Mesta hækkun í langan tíma í kauphöll Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2016 19:00 Í dag varð mesta hækkun á úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands á einum degi frá því í október árið 2014 og hækkaði hún um 3,26 prósent. Forstjóri Kauphallarinnar segir gengi íslenskra hlutabréfa í vaxandi mæli fylgja þróuninni á alþjóðlegum mörkuðum. Eftir töluverða svartsýni á íslenskum hlutabréfamarkaði í síðustu viku tók markaðurinn heldur betur kipp í dag með einni mestu hækkun á úrvalsvísitölunni á einum degi í langan tíma. Gengi hlutabréfa í Icelandair Group tók líka kipp með einni mestu hækkun á hlutabréfum í félaginu síðast liðinn fimm ár við lokun Kauphallarinnar í dag. Gengi hlutabréfa í Marel hækkaði mest í dag eða um 4,25 prósent og fast á eftir kom hækkun bréfa í Icelandair Group um 3,67 prósent. Mikið flökt hefur hins vegar verið á gengi hlutabréfa frá áramótum og í síðustu viku lækkaði gengi bréfa í flestum fyrirtækjum í Kauphöllinni, til að mynda um 11,6 prósentustig í Icelandair Group, eins og sést á meðfylgjandi mynd.Gengi Icelandair.Stöð2„Já það eru búnar að vera meiri sveiflur en við höfum átt að venjast. Að minnsta kosti svona eitt til tvö ár. Kannski ekki óvenjulegar í þegar litið er til lengri tíma og yfir hlutabréfamarkaði á alþjóðavettvangi en meira en við höfum átt að venjast,“ segir Páll Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands. Frá áramótum hefur verið meira keypt og selt af hlutabréfum daglega en að meðaltali á síðasta ári. Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,26 prósent í dag en hún hefur aðeins í tvígang hækkað meira á einum degi undanfarin sex ár.Úrvalsvísitalan frá áramótum.Stöð2Dagleg viðskipti eru nú að meðaltali um 3,4 milljarðar, tæplega hálfum milljarði meiri en að meðaltali á síðasta ári. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn var dapur í langan tíma eftir efnahagshrunið en nú segir Páll hann í vaxandi mæli fylgja sveiflum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. „Og dagurinn í dag er ágætt dæmi um það. Markaðir í Evrópu hafa verið á uppleið og við sömuleiðis,“ segir Páll. Til að mynda hafi ástandið í Kína þar sem hlutabréf hafa lækkað mikið í verði að undanförnu haft áhrif hér. „Ég held að þetta séu sömu kraftar sem eru hér að verki. Þetta eru áhyggjur af alþjóðlegu efnahagsástandi og það skiptast á svartsýni og bjartsýni,“ segir Páll Harðarson. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Í dag varð mesta hækkun á úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands á einum degi frá því í október árið 2014 og hækkaði hún um 3,26 prósent. Forstjóri Kauphallarinnar segir gengi íslenskra hlutabréfa í vaxandi mæli fylgja þróuninni á alþjóðlegum mörkuðum. Eftir töluverða svartsýni á íslenskum hlutabréfamarkaði í síðustu viku tók markaðurinn heldur betur kipp í dag með einni mestu hækkun á úrvalsvísitölunni á einum degi í langan tíma. Gengi hlutabréfa í Icelandair Group tók líka kipp með einni mestu hækkun á hlutabréfum í félaginu síðast liðinn fimm ár við lokun Kauphallarinnar í dag. Gengi hlutabréfa í Marel hækkaði mest í dag eða um 4,25 prósent og fast á eftir kom hækkun bréfa í Icelandair Group um 3,67 prósent. Mikið flökt hefur hins vegar verið á gengi hlutabréfa frá áramótum og í síðustu viku lækkaði gengi bréfa í flestum fyrirtækjum í Kauphöllinni, til að mynda um 11,6 prósentustig í Icelandair Group, eins og sést á meðfylgjandi mynd.Gengi Icelandair.Stöð2„Já það eru búnar að vera meiri sveiflur en við höfum átt að venjast. Að minnsta kosti svona eitt til tvö ár. Kannski ekki óvenjulegar í þegar litið er til lengri tíma og yfir hlutabréfamarkaði á alþjóðavettvangi en meira en við höfum átt að venjast,“ segir Páll Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands. Frá áramótum hefur verið meira keypt og selt af hlutabréfum daglega en að meðaltali á síðasta ári. Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,26 prósent í dag en hún hefur aðeins í tvígang hækkað meira á einum degi undanfarin sex ár.Úrvalsvísitalan frá áramótum.Stöð2Dagleg viðskipti eru nú að meðaltali um 3,4 milljarðar, tæplega hálfum milljarði meiri en að meðaltali á síðasta ári. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn var dapur í langan tíma eftir efnahagshrunið en nú segir Páll hann í vaxandi mæli fylgja sveiflum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. „Og dagurinn í dag er ágætt dæmi um það. Markaðir í Evrópu hafa verið á uppleið og við sömuleiðis,“ segir Páll. Til að mynda hafi ástandið í Kína þar sem hlutabréf hafa lækkað mikið í verði að undanförnu haft áhrif hér. „Ég held að þetta séu sömu kraftar sem eru hér að verki. Þetta eru áhyggjur af alþjóðlegu efnahagsástandi og það skiptast á svartsýni og bjartsýni,“ segir Páll Harðarson.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira