Bróðir hans birtist óvænt og mörg tár féllu í salnum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2016 22:30 Matt Farrell trúir því varla þegar hann sér bróður sinn. Vísir/AP Körfuboltastrákurinn Matt Farrell fékk óvænta en um leið skemmtilega jólagjöf eftir leik í bandaríska háskólaboltanum í gær. Matt Farrell og félagar í skólaliði Notre Dame unnu þá 77–62 sigur á Colgate skólanum þar sem Farrell var með 13 stig, 7 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Eftir leikinn voru Farrell og félagar að fagna sigri þegar myndband með bróður Matt kom upp á stóra skjáinn. Eldri bróðir hans, Robert Farrell III, er hermaður og átti að vera í Afganistan þangað til í febrúar. Hann virtist vera að senda bróður sínum kveðju frá Afganistan en var í raun bara í næsta herbergi. Það var magnað að sjá viðbrögð Matt Farrell þegar stóri bróðir hans gekk síðan inn í salinn. Það voru varla þurr augu í húsinu þegar bræðurnir föðmuðust á ný. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessari skemmtilegu stund en eins og allir vita þá kunna bandaríkjamenn þjóða best að búa til alvöru dramatík og hlýja okkur um hjartaræturnar um jólin.WATCH:An unreal moment between two brothers. Matt Farrell thought his brother was coming home from Afghanistan in February... he was wrong. pic.twitter.com/kp8GVik7Si — Notre Dame MBB (@NDmbb) December 20, 2016Irish guard Matt Farrell's brother Bo sent video message from Afghanistan... Except he wasn't in Afghanistan! He was in the arena! Watch! pic.twitter.com/ICXeSs3Bb0 — Angelo Di Carlo (@angdicarlowndu) December 20, 2016 Matt Farrell er á sínu þriðja ári með Notre Dame skólanum en er í raun að fá sitt fyrsta alvöru tækifæri í vetur. Hann hefur gripið það með báðum höndum og er nú lykilmaður liðsins. Hann spilaði í 13,4 mínútur að meðaltali í leik á sínu öðru ári og aðeins í 4,1 mínútu í leik á nýliðaárinu. Í vetur hefur Farrell aftur á móti spilað í 31,1 mínútu að meðaltali. Farrell hefur hitt úr öllum 27 vítum sínum og er með 13,8 stig og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik.Bræðurnir saman.Vísir/AP Körfubolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Körfuboltastrákurinn Matt Farrell fékk óvænta en um leið skemmtilega jólagjöf eftir leik í bandaríska háskólaboltanum í gær. Matt Farrell og félagar í skólaliði Notre Dame unnu þá 77–62 sigur á Colgate skólanum þar sem Farrell var með 13 stig, 7 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Eftir leikinn voru Farrell og félagar að fagna sigri þegar myndband með bróður Matt kom upp á stóra skjáinn. Eldri bróðir hans, Robert Farrell III, er hermaður og átti að vera í Afganistan þangað til í febrúar. Hann virtist vera að senda bróður sínum kveðju frá Afganistan en var í raun bara í næsta herbergi. Það var magnað að sjá viðbrögð Matt Farrell þegar stóri bróðir hans gekk síðan inn í salinn. Það voru varla þurr augu í húsinu þegar bræðurnir föðmuðust á ný. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessari skemmtilegu stund en eins og allir vita þá kunna bandaríkjamenn þjóða best að búa til alvöru dramatík og hlýja okkur um hjartaræturnar um jólin.WATCH:An unreal moment between two brothers. Matt Farrell thought his brother was coming home from Afghanistan in February... he was wrong. pic.twitter.com/kp8GVik7Si — Notre Dame MBB (@NDmbb) December 20, 2016Irish guard Matt Farrell's brother Bo sent video message from Afghanistan... Except he wasn't in Afghanistan! He was in the arena! Watch! pic.twitter.com/ICXeSs3Bb0 — Angelo Di Carlo (@angdicarlowndu) December 20, 2016 Matt Farrell er á sínu þriðja ári með Notre Dame skólanum en er í raun að fá sitt fyrsta alvöru tækifæri í vetur. Hann hefur gripið það með báðum höndum og er nú lykilmaður liðsins. Hann spilaði í 13,4 mínútur að meðaltali í leik á sínu öðru ári og aðeins í 4,1 mínútu í leik á nýliðaárinu. Í vetur hefur Farrell aftur á móti spilað í 31,1 mínútu að meðaltali. Farrell hefur hitt úr öllum 27 vítum sínum og er með 13,8 stig og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik.Bræðurnir saman.Vísir/AP
Körfubolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira