það var stofnað 1961. Fyrstu sýningarnar voru haldnar í þröngum húsakosti að Laugavegi 18 og síðar Laugavegi 31, þar sem þá var húsnæði Alþýðubankans en nú er Biskupsstofa. Byltingin í starfsemi Listasafns ASÍ hófst hins vegar 1980, þegar það komst í eigið sýningarhúsnæði að Grensásvegi 16. Þar fór fram öflugt sýningarhald um langt árabil, og önnur starfsemi blómstraði einnig, og bar þar hæst brautryðjendastarf í bókaútgáfu á sviði myndlistar, sem varð öðrum söfnum til eftirbreytni. Þarna var heimili safnsins þar til það flutti í Ásmundarsal árið 1996 þar sem það hefur verið síðan, og þar sem listunnendur hafa notið stöðugra og margra minnisstæðra sýninga síðustu tuttugu ár. Þegar Listasafn ASÍ hóf sýningarstarf sitt við Grensásveg árið 1980 var myndlistarvettvangur á höfuðborgarsvæðinu fátæklegur í samanburði síðari tíma; þar var nær eingöngu um að ræða Kjarvalsstaði, Norræna húsið og Nýlistasafnið, auk þess sem Bogasalur Þjóðminjasafnsins og menningarmiðstöðin Mokka-kaffi voru mikilvægir sýningarstaðir; sýningarsalurinn á Grensásvegi var því kærkomin viðbót. Nú þegar Listasafn ASÍ hverfur af þessum vettvangi er umhverfið hins vegar orðið mun ríkulegra; má nefna opnun Hafnarborgar (1983), Ásmundarsafns (1983), Listasafns Sigurjóns Ólafssonar (1984), Listasafns Íslands (1987), Listasafns Kópavogs – Gerðarsafns (1994) og Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi (2000), auk þess sem öflug listasöfn hafa verið opnuð á Akureyri, í Hveragerði, Reykjanesbæ, Hornafirði og víðar; þá hafa sprottið upp bæði listamannarekin og atvinnugallerí, sem starfa mörg af miklum krafti. Það geta því margir orðið til að taka upp mögulegan slaka af því að Listasafn ASÍ hætti að reka sýningarsal.Mikilvægir fjármunir Það er ljóst að félagsmenn verkalýðsfélaga landsins hafa lagt fram mikla og mikilvæga fjármuni í gegnum tíðina til að tryggja starfsemi Listasafns ASÍ. Það ber að þakka. Þá hefur það verið ein gæfa safnsins að hafa notið starfskrafta dugmikilla safnstjóra í gegnum tíðina – þeirra Hjörleifs Sigurðssonar, Þorsteins Jónssonar, Sólveigar Georgsdóttur, Ólafs Jónssonar og nú síðast Kristínar G. Guðnadóttur. Það ber einnig að þakka. Þrátt fyrir undarleg viðbrögð samtaka listamanna á liðnu vori þegar fregnir bárust af þeim breytingum á starfsemi safnsins sem nú eru að verða að veruleika tel ég fullvíst að þeir fjölmörgu listamenn sem hafa notið þess að sýna í sölum safnsins í 36 ár hugsi með hlýhug og þakklæti til Listasafns ASÍ. Þeir listunnendur sem hafa notið sýninga safnsins í gegnum árin held ég að beri einnig mikinn hlýhug til safnsins. Sem einn slíkur vil ég hér með þakka Listasafni ASÍ kærlega fyrir mig, og óska safninu velfarnaðar í starfi sínu til framtíðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar