Bensínverð 16 krónur í verðstríði í Michigan Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 09:32 Gallonið á bensíni selt á 0,47 dollara. Afar langt er síðan að bensínverð undir einn dollar á gallonið hefur sést á bandarískum bensínstöðvum, en það gerðist í gær. Ástæða þess er verðstríð sem myndast hefur milli bensínstöðva í Michigan ríki. Það hófst með því að ein bensínstöð auglýsti verðið 87 sent á gallonið, en við því var brugðist hjá annarri bensínstöð sem lækkaði verðið í 47 sent, eða 16 krónur á hvern lítra. Þetta verðstríð stóð þó ekki lengi því verðið núna er aftur komið í það sama og fyrir verðstríðið, eða 1,46 dollarar hjá annarri bensínstöðvanna og 1,47 dollara á hinni. Það verð er engu að síður mjög lágt á hérlendan mælikvarða, eða um 50 krónur á hvern lítra. Því lætur nærri að viðskiuptavinir þessara stöðva borgi sama verð fyrir gallonið af bensíni og Íslendingar gera fyrir hvern lítra. Í galloni eru 3,78 lítrar. Verð þessara tveggja stöðva nú er enn umtalsvert lægra en meðaltalið í Michigan fylki, sem er nú 1,72 dollarar á hvert gallon. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent
Afar langt er síðan að bensínverð undir einn dollar á gallonið hefur sést á bandarískum bensínstöðvum, en það gerðist í gær. Ástæða þess er verðstríð sem myndast hefur milli bensínstöðva í Michigan ríki. Það hófst með því að ein bensínstöð auglýsti verðið 87 sent á gallonið, en við því var brugðist hjá annarri bensínstöð sem lækkaði verðið í 47 sent, eða 16 krónur á hvern lítra. Þetta verðstríð stóð þó ekki lengi því verðið núna er aftur komið í það sama og fyrir verðstríðið, eða 1,46 dollarar hjá annarri bensínstöðvanna og 1,47 dollara á hinni. Það verð er engu að síður mjög lágt á hérlendan mælikvarða, eða um 50 krónur á hvern lítra. Því lætur nærri að viðskiuptavinir þessara stöðva borgi sama verð fyrir gallonið af bensíni og Íslendingar gera fyrir hvern lítra. Í galloni eru 3,78 lítrar. Verð þessara tveggja stöðva nú er enn umtalsvert lægra en meðaltalið í Michigan fylki, sem er nú 1,72 dollarar á hvert gallon.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent