Alþingi fær upplýsingar um söluna á Borgun Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. janúar 2016 07:00 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar Landsbankinn sendir í dag nefndarsviði Alþingis greinargerð um sölu bankans á Borgun. Síðla árs 2014 seldi Landsbankinn liðlega 31 prósents hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta. Fjármálaeftirlitið óskaði eftir gögnum frá Landsbankanum í árslok 2014 vegna sölunnar á fyrirtækinu. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum fékk Fjármálaeftirlitið umbeðin gögn og hefur ekki haft samband aftur vegna málsins. Sérstakur saksóknari hefur ekki haft afskipti af málinu. Sigurður G. Valgeirsson, upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins, segir að stofnunin geti ekki tjáð sig um samskipti við einstaka eftirlitsskylda aðila. Forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar eru hins vegar sammála um að málið krefjist skoðunar. „Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hann hafi gert einhvern reka að því að afla upplýsinga um þetta mál og hvort hann sé sammála mér í því að mikilvægt sé að það verði rannsakað í þaula,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi. Sigmundur Davíð sagðist vera sammála því að mikilvægt væri að tryggja að ríkið fengi sem mest fyrir þær eignir sem ákveðið væri að selja. Hann sagði að Borgunarmálið krefðist líka skýringa. „Niðurstaða sem er augljóst klúður. Mér skilst reyndar að bankinn ætli að eigin frumkvæði að skila þinginu greinargerð,“ sagði Sigmundur Davíð og tók fram að hann styddi þá tillögu að Alþingi stæði að rannsókn á sölunni.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraÁrni Páll sagði að það skipti máli að búa til umgjörð þar sem tryggt væri jafnræði og samkeppni um þær eigur sem ríkið lætur frá sér. Sigmundur Davíð benti á að hin síðustu ár hefði verið leitast við að skapa sem mestan aðskilnað milli stjórnmála og bankanna. „Þar af leiðandi er erfitt og jafnvel ómögulegt fyrir stjórnmálamenn að skipta sér af, jafnvel hlutum sem virðast ekki vera í lagi. Það þarf að gerast þá í gegnum þær stofnanir, það fyrirkomulag, sem komið hefur verið á til þess að fylgja slíkum ákvörðunum eftir,“ sagði Sigmundur Davíð. Á vef Landsbankans hafa verið birtar ítarlegar upplýsingar um söluna á Borgun. Þar er fullyrt að bankinn hafi ekki haft upplýsingar um að valréttur vegna hugsanlegrar yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe myndi leiða til greiðslna til Borgunar. Þessar upplýsingar hafi ekki heldur komið fram í tengslum við önnur viðskipti með hluti í Borgun á árunum 2009-2014. Í viðræðum við stjórnendur Borgunar hafi ekki komið fram neinar upplýsingar um að Borgun hefði rétt á hlutdeild í verðmætum valréttarins, hvað þá að vegna hans hefðu skapast verðmæti hjá Borgun. Borgunarmálið Tengdar fréttir Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var spurður út í Borgunarmálið á þingi í dag. 25. janúar 2016 15:51 Bankaráðið ekki fundað um Borgun Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans. 25. janúar 2016 06:00 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Landsbankinn sendir í dag nefndarsviði Alþingis greinargerð um sölu bankans á Borgun. Síðla árs 2014 seldi Landsbankinn liðlega 31 prósents hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta. Fjármálaeftirlitið óskaði eftir gögnum frá Landsbankanum í árslok 2014 vegna sölunnar á fyrirtækinu. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum fékk Fjármálaeftirlitið umbeðin gögn og hefur ekki haft samband aftur vegna málsins. Sérstakur saksóknari hefur ekki haft afskipti af málinu. Sigurður G. Valgeirsson, upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins, segir að stofnunin geti ekki tjáð sig um samskipti við einstaka eftirlitsskylda aðila. Forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar eru hins vegar sammála um að málið krefjist skoðunar. „Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hann hafi gert einhvern reka að því að afla upplýsinga um þetta mál og hvort hann sé sammála mér í því að mikilvægt sé að það verði rannsakað í þaula,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi. Sigmundur Davíð sagðist vera sammála því að mikilvægt væri að tryggja að ríkið fengi sem mest fyrir þær eignir sem ákveðið væri að selja. Hann sagði að Borgunarmálið krefðist líka skýringa. „Niðurstaða sem er augljóst klúður. Mér skilst reyndar að bankinn ætli að eigin frumkvæði að skila þinginu greinargerð,“ sagði Sigmundur Davíð og tók fram að hann styddi þá tillögu að Alþingi stæði að rannsókn á sölunni.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraÁrni Páll sagði að það skipti máli að búa til umgjörð þar sem tryggt væri jafnræði og samkeppni um þær eigur sem ríkið lætur frá sér. Sigmundur Davíð benti á að hin síðustu ár hefði verið leitast við að skapa sem mestan aðskilnað milli stjórnmála og bankanna. „Þar af leiðandi er erfitt og jafnvel ómögulegt fyrir stjórnmálamenn að skipta sér af, jafnvel hlutum sem virðast ekki vera í lagi. Það þarf að gerast þá í gegnum þær stofnanir, það fyrirkomulag, sem komið hefur verið á til þess að fylgja slíkum ákvörðunum eftir,“ sagði Sigmundur Davíð. Á vef Landsbankans hafa verið birtar ítarlegar upplýsingar um söluna á Borgun. Þar er fullyrt að bankinn hafi ekki haft upplýsingar um að valréttur vegna hugsanlegrar yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe myndi leiða til greiðslna til Borgunar. Þessar upplýsingar hafi ekki heldur komið fram í tengslum við önnur viðskipti með hluti í Borgun á árunum 2009-2014. Í viðræðum við stjórnendur Borgunar hafi ekki komið fram neinar upplýsingar um að Borgun hefði rétt á hlutdeild í verðmætum valréttarins, hvað þá að vegna hans hefðu skapast verðmæti hjá Borgun.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var spurður út í Borgunarmálið á þingi í dag. 25. janúar 2016 15:51 Bankaráðið ekki fundað um Borgun Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans. 25. janúar 2016 06:00 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var spurður út í Borgunarmálið á þingi í dag. 25. janúar 2016 15:51
Bankaráðið ekki fundað um Borgun Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans. 25. janúar 2016 06:00
Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39