Audi RS4 fær 480 hestafla 3,0 lítra V6 vél Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2016 10:00 Audi RS4 er úlfur í sauðagæru. Núverandi gerð Audi RS4 Avant er með V8 vél sem sturtar út 450 grimmum hestöflum til allra hjóla bílsins, en sú vél verður aflögð í næstu gerð bílsins öfluga. Sést hefur til prófana nýja bílsins á Nürburgring brautinni þýsku og hann er með 3,0 lítra V6 vél. Ný 3,0 lítra TFSI V6 vélin sem er í nokkrum gerðum Audi bíla er nú 354 hestöfl en það mun ekki duga í nýjum Audi RS4 bíl, því þá yrði hann aflminni og það er ekki títt milli kynslóða Audi bíla, né annarra framleiðenda. Því mun þessi vél fá nýjar gerðir forþjappa, líklega einhverjar þeirra rafdrifnar sem munu gefa þessari vél 480 hestöfl og 500 Nm tog. Ekki einungis mun nýr Audi RS4 njóta aukins afls heldur mun bíllinn léttast mjög mikið, ekki bara vegna léttari vélar heldur einnig vegna þess að hann fær nýjan undirvagn, þann sama og er undir nýjum Audi A4 og S4. Audi RS4 verður fær um að taka sprettinn í 100 á litlum 4,2 sekúndum, sem er ekki slæmt fyrir fjölskyldubíl af langbaksgerð. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent
Núverandi gerð Audi RS4 Avant er með V8 vél sem sturtar út 450 grimmum hestöflum til allra hjóla bílsins, en sú vél verður aflögð í næstu gerð bílsins öfluga. Sést hefur til prófana nýja bílsins á Nürburgring brautinni þýsku og hann er með 3,0 lítra V6 vél. Ný 3,0 lítra TFSI V6 vélin sem er í nokkrum gerðum Audi bíla er nú 354 hestöfl en það mun ekki duga í nýjum Audi RS4 bíl, því þá yrði hann aflminni og það er ekki títt milli kynslóða Audi bíla, né annarra framleiðenda. Því mun þessi vél fá nýjar gerðir forþjappa, líklega einhverjar þeirra rafdrifnar sem munu gefa þessari vél 480 hestöfl og 500 Nm tog. Ekki einungis mun nýr Audi RS4 njóta aukins afls heldur mun bíllinn léttast mjög mikið, ekki bara vegna léttari vélar heldur einnig vegna þess að hann fær nýjan undirvagn, þann sama og er undir nýjum Audi A4 og S4. Audi RS4 verður fær um að taka sprettinn í 100 á litlum 4,2 sekúndum, sem er ekki slæmt fyrir fjölskyldubíl af langbaksgerð.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent