Ferrari og Aston Martin sektuð vegna mengunarviðmiða ESB Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2016 11:39 Ferrari F60 America. Bæði Ferrari og Aston Martin eru vel yfir þeim viðmiðunum sem Evrópusambandið hefur sett bílaframleiðendum í álfunni. Samkvæmt þeim verða bílaframleiðendur að minnka CO2 útblástur bíla sinna og viðmiðið fyrir áramótin 2020/2021 er 95 g/km. Að meðaltali voru evrópskir nýir bílar með 119,5 CO2 g/km fyrir árið 2015 og er það 3,1% bæting frá 2014 og 8% undir 130 g/km viðmiðuninni sem þeim er sett. Samkvæmt því verða þeir að halda áfram að minnka útblástur bíla sinna á sama hraða til ársins 2020 til að standast kröfur Evrópusambandsins. Sumir bílaframleiðendur sem standa sig hvað best eru komnir langt með að ná viðmiðinu fyrir árið 2020. Ferrari og Aston Martin eru aldeilis ekki á meðal þeirra, heldur hefur mengun bíla þeirra aukist á milli ára og eru langt frá þeim takmörkum sem þeim er sett. Því er þeim gert að greiða sekt uppá 500.000 Evrur til Evrópusambandsins. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent
Bæði Ferrari og Aston Martin eru vel yfir þeim viðmiðunum sem Evrópusambandið hefur sett bílaframleiðendum í álfunni. Samkvæmt þeim verða bílaframleiðendur að minnka CO2 útblástur bíla sinna og viðmiðið fyrir áramótin 2020/2021 er 95 g/km. Að meðaltali voru evrópskir nýir bílar með 119,5 CO2 g/km fyrir árið 2015 og er það 3,1% bæting frá 2014 og 8% undir 130 g/km viðmiðuninni sem þeim er sett. Samkvæmt því verða þeir að halda áfram að minnka útblástur bíla sinna á sama hraða til ársins 2020 til að standast kröfur Evrópusambandsins. Sumir bílaframleiðendur sem standa sig hvað best eru komnir langt með að ná viðmiðinu fyrir árið 2020. Ferrari og Aston Martin eru aldeilis ekki á meðal þeirra, heldur hefur mengun bíla þeirra aukist á milli ára og eru langt frá þeim takmörkum sem þeim er sett. Því er þeim gert að greiða sekt uppá 500.000 Evrur til Evrópusambandsins.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent