Hlutabréf LinkedIn í frjálsu falli Sæunn Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2016 14:10 Frá höfuðstöðvum LinkedIn. Vísir/Getty Hlutabréf í samfélagsmiðlinum LinkedIn hrundu í viðskiptum fyrir opnun markaðar í dag og hafa nú klukkan hálf ellefu í Bandaríkjunum fallið um 38 prósent frá lokun markaða í gær. LinkedIn tilkynnti í gærkvöldi að sala á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 yrði sex prósent lægri en spáð hafði verið um. Forsvarsmenn félagsins spá 820 milljóna dollara tekjum, jafnvirði 104 milljarða íslenskra króna, en sérfræðingar höfðu spáð 868,3 milljónum dollara í tekjur, jafnvirði 110 milljarða íslenskra króna. Tekjur á hvern hlut verða því 27 prósent lægri en spáð hafði verið. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs reyndist ágætur hjá félaginu. Nýtt smáforrit LinkedIn kom á markaðinn og notendum fjölgaði um 19 prósent í 414 milljónir. Ástæða þess að hlutabréf félagsins féllu gríðarlega í morgun er talin vera að fjárfestar töldu að vöxtur fyrirtækisins myndi halda áfram að vera jafn góður á árinu 2016. Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréf í samfélagsmiðlinum LinkedIn hrundu í viðskiptum fyrir opnun markaðar í dag og hafa nú klukkan hálf ellefu í Bandaríkjunum fallið um 38 prósent frá lokun markaða í gær. LinkedIn tilkynnti í gærkvöldi að sala á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 yrði sex prósent lægri en spáð hafði verið um. Forsvarsmenn félagsins spá 820 milljóna dollara tekjum, jafnvirði 104 milljarða íslenskra króna, en sérfræðingar höfðu spáð 868,3 milljónum dollara í tekjur, jafnvirði 110 milljarða íslenskra króna. Tekjur á hvern hlut verða því 27 prósent lægri en spáð hafði verið. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs reyndist ágætur hjá félaginu. Nýtt smáforrit LinkedIn kom á markaðinn og notendum fjölgaði um 19 prósent í 414 milljónir. Ástæða þess að hlutabréf félagsins féllu gríðarlega í morgun er talin vera að fjárfestar töldu að vöxtur fyrirtækisins myndi halda áfram að vera jafn góður á árinu 2016.
Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira