Viðskipti innlent

Bill Gates að fjárfesta á Íslandi?

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bill Gates, ríkasti maður heims.
Bill Gates, ríkasti maður heims. Vísir/EPA
Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að ríkasti maður heims, Bill Gates, sé á meðal fjárfesta í fimm stjörnu hótelinu sem von bráðar mun rísa við Hörpu. Þetta hefur blaðið eftir heimildum en talsmaður fyrirtækisins sem reisir hótelið vildi þó ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Áætlaður kostnaður við verkið er sagður vera um sextán milljarðar íslenskra króna og verður hótelið rekið undir merkjum Marriot Edition.

Gates trónir á toppi lista tímaritsins Forbes yfir ríkasta fólk heimsins og er metinn á um það bil 75 milljarða Bandaríkjadala, sem gerir næstum því tíu þúsund milljarða íslenskra króna.

Gates var framkvæmdastjóri Microsoft um árabil en starfar nú helst við góðgerðarmál ásamt konu sinni, Melinda Gates. Þau heimsóttu Ísland síðastliðið sumar ásamt fríðu föruneyti og nutu lífsins á Suðurlandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×