Einar Örn og Logi Geirs skoruðu báðir þegar við unnum Króata síðast í landsleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2016 17:15 Logi Geirsson og Einar Örn Jónsson léku áður með landsliðinu en fjalla nú um liðið á RÚV. Vísir/Hari Íslenska handboltalandsliðið hefur þurft að bíða lengi eftir sigri á Króatíu eða í rúmlega ellefu ár. Íslenska liðið gæti þurft að enda þá bið í kvöld ætli liðið sér að spila fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Það hafa liðið ellefu ár milli sigurleikja á Króatíu hingað til og því er kominn tími á sigur. Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmótum en síðasti sigur liðsins á Króötum kom í Heimsbikarnum í nóvember 2004 en íslenska liðið var þá að spila sína fyrstu leiki undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Það var annar af tveimur sigurleikjum íslenska landsliðsins á móti því króatíska. Ísland vann leikinn 31-30 í Gautborg 2004 en Króatar voru þá ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar í handbolta. Króatar voru 18-16 yfir í hálfleik en íslenska liðið hafði síðan betur á æsispennandi lokamínútum. Einar Örn Jónsson, sem lýsir leiknum í kvöld á RÚV, skoraði eitt mark fyrir Ísland í leiknum og Logi Geirsson, sérfræðingur RÚV í EM-stofunni , skoraði 2 mörk. Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins á EM í Póllandi, var fyrirliði íslenska liðsins í þessum leik og hann skoraði fjögur mörk í leiknum. Fimm leikmenn íslenska liðsins í þessum leik í Gautaborg eru enn með liðinu og þar á meðal er línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem var markahæstur hjá íslenska liðsins með sex mörk. Hinir sem eru ennþá með eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Vignir Svavarsson. Snorri Steinn Guðjónsson var með liðinu á mótinu en ekki í hóp í Króatíuleiknum. Frá þessum sigri í nóvember 2004 þá hafa þjóðirnar mæst fimm sinnum. Króatar hafa unnið fjóra af þessum leikjum og einn endaði með jafntefli. Sigurinn í nóvember 2004 var jafnframt fyrsti sigurinn á Króatíu í rúm ellefu ár eða síðan Ísland vann 24-22 sigur á Króatíu í Kaplakrika í október 1993 í undankeppni EM. Júlíus Jónasson og Valdimar Grímsson voru þá markahæstir í íslenska liðinu með níu mörk hvor. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Íslenska handboltalandsliðið þarf að endurskrifa söguna ef liðið ætlar að fá tvö stig út úr leiknum á móti Króatíu í kvöld í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi. 19. janúar 2016 12:00 Guðmundur með Dani í milliriðil eftir nauman sigur Meistaraefnin í danska liðinu lentu í miklum vandræðum með Svartfjallaland í kvöld. 18. janúar 2016 20:48 Mikkel Hansen: Ég kalla hann bara Gumma Dönsku landsliðsmennirnir eiga erfitt með að bera nafn landsliðsþjálfarans fram. 19. janúar 2016 15:30 Níu nýir menn með Króötum frá því þegar þeir unnu Ísland síðast Króatía og Ísland mætast í dag í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi en undir í leiknum er sæti í milliriðli keppninnar. Króatíska liðið hefur tekið breytingum. 19. janúar 2016 14:30 Lærisveinar Dags sneru við taflinu í seinni hálfleik Þýskaland vann Svíþjóð í hreint ótrúlegum leik eftir að Svíar voru fjórum yfir í hálfleik. 18. janúar 2016 21:13 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hefur þurft að bíða lengi eftir sigri á Króatíu eða í rúmlega ellefu ár. Íslenska liðið gæti þurft að enda þá bið í kvöld ætli liðið sér að spila fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Það hafa liðið ellefu ár milli sigurleikja á Króatíu hingað til og því er kominn tími á sigur. Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmótum en síðasti sigur liðsins á Króötum kom í Heimsbikarnum í nóvember 2004 en íslenska liðið var þá að spila sína fyrstu leiki undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Það var annar af tveimur sigurleikjum íslenska landsliðsins á móti því króatíska. Ísland vann leikinn 31-30 í Gautborg 2004 en Króatar voru þá ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar í handbolta. Króatar voru 18-16 yfir í hálfleik en íslenska liðið hafði síðan betur á æsispennandi lokamínútum. Einar Örn Jónsson, sem lýsir leiknum í kvöld á RÚV, skoraði eitt mark fyrir Ísland í leiknum og Logi Geirsson, sérfræðingur RÚV í EM-stofunni , skoraði 2 mörk. Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins á EM í Póllandi, var fyrirliði íslenska liðsins í þessum leik og hann skoraði fjögur mörk í leiknum. Fimm leikmenn íslenska liðsins í þessum leik í Gautaborg eru enn með liðinu og þar á meðal er línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem var markahæstur hjá íslenska liðsins með sex mörk. Hinir sem eru ennþá með eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Vignir Svavarsson. Snorri Steinn Guðjónsson var með liðinu á mótinu en ekki í hóp í Króatíuleiknum. Frá þessum sigri í nóvember 2004 þá hafa þjóðirnar mæst fimm sinnum. Króatar hafa unnið fjóra af þessum leikjum og einn endaði með jafntefli. Sigurinn í nóvember 2004 var jafnframt fyrsti sigurinn á Króatíu í rúm ellefu ár eða síðan Ísland vann 24-22 sigur á Króatíu í Kaplakrika í október 1993 í undankeppni EM. Júlíus Jónasson og Valdimar Grímsson voru þá markahæstir í íslenska liðinu með níu mörk hvor.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Íslenska handboltalandsliðið þarf að endurskrifa söguna ef liðið ætlar að fá tvö stig út úr leiknum á móti Króatíu í kvöld í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi. 19. janúar 2016 12:00 Guðmundur með Dani í milliriðil eftir nauman sigur Meistaraefnin í danska liðinu lentu í miklum vandræðum með Svartfjallaland í kvöld. 18. janúar 2016 20:48 Mikkel Hansen: Ég kalla hann bara Gumma Dönsku landsliðsmennirnir eiga erfitt með að bera nafn landsliðsþjálfarans fram. 19. janúar 2016 15:30 Níu nýir menn með Króötum frá því þegar þeir unnu Ísland síðast Króatía og Ísland mætast í dag í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi en undir í leiknum er sæti í milliriðli keppninnar. Króatíska liðið hefur tekið breytingum. 19. janúar 2016 14:30 Lærisveinar Dags sneru við taflinu í seinni hálfleik Þýskaland vann Svíþjóð í hreint ótrúlegum leik eftir að Svíar voru fjórum yfir í hálfleik. 18. janúar 2016 21:13 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Íslenska handboltalandsliðið þarf að endurskrifa söguna ef liðið ætlar að fá tvö stig út úr leiknum á móti Króatíu í kvöld í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi. 19. janúar 2016 12:00
Guðmundur með Dani í milliriðil eftir nauman sigur Meistaraefnin í danska liðinu lentu í miklum vandræðum með Svartfjallaland í kvöld. 18. janúar 2016 20:48
Mikkel Hansen: Ég kalla hann bara Gumma Dönsku landsliðsmennirnir eiga erfitt með að bera nafn landsliðsþjálfarans fram. 19. janúar 2016 15:30
Níu nýir menn með Króötum frá því þegar þeir unnu Ísland síðast Króatía og Ísland mætast í dag í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi en undir í leiknum er sæti í milliriðli keppninnar. Króatíska liðið hefur tekið breytingum. 19. janúar 2016 14:30
Lærisveinar Dags sneru við taflinu í seinni hálfleik Þýskaland vann Svíþjóð í hreint ótrúlegum leik eftir að Svíar voru fjórum yfir í hálfleik. 18. janúar 2016 21:13
Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30