Gengið frá sölu QuizUp til Bandaríkjanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. desember 2016 11:44 Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla. Vísir/Vilhelm Íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla hefur náð samkomulagi við bandaríska fyrirtækið Glu Mobile um sölu á tölvuleiknum QuizUp. Heildarverðmæti kaupsamningsins er í kringum 7,5 milljónir dollara en er að hluta greitt með uppgjöri skulda milli fyrirtækjanna, að því er segir í tilkynningu frá Plain Vanilla. Þann 31. ágúst síðastliðinn var greint frá því að öllu starfsfólki Plain Vanilla hér á landi hefði verið sagt upp. Ástæðan var sú að hætt var við sjónvarpsútgáfa QuizUp sem gera átti í samstarfi við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC. Í tilkynningunni nú kemur fram að í kjölfar sölunnar munu Plain Vanilla Corp. í Bandaríkjunum og Plain Vanilla á Íslandi hætta rekstri. Félögin munu hins vegar standa skil á öllum skuldbindingum við starfsmenn sína og lánardrottna. QuizUp kom fyrst út í nóvember 2013. Hafa nú um 80 milljónir manna hlaðið leiknum niður síðan þá en um 20 til 30 þúsund notendur bætast við daglega. „Þetta hefur verið ótrúlegt ævintýri. Á annað hundrað Íslendingar hafa fengið mikilvæga reynslu í gegnum störf sín hjá fyrirtækinu sem náði ótrúlega langt í þessum harða iðnaði. Einnig tókst okkur að búa til einn eftirsóttasta og skemmtilegasta vinnustað á Íslandi sem lifa mun í minningu allra þeirra sem þar störfuðu. Ég er mjög þakklátur öllu starfsfólki, samstarfsaðilum og fjárfestum sem komið hafa að þessu verkefni síðastliðin fimm ár. Þó að það sé erfitt að sjá á eftir barninu okkar til Bandaríkjanna þá erum við um leið spennt fyrir því sem er framundan. Þá vona ég að Glu Mobile haldi uppi merkjum QuizUp með sóma og ég hef verið fullvissaður um að það hyggist fyrirtækið gera,“ er haft eftir Þorsteini B. Friðrikssyni, stofnanda Plain Vanilla í tilkynningu. Tengdar fréttir Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00 Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Stofnandi Plain Vanilla viðurkennir þó að hann myndi taka tilboðinu yrði honum boðið það í dag. 31. ágúst 2016 19:53 Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp Loka skrifstofu sinni hér á landi og öllum 36 starfsmönnum sagt upp störfum. Þetta gerist í kjölfar ákvörðunar NBC að framleiða ekki sjónvarpsþátt byggðan á spurningaleiknum QuizUp. 31. ágúst 2016 11:56 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla hefur náð samkomulagi við bandaríska fyrirtækið Glu Mobile um sölu á tölvuleiknum QuizUp. Heildarverðmæti kaupsamningsins er í kringum 7,5 milljónir dollara en er að hluta greitt með uppgjöri skulda milli fyrirtækjanna, að því er segir í tilkynningu frá Plain Vanilla. Þann 31. ágúst síðastliðinn var greint frá því að öllu starfsfólki Plain Vanilla hér á landi hefði verið sagt upp. Ástæðan var sú að hætt var við sjónvarpsútgáfa QuizUp sem gera átti í samstarfi við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC. Í tilkynningunni nú kemur fram að í kjölfar sölunnar munu Plain Vanilla Corp. í Bandaríkjunum og Plain Vanilla á Íslandi hætta rekstri. Félögin munu hins vegar standa skil á öllum skuldbindingum við starfsmenn sína og lánardrottna. QuizUp kom fyrst út í nóvember 2013. Hafa nú um 80 milljónir manna hlaðið leiknum niður síðan þá en um 20 til 30 þúsund notendur bætast við daglega. „Þetta hefur verið ótrúlegt ævintýri. Á annað hundrað Íslendingar hafa fengið mikilvæga reynslu í gegnum störf sín hjá fyrirtækinu sem náði ótrúlega langt í þessum harða iðnaði. Einnig tókst okkur að búa til einn eftirsóttasta og skemmtilegasta vinnustað á Íslandi sem lifa mun í minningu allra þeirra sem þar störfuðu. Ég er mjög þakklátur öllu starfsfólki, samstarfsaðilum og fjárfestum sem komið hafa að þessu verkefni síðastliðin fimm ár. Þó að það sé erfitt að sjá á eftir barninu okkar til Bandaríkjanna þá erum við um leið spennt fyrir því sem er framundan. Þá vona ég að Glu Mobile haldi uppi merkjum QuizUp með sóma og ég hef verið fullvissaður um að það hyggist fyrirtækið gera,“ er haft eftir Þorsteini B. Friðrikssyni, stofnanda Plain Vanilla í tilkynningu.
Tengdar fréttir Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00 Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Stofnandi Plain Vanilla viðurkennir þó að hann myndi taka tilboðinu yrði honum boðið það í dag. 31. ágúst 2016 19:53 Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp Loka skrifstofu sinni hér á landi og öllum 36 starfsmönnum sagt upp störfum. Þetta gerist í kjölfar ákvörðunar NBC að framleiða ekki sjónvarpsþátt byggðan á spurningaleiknum QuizUp. 31. ágúst 2016 11:56 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00
Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Stofnandi Plain Vanilla viðurkennir þó að hann myndi taka tilboðinu yrði honum boðið það í dag. 31. ágúst 2016 19:53
Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp Loka skrifstofu sinni hér á landi og öllum 36 starfsmönnum sagt upp störfum. Þetta gerist í kjölfar ákvörðunar NBC að framleiða ekki sjónvarpsþátt byggðan á spurningaleiknum QuizUp. 31. ágúst 2016 11:56